Vikublaðið - 10.02.1950, Qupperneq 19
VIKUBLAÐIÐ
19
/
VIKUBLAÐIÐ
kemur út á föstudögum og kostar
kr. 2.50 eintakið.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Jóh. Scheving
Simi 5671
Afgreiðsla:
Austurstræti 9
Sími 6936
Prentsmiðja:
PRENTFELL H.F.
Óskilgetið barn
„Það gerist allt of oft, að stúlkur
feðra börn sín ekki rétt,“ sagði
Lamprecht lögfræðingur fyrir
skömmu. En hann er málfærslu-
maður hins opinbera í Danmörku.
Þessi ummæli voru viðhöfð í sam-
bandi við bamsfaðernismál ungrar
stúlku.
„Það ber nauðsyn til þess, að á
þvílíkum málum sé ðkki tekið
vettlingatökum," bætti Lamprecht
við.
Þessi tuttugu og þriggja ára
stúlka ól barn í fyrra og kvað föður
þess vera ungan mann, er hún hafði
mikið verið með. Blóðrannsókn
leiddi í Ijós, að þessi maður var
ekki faðir bamsins.
Unga stúlkan neyddist þá til þess
að segja sannleikann. Hún kvaðst
aðeins einu sinni hafa verið með
giftum rnanni og hann væri fiaðir
barnsins. Stúlkan hafði vitað þetta
með vissu, en vildi ékki gera það
uppskátt vegna fjölskyldu barns-
föðursins.
Unga stúlkan var dæmd í þriggja
mánaða fangelsi fyrir það, að ljúga
vísvitandi fyrir rétti.
A. E. W. MASON : 2
EITURÖRIN
---------------- Framhaldssagan --------------
„Ég mun heyra nánar frá Boris litla,“ sagði hann, og spá
hans rættist innan viku. Rithöndin var hroðvirknislegri og
ólæsilegri heldur en áður. Móðursýki og gremja hafði keyrt
taugar hans úr skorðun og enskan hans var ekki neinum til
fyrirmyndar. Hann hafði einnig tvöfaldað kröfu sína.
„Það er öidungis óskiljanlegt,“ skrifaði Boris Waberski.
„Ekkert hefur hún ætlað hinum umhyggjusama bróður sínum.
Það er eitthvað óhreint við þetta. Nú verð ég að fá þúsund
sterlingspund, með ábyrgðarpóstinum. „Heimurinn hefur
alltaf verið þér fráhverfur, kæri Boris minn,“ sagði hún
stundum með stærðar tár í augunum sínum. „En ég mun bæta
þér það upp í erfðaskránni minni.“ Og nú ekkert! Ég hef auð-
vitað talað við frænku mína — oh, það er nú meiri skvettan!
Hún gaf mér bara selbita! Er það nokkur siðsemi? Eitt þúsund
sterlingspund, herra! Annars vei’ða óþægindi! Já! Fólk gefur
Boris Waberski ekki selbita án þess að þurfa að gjalda fyrir.
Þess vegna eitt þúsund sterlingspund með ábyrgðarpóstinum
eða óþægindi“; og að þessu sinni bað Boris Waberski ekki
Haslitt að veita neinum virðingarkveðjum móttöku frá sér,
hvorki innilegum né öðruvísi, en hafði undirritað bréfið með
óstyrkri hendi svo að penninn hafði þotið um alla örkina.
Haslitt hló ekki að þessu bréfi. Hann strauk lófunum gæti-
íega saman.
„Þá verðum við að valda einhverjum óþægindum líka,“
sagði hann hvatlega, og læsti síðan bréfið niður hjá hinu
fyrra. En Haslitt gekk dálítið erfiðlega að festa hugann við
vinnu sína. Það var þessi stúlka, þarna vfir frá, í stóra húsinu
í Dijon, og ekkert skyldmenna hennar nærverandi til þess að
halda í hönd með henni! Hann stóð á fætur af skyndingu og
gekk yfir ganginn, í áttina til skrifstofu yngri félaga síns.
„Jim, þú varst í Monte Carlo í vetur,“ sagði hann.
„í viku,“ svaraði Jim Frobisher.
„Mig minnir, að ég hafi beðið þig að heimsækja einn við-
skiptavin okkar, er á villu þar — frú Harlowe.“
Jim Frobisher kinkaði kolli.