Vikublaðið - 10.02.1950, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 10.02.1950, Blaðsíða 3
CLARE THORNTON: Hún sagði honum sögu sína í JNG stúlka í slitnum ^ útifötum kom inn í lítinn hressingarskála í City. Var þarna fullt af fólki. Þetta var klukkan hálf eitt. — Stúlkan settist við borð í einu horninu. Það leið dálítil stund þangað til þjónustustúlk- an kom til ungu stúlkunnar. En hún sat og horfði fram fyr- ir sig án þess að veita neinu athygli. Stúlk- an var mögur og föl yfirlitum. Hún var auð- sjáanlega lúin bæði á sál og líkama. Hún virt- ist hafa misst allan á- huga fyrir lífinu vegna þreytu. Margir horfðu með meðaumkun á stúlkuna. En í London er fjöldi kvenna, sem eru þreyttar og aumingja- legar. En þessi stúlka var óvenjulega fögur. Hún var smávaxin, hárið gullið og mjúkt. Hún var indæl en veikluleg. Hún virtist ekki hafa það þrek, sem nauðsynlegt er til þess að heyja hina hörðu lífsbaráttu í City. Fram við dyr sat ungur maður einn við borð. Unga stúlkan leit á hann. Hún sá, að hann var hár vexti, dökkhærður og fríður sýnum. Hann minnti hana á mynd af riddara, sem hún hafði ein- hvers staðar séð. En svo fór hún að hugsa um sína hagi og hætti að horfa á unga manninn og gleymdi honum. Ungi mað- urinn við dyrnar veitti henni at- hygli. Honum þótti hún indæl. Hann horfði á hana og gdeymd.i eggjun- um og brauðinu sem hann hafði byrjað að borða. Hann sá, að þjón- ustustúlkan færði ungu stúlkunni kaffi, brauðhnúð og smjör. Hún fór áð drekka kaffið og borða brauðið, en virtist eiga bágt

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.