Vikublaðið - 10.02.1950, Síða 5
VIKUBLAÐIÐ
5
skamms og fer til Miðjarðar-
hafslandanna. Síðari hluta
dagsins mun ég hringja til
hans og segja honum, að ég
muni giftast honum. Hann
læ'tur mig þá fara með sér í
ferðalagið, og þá mun ég fá
fulla heilsu. Það er mín heit-
asta ósk. Um annað hugsa ég
ekki að sinni. Ég get það
ekki.“
Hún hafði verið dauf í
dálkinn, en fjörgaðist all-
mikið, er henni kom í hug
hvað hún mundi bera úr být-
um við það, að giftast ríka
manninum. Hún sagði:
„Ég mun búa við alls-
nægtir. Ég fæ að ferðast. Ég
fæ falleg föt, skartgripi,
hlusta á hljómlist. Ég fæ allt
sem konur girnast. Hann til-
biður mig. Ekkert mun hon-
um þykja of gott handa mér.
Álítið þér ekki, að lesendum
blaðs yðar þvki þetta tölu-
verðar fréttir? Þér ættuð að
nefna greinina: „Það er ekki
hægt að spyrna á móti auð-
æfum í það óendanlega.“
Hann brosti ekki. Það var
meðaumkun í svip hans og
augnaráði. Hún hló og mælti:
„Þér þurfið ekki að verða
svo mæðulegur. Þér hafið
vafalaust heyrt sorglegri sög-
ur. Og það er ekki alltaf ríkur
maður á bak við þær stúlkur,
sem erfitt eiga uppdráttar.“
Ungi maðurinn sagði: „Ég
þakka yður kærlega fyrir
söguna.“
Að svo mæltu tók hann upp
veskið, tók hundrað króna
seðil, tvo tíu króna og einn
fimm króna seðil og rétti
henni.
Hún sagði: „Ég þakka.“
Seðlana lét hún í pyngju, er
hún tók upp úr tösku sinni.
Taskan var óásjáleg. En það
hressti hana mjög að fá pen-
ingana. Hún varð miklu fjör-
legri og roði kom í kinnarnar.
Hún mælti: „Nú get ég
borgað húsaleiguna. Ég átti
ekki nema tvær krónur, eins
og ég sagði.“ Hún brosti.
Ungi maðurinn var alvar-
legur. Hann mælti- „Erúð þér
viss um, að það sé engin önn-
ur leið en þessi, sem þér
nefnduð? Mér er Ijóst, að ég
á þar ekki hlut að máli. En
það er alvarlegt skref, sem
þér hafið í hyggju að stíga.“
Hún svaraði: „Ég hef ekki
um neitt að velja. Ég þakka
fvrir hluttekningu yðar.“
Hún benti þjónustustúlk-
unni að koma og taka á móti
borguninni.
Hann stóð á fætur. Hann
var hávaxinn og fríður, en
fátæklega til fara. Hún rétti
honum höndina og mælti:
..Það gleður mig að ég gat
gert vður greiða. Hvað heitir
blaðið. sem þér vinnið við?“
..Kvöldblaðið. Sagan verð-
ur birt að brem dögum liðn-
um. Ég þakka yður kærlega
fvrir að bér sögðuð mér sögu
yðar. Ef það er eitthvað, sem
ég get gert fyrir yður, þá
segið mér það.“
„Hún svaraði: „Þér þurfið
ekkert fyrir mig að gera. Ég
þakka yður fyrir vinsemdina.
Eftir að ég gifti mig verð ég
ekki í neinum vandræðum.
Þau kvöddust. Hann hneigði
-w
sig og fór.
Unga stúlkan sat kyrr.
Þreytu- og örvæntingarsvip-
urinn kom aftur á andlit
hennar.
Að fjórtán dögum liðnum
kom þessi unga stúlka inn í
sama hressingarskálann. Hún
var í nýjum fötum og fékk
sér sæti við borð í nánd við
dyrnar. Hún horfði með at-
hygli á alla sem inn komu.
Hún var auðsjáanlega að von-
ast eftir að einhver sérstakur
maður kæmi. Hún var ekki
eins þreytuleg og örvænt-
ingin var horfin úr svip
hennar. En föl var hún yfir-
litum.
Svo kom ungi, dökkhærði
maðurinn, sem í hennar aug-
um líktist riddara. Hann kom
strax auga á hana, og varð
bæði forviða og glaður. Hún
brosti og gaf honum merki
um að koma að borðinu til
hennar.
„Hún mælti: „Mig hefur
langað svo mjög til þess að
hitta yður. Gerið svo vel að
setjast. Ég hef oft komið hing-
að. En yður hef ég ekki séð.“
„Ég borða hér ekki alltaf,“
svaraði hann.
„Er búið að birta greina-
flokkinn?“
»Já.“
„Þótti hann góður?“
„Já, ekki veit ég annað,“