Vikublaðið - 03.02.1950, Qupperneq 15
VIKUBLAÐIÐ
13
VIKUBLAÐIÐ
kemur út á föstudögum og kostar
kr. 2.50 eintakið.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Jóh. Scheving
Sími 5671
Afgreiðsla:
Austurstræti 9
Sími 6936
Prentsmiðja:
PRENTFELL H.F.
Beztir eru kossar sænskra
stúlkna. Það hef ég sjálfur
reynt. Þær eru munnsmáar
og kyssa framúrskarandi vel.
Þær hafa yndi af að kyssa.
Fullorðnar konur kyssa
hiklaust. En að baki kossanna
er angurblíða.
Hvað er að segja um kossa
hollenzkra kvenna? Ég get
ekki um þá dæmt.
Það er aðeins vika liðin frá
því er ég kom til Hollands.
Ég sit og horfi á kvenfólkið.
Margar stúlkur eru hér fríð-
ar og indælar. Þegar ég skrifa
þetta, sé ég fallegar stúlkur
á gangi fram með gömlum
skurði.
Vika er of stuttur tími til
þess að fá fullnægjandi
reynslu í þessu efni.
En Hollendingur hefur
sagt mér, að kossar hol-
lenzkra stúlkna séu hvers-
dagslegir.
A. E. W. MASON :
EITURÖRIN
----------------Framhaldssagan
I. KAPÍTULI.
Athyglisverð bréf.
TTerrarnir Frobisher & Haslitt, málflutningsmennirnir, er
aðsetur sitt höfðu austan við Russell Square, töldu fjölda
manna og kvenna, sem áttu fyrirtæki eða eignir í Frakklandi,
á meðal beztu viðskiptavina sinna. Og firmað var mjög
hreykið af þeirri grein starfsemi sinnar, sem fram fór í þágu
þessa fólks.
„Það hefur sögulega þýðingu fyrir okkur,“ var Jeremy
Haslitt vanur að komast að orði. „Því að þessi viðskipti okkar
hófust fyrst árið 1806, þegar herra James Frobisher, er var
dugnaðarforkur hinn mesti og þá eldri eigandi firmans, skipu-
lagði undankomu fleiri hundruð brezkra þegna, sem Napóleon
I. teppti í Frakklandi með tilskipun þar að lútandi. Firmað
móttók þakklæti frá Ríkisstjórn Hans Hátignar, og hefur
borið gæfu til þess að geta varðveitt þær vinsældir sínar, sem
því tókst að afla sér á þennan hátt, alla tíð síðan. Með þessari
hlið starfrækslu okkar hef ég sjálfur yfirumsjón.“
í hinu daglega bréfaflóði, sem skall á skrifborði Jeremy
Haslitts, var þess vegna, undantekningarlítið, talsverður fjöldi
bréfa, sem merktur var hinum dökkbláa póststimpli Frakk-
lands. Þennan morgun, í byrjun aprílmánaðar, var samt sem
áður ekki nema eitt slíkt bréf. Áritun þess var viðvaningsleg;
fljótaskrift, sem Haslitt kannaðist ekki við. En það hafði
verið póstað í Dijon, af ekkju að nafni frú Harlowe, en af
heilsufari hennar hafði hann ekki fengið góðar fréttir undan-
farið. Bréfið hafði eflaust verið sent frá heimili hennar, La
Maison Grenelle, en var þó ekki frá henni sjálfri. Hann leit á
undirskriftina.
„Waberski?“ sagði hann og hleypti brúnum. „Boris Wab-
erski?“ Og þegar hann hafði komið bréfritaranum fyrir sig,
bætti hann við: „Ó-já, alveg rétt.“
Hann settist niður og hóf að lesa bréfið. Fyrsti hluti bréfsins
var að mestu leyti skjall og málalengingar, en á miðri annarri
síðu þess var erindið sett fram svo greinilega að ekki varð