Vikublaðið - 10.02.1950, Qupperneq 17
VlKUBLAÐIÐ
'i n
± i
Sebastian :
í sjöunda
h i m n i
TTÚN stóð í anddyrinu í
kápu og með hatt. Ferða-
taskan stóð við fætur hennar,
troðfull.
„Vertu sæl, Elvira!“ sagði
hann og rétti henni höndina.
Hún tók hana án þess að
horfa í augu hans.
„Vertu sæll,“ mælti hún
dauflega.
Þetta voru fyrstu setning-
arnar, er þau höfðu sagt
hvort við annað heilan sólar-
hring. Það hafði verið leiðin-
legur og langur tími.
Hún greip um handfang
töskunnar með annarri hendi,
en opnaði forstofuhurðina
með hinni. Taskan var þung.
Hann stóð á þröskuldinum
og sá hve mjög það reyndi á
krafta hennar að bera tösk-
una fram að lyftunni.
„Á ég ekki að bera töskuna
fyrir þig?“ sagði hann vin-
gjarnlega, og lokaði forstofu-
dyrunum.
„Jú, þakka þér fyrir. En
einungis niður að sporvagn-
inum,“ svaraði hún.
„Hvenær fer lestin?“ spurði
hann, í sama bili og lyftan
staðnæmdist við hæð þá er
þau bjuggu á. Hann opnaði
iyftudyrnar og hélt þeim vel
opnum á meðan hún fór inn
í lyftuna með töskuna.
„Lestin fer að tuttugu og
fimm mínútum liðnum,“
sagði hún. „Ég hef nægan
tíma. Sporvagninn kemur
ekki víða við á leiðinni til
j árnbrautarstöðvarinnar.“
Hann kinkaði kolli, rétti út
höndina og þrýsti á rafmagns-
hnappinn, er setja átti lyft-
una í gang. Lyftan seig hljóð-
lega niður að næstu hæð. Þau
stóðu augliti til auglitis án
nokkurra svipbrigða.
Skyndilega stöðvaðist lyft-
an milli fyrstu og annarrar
hæðar. Þeim brá báðum.
Hann sneri sér að veggn-
um, þar sem rafmagnshnapp-
arnir voru í röð. Hann þrýsti
á 1., 2, 3. og 4. hæðar hnapp-
ana. En lyftan hreyfðist ekki.
„Þrýstu á græna hnapp-
inn,“ sagði hún. „Þá hringir
klukkan niðri hjá dyraverð-
inum og hann mun kloma
þegar í stað —- — —.“
Hann þrýsti aftur á hnapp-
ana. En það var árangurs-
laust. Þau stóðu og biðu, bæði
dálítið ergileg. Svo kveikti
hann í vindlingi, bauð henni
vindling og rétti henni eld-
spýtu. Þau hlustuðu eftir
fótataki, en enginn kom.