Vikublaðið - 03.02.1950, Síða 16

Vikublaðið - 03.02.1950, Síða 16
14 VIKUBLAÐIÐ misskilið. Erindið var fimm hundruð sterlingspund. Haslitt gamli brosti og las áfram, og hélt samtímis uppi einhliða sam- ræðum við bréfritarann. „Mér bráðliggur á þessum peningum," skrifaði Boris, „og __ÍC „Ekki efast ég um það,“ sagði Haslitt. „Elskuleg systir mín, Jeanne-Marie--------—“ hélt Boris áfram. „Mágkona,“ leiðrétti Haslitt. „--------getur ekki lifað lengi úr því sem komið er, þrátt fyrir alla þá umhyggju og aðhlynningu, sem ég læt henni í té,“ skrifaði Boris Waberski ennfremur. „Hún hefur arfleitt mig, eins og yður vafalaust mun vera kunnugt um, að miklum hluta eigna sinna. Nú þegar er þetta mitt — ekki rétt? Maður getur vel tekið svo til orða og vænzt þess að mæta skilningi. Við verðum að horfast í augu við staðreyndirnar. Sendið mér því, í ábyrgðarpósti, lítinn hluta þess, sem er mín eign, og meðtakið mínar virðingarfyllstu kveðjur.“ Bros Haslitts varð að breiðu glotti. í einni málmskúffunni sinni geymdi hann afrit af erfðaskrá Jeanne-Marie Harlowe. Erfðaskráin var staðfest af hinum franska nótaríus í Dijon, og mælti svo fyrir, að hver einasti eyrir skyldi renna skilyrðis- laust til systkinadóttur og kjördóttur eiginmanns hennar, Betty Harlowe. Jeremy Haslitt var næstum því búinn að eyðileggja bréfið, sem hann var nýlokinn við að lesa. Hann vöðlaði því saman og fingurnir tóku að rykkja því á milli sín. Það voru þegar komnar rifur í jaðra þess, þegar honum varð hughvarf. „Nei,“ sagði hann við sjálfan sig. „Nei! Maður veit aldrei hvar maður hefur þessa Borisa Wabereskia,“ og hann lokaði bréfið inni í peningaskáp sínum. Þremur vikum síðar, er hann las í dánartilkynningadálki The Times að frú Harlowe væri látin, varð hann mjög glaður yfir að hafa ekki eyðilagt bréfið frá Boris Waberski. Skömmu seinna barst honum stórt bréfspjald, með breiðri, svartri sorgarrönd, sem tíðkaðist í Frakklandi í slíkum tilfellum, frá Betty Harlowe, þar sem hún bauð honum að koma til Dijon og vera við jarðarförina. Boðsbréfið var eingöngu sent fyrir siðasakir. Þótt hann hefði lagt af stað á sama augnabliki, hefði hann tæplega náð til Dijon nógu snemma til þess að hafa getað verið við útförina. Hann lét sér því nægja að skrifa stúlkunni innilegt samúðarbréf, og annað til hins franska nótaríus, þar sem hann tilkynnti honum að firma hans væri reiðubúið til þess að veita Betty alla þá aðstoð, sem í þess valdi stæði. Síðan beið hann átekta. Hinn ríki gistihúsaeigandi, Potter Palmer, elskaði konu sína afar heitt. Hún var forkumnar fögur en óskap- lega eyðslusöm. Potter samdi erfðaskrá og sam- kvæmt hermi átti konan að erfa ailar eignir hans. Málfærslumaður Potters vakti athygli hans á því, að konan gæti einn góðan veðurdag krafizt skiln- aðar og gifzt öðrum. Potter svaraði: „Ef hún gerir það, verða eigur mínar ekki of miklar handa vesalings manninum.“ ★ Prófessorinn fór niður úr rúminu í svefnvagninum, og fór að sækja vatn í glasi. Hann vittist í lestinni og fann ekki svefnklefa sinn. Hann bað því umsjónarmann að fylgja sér til klefans. „Hvaða númer er á klefanum?“ spurði umsjónarmaðurinn. Það mundi prófessorinn ekki. „Munið þér þá ekki eftir því, hvort þér voruð framarlega, aftar- lega eða í miðri lestinni?" spurði fylgdarmaðurinn. „Nei,“ svaraði prófessorinn. „Munið þér þá ekki eftir neinu, sem hægt er að átta sig á í þessu rnáli?" „Jú,“ svaraði prófessorinn. „Rétt áður en ég fór að hátta, leit ég út um gluggann. Útsýnið var fagurt, og stöðuvatn í grenndinni.“ ★ — Ástin er stjarna, sem menn horfa upp til, en hjónabandið er hola, sem menn detta í, vegna þess að þeir sjá ekki fótum símun forráð.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.