Vikublaðið - 10.02.1950, Qupperneq 7
VIKUBLAÐIÐ
7
CHARLES LOW:
Fyririiiyndar fangelsi
í Englandi
T ERLENDUM blöðum og
tímaritum, sem fyrir
skömmu hafa borist hingað
til lands, er allmikið ritað
um fyrirmynctar fangelsi í
nokkrum löndum.
Er sú hugmynd ofarlega í
hugum margra merkra manna
eða mannvina, að stefna beri
að því, að bæta svo meðferð
fanga og allan aðbúnað þeirra
á meðan þeir taka út refsing-
una, að þeir verði betri menn,
og fangelsin megi með réttu
nefnast betrunarhús .
En það hefur oft farið svo,
að fangar hafa forherzt við
fanagvistina. Og er það vitan-
lega mjög illa farið.
Danir nefna hin endurbættu
fangelsi sín „opin fangelsi“.
Eins og nafnið bendir til, eru
fangar frjálsari í þeim en
öðrum hegningarhúsum. Lít-
il brögð eru að því, að fangar
strjúki, enda lengist fanga-
vistin, ef þeir strjúka, og
flestir, er það gera, nást aftur.
En það voru ensk fyrir-
myndar fangelsi, sem þessi
grein átti að fjalla um.
í Englandi starfaði hin svo-
nefnda Gladstone-nefnd fyr-
ir síðustu aldamót. Verkefni
hennar var það, að kynna sér
fangelsi í Englandi og leggja
fram tillögur til úrbóta. —
Nefndarálitið birtist 1895.
Samkvæmt tillögum nefnd-
armanna, var tekinn upp sá
siður, að láta fanga vinna
saman í hópum, í stað þess að
einangra hvern fanga að öllu
leyti.
En í hinum nýju fyrir-
myndar fangelsum Englands
er frelsi fanga aukið að mikl-
um mun, frá því sem lagt var
til í nefndarálitinu frá 1895.
En þessi frelsisaukning hef-
ur kostað mikla baráttu.
í fyrirmyndar fangelsun-
um vinna beztu fangarnir
saman, borða saman, skemmta
sér í félagi, og eru saman í
tómstundum sínum. — En í
þessu efni verður að gæta
varúðar. Sumir fanganna eru
vondir menn, sem geta haft
og hafa vond áhrif á þá, sem
betri eru.
Það ber því nauðsyn til að
skipta föngunum í flokka.
Betri fangarnir eru hafðir
sér í flokki, og hinir vondu í
öðrum.
Þessi hugmynd var fyrst
framkvæmd í Wakefield fang-
elsinu. — En það var árið
1933, sem þetta fyrirkomulag
var hafið.
Stjórn fangelsisins fékk
stórt landsvæði, óræktað, í
h. u. b. tólf kílómetra fjar-
lægð frá Wakefield. Og í upp-
hafi var ákveðinn fjöldi fanga
sendur þangað daglega, til
þess að höggva skóg og
„brjóta“ land, eða vinna að
nýrækt, réttara sagt. Skýli
voru byggð og fangarnir
látnir dvelja í þeim frá því á
mánudagsmorgnum til föstu-
dagskvölds. Þá fóru þeir heim.
Nú búa fangarnir vikum og
mánuðum saman í vinnuskýl-
um þessum, eða húsum. Þeim
er leyft að taka á móti þeim,
sem vilja heimsækja þá, á
sama hátt og um frjálsa menn
væri að ræða.
Þeim, sem skipulögðu þetta
fyrirkomulag, var það ljóst,
að sýna yrði föngunum traust
eða tiltrú. Engir múrar né
girðingar eru umhverfis
fangabúðir þessar eða vinnu-
stöðvar. Það er ekki að vænta
góðs árangurs án þess að
koma fram við fanga eins og
væru þeir venjulegir menn.
Þeir fangar, sem valdir
voru sem „tilraunadýr“, við
þessa tilhögun, voru allir úr
hinum svonefnda „stjörnu11-
flokki. En í honum eru fang-
ar, sem beztir eru. — í þess-
um flokki geta verið, og eru,
bæði fangar, sem í fyrsta sinn
hafa komizt undir manna
hendur og þeir, sem áður hafa
dvalið í fangelsi.
Nytsöm vinna og skemmti-
leg, er gott uppeldismeðal.
Og stjörnuflokksmenn sitja
fyrir þessháttar vinnu. Fyrir