Vikublaðið - 03.02.1950, Page 18
r
16 VIKUBLAÐIÐ
og sá menn tilsýndar, er voru í einhverjum
deilum eða illindum. Hann sá blika á hníf í
tunglsljósinu. Árásir á menn voru tíðar í
Genúa á þessum tímum. Drengurinn áleit
bezt fyrir sig að koma ekki nærri þessum
óþokkum. Að líkindum börðust þeir um þýfi.
En svo heyrði hann rödd, sem hann þekkti.
Það var rödd Rossa, skipstjóra. Christoffer
þaut þangað, sem bardaginn var harðastur.
Þarna voru tveir glæpamenn að verki. Þeír
höfðu fellt Rossa. Lá hann á jörðinni og stóðu
þeir hálfbognir yfir honum. Annar fanturinn
hafði brugðið stórum hnífi.
Christoffer stökk að bófanum, sem hélt á
hnífnum og sló hann úr hendi hans. Bófinn
rak upp öskur af sársauka. Hinn fanturinn
stökk á fætur og hugðist ráða niðurlögum
Christoffers. En drengurinn barði manninn
hrottalega með stafnum og hrópaði: „Komið
félagar."
Christoffer reiddi stafinn enn og ætlaði að
berja glæpamennina. En þeir álitu, að félagar
Christoffers væru á næstu grösum, og flýttu
,sér því burt.
Skipstjórinn reis á fætur og burstaði föt
sín. Hann sagði við drenginn:
„Þakka þér fyrir. Ef þú hefðir ekki komið,
mundi ég hafa átt erfitt um vörn. Hnífurinn
var hættulegur. En hvað er þetta? Þú ert með
.gamla íbenholtsstafinn minn. Ég keypti hann
í Alexandríu. Ertu ekki Sonur Colombo vef-
ara? Komdu með mér fram á skipið. Það er
ekki hættulaust að vera á ferli hér um slóðir.“
Þegar fram á skipið kom, bauð skipstjórinn
Christoffer niður í káetu. Þar lét hann dreng-
inn segja sér frá sendiförinni með göngustaf-
inn, er skipstjórinn hafði gleymt.
Þeir töluðu saman um stund, og Rossa varð
þess var, að drengnum þótti vefnaðarvinnan
ekki skemmtileg.
„Vilt þú ekki vera hér í skipinu í nótt?“
spurði skipstjórinn.
Christoffer þakkaði fyrir boðið, en kvaðst
vera hræddur um að foreldrar hans álitu
hann hafa orðið fyrir slysi, ef hann kæmi ekki
heim.
„Já, en ég skal tala við föður þinn í fyrra-
málið. Mig vantar léttadreng. Við viljum ekki
nema fyrsta flokks menn. En þú ert duglegur
drengur og að mínu skapi.“
Daginn eftir átti Rossa skipstjóri langt
samtal við föður Christoffers.
Viku síðar sigldi „Perla Genúa“ út úr höfn-
inni. Christoffer skipsdrengur stóð aftast á
skipinu og veifaði til foreldra sinna.
Drengnum kom ekki til hugar, að hann
þrjátíu árum síðar færi hina frægu för vestur
um haf og fyndi Ameríku.
Þessi drengur var Christoffer Columbus,
einn af frægustu landkönnuðum heimsins.
Og börnin eru ekki gömul, þegar þau heyra
sagt frá þessum fræga manni.
Barnasagan, sem birt verður í næsta blaði,
fjallar um Mozart, hið heimsfrœga,
þýzka tónskáld.
Kennslukona í Búkarest sagði börnunum í
bekk þeim, er hún kenndi í, frá Jeanne dArc,
og hve mikið hún hefði gert fyrir Frakkland.
Hennar vegna hefðu Frakkar unnið sigur í
bardaga við Englendinga. — Síðast sagði
kennslukonan frá því að Jeanne hefði verið
brennd.
Kennslukonan spurði: „Hvaða konu í landi
voru getum við borið saman við Jeanne
d’Arc?“ Hún horfði með eftirvæntingu á börn-
in. — Djúp þögn.
. „Jú, við höfum Önnu Pa,uker“, svaraði
kennslukonan. „Hún er hin mikla hetja þessa
lands. Hún hefur barizt fyrir Rúmeníu, og
sigrað. Allir geta séð hinar miklu framfarir,
sem eru á öllum sviðum“.
Lítill drengur rétti upp höndina og spurði
með ákafa:
„Hvenær verður Anna Pauker brennd?“