Vikublaðið - 10.02.1950, Qupperneq 6
6
VIKUBL AÐIÐ
,.Það þykir mér vænt um
að frétta."
Þjónustustúlkan kom með
kaffi, ristað brauð og sardín-
ur handa henni. En þetta var
hún búin að biðja um áður en
hann kom. Ungi maðurinn
gerði sína pöntun.
Hún mælti: „Nú skal ég
segja yður framhald sögunn-
ar. Þegar þér voruð farinn
fór ég að hugsa málið. Eitt
hundrað tuttugu og fimm
krónur er ekki mikil fjárupp-
hæð. En sá, sem kominn er í
svo miklar kröggur að eiga
aðeins tvær krónur, álítur
hana allmikla hjálp. Ég ákvað
að þrauka enn um stund. Ég
borgaði húsaleiguna og var
því ekki fleygt út á götuna.
Mér virtist, að fram úr mundi
rakna, ef ég hefði þolinmæði
til þess að bíða lengur.“ Hún
þagnaði.
Hann sagði: „Hvað gerðist
svo?“
Hún mælti: „Ég gafst ekki
upp. Hann kom og bað mig
að giftast sér, en ég sagði nei.
Alltaf hafði ég það á tilfinn-
ingunni að eitthvað mundi
gerast. Og mér varð að trú
minni.
Fyrir viku fékk ég þá frétt,
að móðursystir mín væri
látin. Henni var illa við alla
sína ættingja,' að mér undan-
skilinni. Hún hefur arfleitt
mig. Dánargjöfin eða arfur-
inn, er svo stór, að ég gæti
lifað á þessum fjármunum
alla ævi án þess að vinna. En
þó þyrfti ég að vera sparsöm
til þess að peningarnir nægðu
mér. Það voru peningarnir
frá yður, sem björguðu mér.
Þeim er það að þakka, að ég
gat beðið með að játast mann-
inum, sem mig langaði ekki
til að eiga. Ef ég hefði ekki
hitt yður, væri ég nú gift hon-
um. Ég þráði það að hafa tal
af yður til þess að geta þakk-
að yður.“
Hann hló glaðlega og sagði:
„Þetta, sem þér hafið sagt
mér, gleður mig afar mikið.
En maðurinn--------?“
„Hann er farinn til útlanda.
Við erum skilin að skiptum.
Er þetta ekki g'óður endir á
sögunni? Þér getið bætt þessu
við fyrri frásögn yðar, ef yð-
ur sýnist. Ég álít, að lesend-
unum geðjist vel að þessari
viðbót.“
Hann brosti og sagði: „Það
er enginn efi á því, ef um
nokkra lesendur væri að
ræða.“
Hún horfði forviða á hann.
Hann flýtti sér að koma með
skýringu: „Ég vinn í banka,
en ekki við blað. Þegar ég sá
yður, var ég ekki í vafa um
að yður leið mjög illa, og að
þér væruð í mikilli fjárþröng.
Þér báruð einkenni fátækt-
arinnar. Ég þekki þau. Ég
hafði peninga þennan dag.
Ég var nýbúinn að fá laun
mín greidd. Mig langaði til
að hjálpa yður. Svo bjó ég til
söguna um blaðamennsku og
greinaflokkinn. Án þess hefð-
uð þér ekki þegið peningana.
Mér tókst að leika á yður.“
Hann hló, en augu hennar
fylltust tárum við umhugs-
unina um hjálp hans. Hann
vai fátækur. Það gerði hún
sér ljóst strax þegar hún sá
íann. Hann hafði sagt að
ulaðið hefði gefið sér leyfi til
að borga eitt hundrað tutt-
ugu og fimm krónur fyrir
söguna. Hún trúði þessu. En
hann hafði tekið peningana
af launum sínum, vegna þess
að hann sá að hún átti bágt.
Tárin runnu niður kinnar
hennar. Hún hvíslaði: „Þetta
var dásamlega fallega gert af
yður. Þér þekktuð mig ekki.
Og þrátt fyrir það réttuð þér
mér hjálparhönd.“
Hann mælti: „Þér megið
ekki gráta. Þér eigið að hlæja.
Hér er svo margt fólk, að það
er óviðeigandi að gráta. En
það má hlægja. Ég ætla að
borða á meðan þér eruð að
jafna yður. Ég þarf að vera
kominn í bankann klukkan
hálf tvö.“
Hann borðaði og unga
stúlkan neyddi sjálfa sig til
þess að hætta að gráta. Hún
drakk kaffið.“
Hann mælti: „Ég þarf að
segja yður dálítið áður en ég
fer. Ég varð ástfanginn af
yður samstundis og ég sá
yður, og mig langaði innilega
til þess að hjálpa yður. Og ég
þakka guði fyrir að mér
heppnaðist það. Ef yður þykir
ekki vænt um neinn, ættuð
þér að reyna að láta yður
þykja vænt um mig. Getið
Framh. á bls. 9.