Vikublaðið - 03.02.1950, Qupperneq 13
VIKUBLAÐIÐ
11
kæruleysi, heimsku, grimmd,
hjónaskilnaði, rifrildi, úti-
verur foreldra og drykkju-
skap þeirra.
Drengir þessir eru ekki
allir frá fátækum heimilum.
Einn drengjanna kom frá
efnuðu heimili, og átti mennt-
aða foreldra. Faðirinn ætlaði
að ala Frank litla vel upp.
En hann var alltoí strangur
við drenginn.
Til þess að hefna sín varð
drengurinn óþægur í skóla.
Frank hafði gaman af að
teikna. Annað vildi hann ekki
fást við. Honum var fengið
það hlutverk, að skreyta vegg
með myndum úr sögu Amer-
íku í fornöld. En til þess að
geta gert þetta, þurfti dreng-
urinn að lesa sögulegar bæk-
ur. Við það lærði hann að
lesa og fór fram í sögu. Svo
mikið fór honum fram í lestri,
að það svaraði til þess, er
börn almennt læra á tveim
árum.
Frank fékk mikið hól fyrir
verk sitt. Það jók sjálfstraust
hans og hann fór að tala á
fundum.
Sully var mikill vandræða-
gripur. Hann var frá efnuðu
heimili. Skólastýran tók hann
á skrifstofuna. Hún lét hann
gæta símans og fara sendi-
ferðir.
Þetta voru trúnaðarstörf,
sem drengnum þótti heiður
að gegna. Hann gleymdi því
að vera óþægur.
Sully varð ágætur drengur.
Nú er hann giftur og á verk-
smiðju.
Georg hafði verið rekinn
úr sex skólum. Skólastýran
setti hann yfir mjólkina og
skiptingu hennar. Hann sýndi
samvizkusemi, sem ekki brást
neinn dag. Hann hafði verið
skapvondur. En fýlan gufaði
burt.
Er hann eftir eitt skólaár
var spurður að því, hvers
vegna hann hefði tekið þess-
um breytingum, svaraði
hann:
„Já, ég skal segja yður
ástæðuna. Þetta er fyrsti skól-
inn, sem hafði þörf fyrir
mig.“
Trúnaðarstörf koma mörg-
um á réttan kjöl.
Fyrst þótti skömm að því
að ganga í „Skóla nr. 37“. En
nú er þetta breytt.
Frú Rashkis tók við stjórn
skólans 1930. Frá þeim tíma
hefur skólinn verið í miklu
áliti, og margir drengir eru
upp með sér af því að hafa
verið í þessum skóla.
Reglugerð eða kennslu-
plan skólans er samin af
beztu sálfræðingum og upp-
eldisfræðingum Bandaríkj-
anna. Vitanlega eru fjárfram-
lögin ekki skorin við neglur.
Það er illfært að búa til
fyrirmyndarskóla með litlum
tækjum.
Til þess að nemendur nái
vissum þekkingarforða, eru
farnar ýmsar krókaleiðir.
Námsefnið er tekið til með-
ferðar í ákveðnum heildum.
Hér skulu nefnd nokkur
verkefni: Afburðamenn og
konur í Ameríku. Saga iðn-
aðarins í Ameríku. Hið amer-
íska heimili. Mataræði. (Hér
er einkum átt við U. S. A.).
Drengirnir safna bókum,
tímaritum og blöðum viðvíkj-
andi verkefnunum. Einnig
teikna þeir mikið af myndum
í þessu sambandi.
Um 15% af drengjunum
stamar. Talfræðingur venur
þá af því. Á skólafundum eru
drengir, sem áður voru plága
í hvaða skóla sem var, eins
prúðir og virðulegir og dóm-
arar í hæstarétti.
Varla líður dagur án þess,
að gamall nemandi líti inn til
frú Rashkis, til þess að segja
henni frá störfum sínum,
kynna konu sína, sýna
myndir af börnunum eða
orðu, er hann fékk í heims-
styrjöldinni fyrir frækilega
framgöngu.
Elsie Mc Cormic segist
hafa verið stödd í skólanum,
er undirforingja í sjóhernum
bar að garði. Bar hann heið-
ursmerkisband. Hann hafði
barizt á Kyrrahafinu og sýnt
mikið hugrekki, eins og allir
þeir, er í hans herdeild voru.
Frú Rashkis kynntist for-
ingjann, sem gamlan nem-
anda skólans, og drengirnir
sungu flotasönginn með svo
mikilli hrifningu að húsið
hristist.
En foringinn mælti: „Ég á
ekki allan þennan heiður með
réttu. Kennararnir ættu að
fá hann.
Marchisi dómari segir að
glæpum unglinga myndi
fækka ef margir skólar væru