Vikublaðið - 10.02.1950, Síða 4
4
VIKUBLAÐIÐ
með að neyta þess. — Að
tíu mínutum liðrium hafði
ungi maðurinn lokið við
að borða. Hann reis á fætur,
borgaði, gekk yfir gólfið og
settist við borð ungu stúlk-
unnar.
Hún horfði forviða á hann.
Augu hennar voru grá og
skær. Hún sá að maðurinn
var sviphreinn og vingjarn-
legur.
Hann mælti: „Fyrirgefið
frekju mína.“ Hann var
kurteis og röddin þægileg.
„Þegar ég hef sagt yður er-
indi mitt, vona ég, að þér fyr-
irgefið ónæði það, er ég geri
yður. Ég er blaðamaður við
eitt kvöldblaðanna í London.
Við birtum nú um skeið
stuttan greinaflokk með fyr-
irsögninni: Heyrt og séð í
hressingarskála.
Ég fer frá einum hressing-
arskálanum til annars á mat-
málstíma. Og þegar ég sé ein-
hvern, sem ég á von á að hafi
sögu að segja, gef ég mig á
tal við manninn. Stundum fæ
ég efni í góða grein. En þó
kemur það fyrir að menn
taka illa málaleitan minni, og
ég fer svo búinn. Ég hef leyfi
til að greiða eitt hundrað tutt-
ugu og fimm krónur fyrir
hverja frásögn.“
Unga stúlkan fjörgaðist við
það að heyra nefndar hundr-
að tuttugu og fimm krónur.
Hún mælti: „Jæja, yður
virðist ég muni hafa sögu að
segja.“
Hann sagði: „Ég er viss um
það. Ég hef setið og veitt yð-
ur athygli. Viljið þér vera svo
góð að segja mér sögu yðar?“
Hún ýtti diskinum frá sér,
og hann sá að hún hafði ekki
borðað nema helminginn af
brauðhnúðnum. Varir henn-
ar voru bleikar. Hún brosti
dauflega og sagði:
„Því skyldi ég ekki segja
yður sögu mína? Ég hef mikla
þörf fyrir peningana. Hefur
nokkur neitað því að segja
yður sögu sína, er þér hafið
farið þess á leit?“
„Já. En þeir eru fáir.“
Hún mælti: „Kemur yður
það vel, að fá efni í þennan
greinaflokk?“
„Það er mjög þýðingar-
mikið fyrir mig,“ svaraði
hann. Hún horfði á hann, og
sá að föt hans voru gömul og
slitin og skyrtan upplituð.
Hún mælti: „Þar sem ég get
gert okkur báðum greiða með
því að segja yður sögu mína,
mun ég gera það. Það væri
heimskulegt af mér að neita
því. — Nei, þakka yður fyrir,
ég reyki ekki.“
Svo fór hún að segja sögu
sína. Hann hlustaði á frásögn
hennar með mikilli athygli
Sagan var á þessa leið:
„Fyrir sex vikum var ég
vélritunarstúlka á skrifstofu
í City. Ég hef aldrei verið
heilsuhraust. Og í vetur
veiktist ég. Ég ofþreyttist.
Þegar ég kom aftur á skrif-
stofuna var mér tekið vin-
gjarnlega, en sagt að ég fengi
þar ekki vinnu framar.“
Hann tautaði: „Það var illa
gert.“
„Ég vissi, að þetta yrði mér
öriagaríkt. Það kom líka á
daginn. Ég fékk hvergi vinnu.
Þeir, sem ég bað um vinnu
álitu, að ég þyldi ekki skrif-
stofustörf. Ég hef lifað á pen-
ingum, sem ég átti, allan
þennan tíma. En nú eru þeir
sama og allir eyddir. Þér
getið sagt lesendunum, að ég
eigi aðeins tvær krónur eftir.“
Hún þagnaði og dreypti á
kaffinu.
Það var orðið þungt loft í
salnum.
„Ég þekki mann, sem næst-
um því heilt ár hefur beðið
mig að giftast sér. Hann er
mjög ríkur. En hann er kom-
inn yfir fimmtugt. Mér virð-
ist hann leiðinlegur og ekki
við hæfi ungrar stúlku.“
Hún horfði á manninn eins
og hún byggist við að hann
játaði þessu. Svo hélt hún
áfram frásögn sinni:
„Ég hef neitað bónorði
þessu allan þennan tíma. En
til þess þarf þrek, þegar
kaupið, sem ég hafði, var svo
lítið. Það var ekki nema þrjá-
tíu krónur á viku. Og matur-
inn, sem ég hef keypt, hefur
verið lélegur. í dag hef ég
ákveðið að játast þessum
roskna manni. Lífið hefur
breytt skoðun minni á þess-
um málum. Ég hef barizt
gegn þessu eins lengi og mér
var mögulegt. Hann ætlar í
mánaðar ferðalag til útlanda.
Hann leggur af stað innan