Vikublaðið - 10.02.1950, Blaðsíða 20
20
VIKUBL AÐIÐ
„Ég gerði það. En frú Harlowe var lasin. Frænka hennar
nokkur var þar einnig, en hún var ekki heima.“
„Þú hittir þá engan?“ spurði Jeremy Haslitt.
„Nei, það er ekki rétt,“ leiðrétti Jim. „Ég hitti skrítinn
náunga, er kom til dyra til þess að afsaka við mig að frú
Harlowe gat ekki tekið á móti mér — það var Rússi.“
„Boris Waberski,“ sagði Haslitt.
„Það er nafnið,“ svaraði Frobisher.
Haslitt settist í stól, sem stóð við skrifborð félaga hans.
„Segðu mér frá honum, Jim.“
Jim Frobisher starði út í loftið nokkur augnablik. Frobisher
var ungur maður, nálægt tuttugu og sex ára að aldri, er aðeins
árið áður hafði gerzt fullgildur félagi Haslitts. Þótt hann
væri nógu viðbragðsfljótur þegar kringumstæðurnar kröfðust
þess, þá var hann að eðlisfari varkár í dómum sínum um
náungann, og viss lotning, sem hann bar fyrir Jeremy gamla
Haslitt, dró sízt úr þessari ásköpuðu varfærni hans, þegar um
var að ræða einhver málefni, sem firmað skiptu einhverju.
Hann svaraði að lokum:
„Hann er hávaxinn, slánalegur náungi með kúf af gráu hári,
sem stendur upp í loftið eins og burstir, yfir lágu enni, og
hefur flóttalegt augnaráð. Hann minnti mig á leikbrúðu, sem
útlimirnir hafa ekki verið festir nægilega vel á. Mér kæmi
ekki á óvart þótt hann reyndist vera eyðslusamur og tilfinn-
ingaríkur. Hann togaði í sífellu í yfirvararskeggið með löng-
um, tóbaksgulum fingrunum. Maður, sem líklega þarf ekki
mikið til þess að sleppa sér, hvenær sem vera skal.“
Haslitt glotti.
„Þetta er einmitt það, sem ég bjóst við.“
„Ertu í einhverjum vandræðum út af honum?“ spurði Jim.
„Ekki ennþá,“ svaraði Haslitt. „En frú Harlowe er látin,
og mér finnst mjög sennilegt, að hann komi til með að valda
erfiðleikum. Spilaði hann fjárhættuspil?“
„Já, og fremur hátt,“ sagði Jim. „Mér skilst að hann hafi
lifað á frú Harlowe."
„Ég geri ráð fyrir því,“ sagði Haslitt, er síðan sat stundar-
korn þegiandi. Litlu seinna sagði hann: „Það var leiðinlegt,
að þú skyldir ekki hitta Betty Harlowe. Á leið minni til Suður-
Frakklands fyrir fimm árum, dvaldist ég í Dijon. Þá var
Símon Harlowe, eiginmaður frú Harlowe, enn á lífi. Bettv var
þá háfætt telpukind í svörtum silkisokkum, föl í andliti,
dökkhærð og með stór augu — fremur lagleg.“ Haslitt ók sér
í stólnum eins og ekki færi reglulega vel um hann. Þetta
gamla hús með stóra trjágarðinum í kring, og þessi unga
Hann gerði það
hennar vegna
Framhald af 16. síðu.
skeyti frá systur þinni þess
efnis að peningarnir séu
komnir til London.“
„Já, ég fékk skeyti, strax
er hún fékk peningana.“
„Ágætt. Við hittumst í
London að mánuði liðnum.
Ég hef fengið farrými handa
þér á „Queen Mary“. Skipið
fer snemma í fyrramálið. Við
þurfum að síma til systur
þinnar og biðja hana að aka
til Southampton og taka á
móti þér.“
„Já, það skulum við gera,“
svaraði Dorrit.
Hurchison mælti: „Hugs-
aðu þér, hve vel okkur mun
líða. Áttatíu þúsund. Allur
heimurinn stendur opinn.“
Hann brosti ástleitnislega
til Dorrit. Hún brosti einnig.
En var annars hugar.
„Gleymdu ekki að síma til
systur þinnar.“
Hún lofaði að gleyma því
ekki. En hún brosti með
sjálfri sér. Dorrit hafði skrif-
að systur sinni og beðið hana
að senda þetta skeytí og að
kaupa farmiða handa þeim
með skipi, sem ætlaði að fara
til Austurlanda strax eftir
komu „Queen Mary“. Hún
hafði ákveðið að systurnar
einar skyldu njótai þessara
áttatíu þúsunda. Það var
hægt að skemmta. sér mikið
fyrir þá upphæð,