Vikublaðið - 03.02.1950, Qupperneq 17

Vikublaðið - 03.02.1950, Qupperneq 17
VIKUBLAÐIÐ 15 Stafurinn, sem gleymdist BARNAS AVJ A^ SÍÐLA sumars árið 1462 sat genúiskur vefari, Dominíko Columbo að nafni, í lítilli stofu við hliðina á vinnustofu sinni og talaði við hávaxinn, veðurbitinn mann. Útlit mannsins bar vott um margra ára harða baráttu á sjón- um. Dyrnar á milli stofunnar og vinnustofunn- ar stóðu opnar. í vinnustofunni sat sonur vef- arans, fjórtán ára gamall, og var að hjálpa vefarasveini við að sauma saman langar, ný- ofnar lengjur er vera áttu í stórt segl, sem gesturinn hafði beðið um. Christoffer litli reyndi til þess að heyra eitthvað af samtali föður síns og gestsins, er sátu í stofunni. Signore Rossa hafði verið þarna allt kvöldið til þess að reka á eftir því að seglið yrði sem fyrst tilbúið. Virtist það vera honiim mikið áhugamál að það yrði tilbúið innan skamms. Drengurinn hafði verið sendur um miðjan daginn niður að hinu stóra og fagra skipi, „Perla Genúa“, með þau skilaboð að seglið væri svo vel á veg komið, að æskilegt væri að skipstjórinn kæmi til skrafs og ráðagerða. „Hvert er ferðinni heitið að þessu sinni?“ spurði Columbo og hellti víni í glas gestsins. „Til Afríku,“ svaraði Rossa. „Til Guinea- strandarinnar, eða fílabeinsstrandar.“ Christoffer varð forvitinn. Afríka. Hann vissi að það var merkileg álfa með svertingja og villidýr, stórar eyðimerkur og frumskóga. Hann heyrði ekki meira af samtali skipstjór- ans og föður síns. „Hvað ertu nú að hugsa um, Christoffer?“ sagði vefarasveinninn. „Ertu að ferðast í hug- anum?“ Christoffer hrökk við og tók aftur að vinna. Vefarasveinninn brosti. Öllum í grenndinni var kunnugt um það, að Christoffer hafði hugann meira við hafið en vefnaðinn. Rossa skipstjóri leit enn á seglið áður en hann fór. Hann skoðaði það allýtarlega og kvað það vel gert. „Get ég fengið seglið í fyrramálið, signore Columbo?“ „Já, við munum Ijúka við það, þó að við þurfum að vinna í alla nótt,“ svaraði faðir Christoffers. j,Það er orðið dimmt. Á ég ekki að láta Christoffer fylgja yður með ljósker?“ „Nei, þakka yður fyrir. Ég kemst leiðar minnar. Ég hef fram að þessu ratað um götur Genúa,“ svaraði skipstjórinn, kvaddi og fór. Christoffer horfði á eftir skipstjóranum með ævintýraþrá í augum. Nokkru eftir að Rossa skipstjóri var farinn, fór vefarinn fram í vinnustofuna með silfur- búinn göngustaf. Columbo sagði við son sinn: „Signore Rossa hefur gleymt stafnum sínum. Ef þú flýtir þér býst ég við að þú náir honum áður en hann kemst fram að skipinu.“ „Á ég að hafa ljósker með mér?“ spucði Christoffer. „Nei, þú þarft þess ekki. Tunglið er komið upp. En flýttu þér.“ Christoffer hljóp eftir hinum mjóu götum. Hann fór að hugsa um það, hvort hann ætti að biðja Rossa skipstjóra að taka sig sem léttadreng. Rossa þyrfti að tala við pabba hans. Hann bar svo mikla virðingu fyrir skip- stjóranum, að hann mundi fara að hans ráð- um. Skyndilega heyrði Christoffer hróp mikil

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.