Vikublaðið - 10.02.1950, Page 10

Vikublaðið - 10.02.1950, Page 10
10 VIKUBLAÐIÐ Ingrid Bergman Ingrid Bergman með dóttur sína. vorum tímum eru það kvik- myndastjörnurnar, sem dálæti flestra ná. Það má segja, að þær séu eins konar hjáguðir fjölda fólks, einkum meðal yngri kynslóðar- innar. Orð og gerðir þessara dýr- linga eru athuguð gaumgæfilega og látið berast um heim allan, sem merkisfréttir. Ástamál stjarnanna, barneignir, uppáhalds tómstunda- vinna þeirra, maturinn, sem þeim þykir beztur, ferðalög þeirra, kaup og kjör, og ótalmargt annað þeim viðvíkjandi, er látið berast út run allt. Um kvikmyndadísina Ingrid Bergman hefur margt verið rætt og ritað síðustu mánuðina. Það varð almen-n gremja, er það fréttist, að Ingrid hefði í hyggju að skilja * mann sinn, sem er læknir og Svíi, eins og hún. Um margra mánaða skeið hefur Ingrid Bergman dvalið á eynni Stromboli í Miðjarðarhafinu. Hún hefur leikið aðalhlutverkið í kvik- myndinni „Jörð guðs“, sem er tekin á Stromboli. Það þótti tíðindum sæta, er hún fór til Evrópu til þess að leifca þar í kvikmynd. En er það fór að fréttast, að hún og kvik- myndaleikstjórinn Roberto Rossell- ine, væru orðin ástfangin hvort af öðru, var farið að fylgjast með Evrópuför Ingrid fyrir alvöru. Forvitni almennings átti sér engin takmörk. Það leið ekki á löngu þar til haft var eftir ábyggilegum heimildum, að þau Ingrid Bergman og Rossel- ine hafði í hyggju að skilja við maka sína og giftast að því loknu, Hjónaband Ingrid og Peter Lind- ström læknis, hafði verið til fyrir- myndar í Hollywood, en þar eru hjónaskilnaðir meðal stjarnanna afar algengir, eins og kunnugt er. Þess vegna kom mönnum þett-a Stromboli- eða Rosseline-ævintýri Ingrid Bergman, mjög á óvart. Það þótti heimsviðburður, er Peter Lindström flaug til Italíu, til skrafs og ráðagerða við Ingrid og Rosseline. „Þrívelda“-fundurinn gaf út þá tilkynningu, að allt væri í lagi. Komst þá ró á taugar margra. En ekki leið á löngu, þar til sami orðrómur komst á kreik. Reylkur sá, sem þyrlað haifði verið upp til þess að skýla staðreyndum, var rokinn burt. Ingrid lýsti því yfir, innan skamms, að hún hefði ákveðið að skilja við mann sinn. Kvaðst hún þurfa að leika lengur í áðurnefndri kvikmynd en manni sínum- geðjað- ist að. Þetta var vitanlega tylli- ástæða. Ingrid hefur einnig lýst því yfir, að hún ha-fi í hyggju *að hætta að leifca. I bili er hún löglega forfölluð þar sem hú.n ól son í Róm 2. þ. m. Faðir barnsins er ítalski kvik- myndastjórinn Roberto Rosseline. Eiginmaður Ingrid hefur neitað henni um skilnað. En Rosseline fékfc fyrir skömmu skilnað frá sinni konu. Ingrid Bergman liggur því á sæng um þessar mundir. Er álitið, að hún muni dvelja á fæðingardeild- inni um mánaðartíma. Hún vill losna við blaðamenn og ljósmynd- ara, sem sitja um hana. Systurdóttir Molotovs systurdótir Molotovs og hin fríðasta sýnum. Ariane, móðir hennar, var myrt af G-estapo í Toulouse í síðari heimssty r j öldinni. Molotov hefur boðið Myriam systurdóttur sinni að koma til Rúss- lands. En hún hefur neitað því boði. Segist hún vilja vera þar sem frelsi ríki. Kveðst hún elska frelsið heitar en nokkuð annað. Á meðan síðari heimsstyrjöldin stóð yfir var Myriam í Sviss. Þar var hún bamfóstra, vinnukona og kaupakona í sveit. Að stríðinu loknu fór hún itil Parísar. Þar tók hún kennarapróf. Auk þess hefur hún stundað nám í leikdansskóla, verið blaðakona og sarhið kvikmynda- handrit. Myriam þráir mest að verða leik- kona. Hún vonast til að komast til Ameríku og fá tækifæri til að leika í kvikmyndum. Er eigi ólíklegt að þessi von ungu meyjarinnar rætist. A.ð líkindum verður hún, er tímar líða, kvikmyndastjarna í Holly- wood.

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.