Vikublaðið - 10.02.1950, Síða 22
22
VIKUBLAÐIÐ
leikið veðmálslagið. Þeim varð það Ijóst, er
þeir höfðu kynnt sér lagið, að það væri ekki
á þeirra færi að leika það. Nei, þessa þraut
gátu þeir ekki leyst. Nóturnar voru n. 1. rit-
aðar á þann þátt, að hægri hönd varð að vera
óskipt við efstu raddirnar, en vinstri höndin
hafði nóg að gera við að leika bassana. En
samhliða því, að báðar hendur voru bundnar
við sín hlutverk þurfti að leika aukatóna.
Engum var fært að glenna fingurna yfir
svo stórt svæði sem til þess þurfti, að hægt
væri að leika aukatónana.
Þegar allir höfðu gefizt upp við tilraunir
sínar, settizt Mozart við orgelið, og sýndi
þeim hvernig leysa mátti þessa þraut. Hann
lék með nefinu, þar sem ekki var hægt að
beita höndunum.
Mozart vann veðmálið. Hann gleymdi ekki
drengnum, sem gaf honum þessa hugmynd.
Hann kenndi honum ókeypis og drengurinn
varð mikill hljómlistarmaður. En hann varð
ekki tónskáld.
Meistarinn hafði haft rétt að mæla, er
hann sagði, að menn spyrðu ekki um þess
háttar, heldur byrjuðu á tónsmíðum, án þess
að leita ráða, ef andinn kæmi yfir þá. Þetta
kemur ósjálfrátt, ef svo má að orði komast.
Drengnum hefur þó líklega ekki liðið verr
í lífinu, þó að hann yrði ekki tónskáld. Tón-
skáld þeirra tíma fengu ekki gull og græna
skóga, pó að sumir þeirra væru ódauðlegir
snillingar. Mozart dó í sárri fátækt, en hann
lét eftir sig ódauðleg og ómetanleg verðmæti.
Hann er nú talinn, og það með réttu, eitt allra
mesta tónskáld, sem uppi hefur verið í heim-
inum.
Ævisaga Mozarts hefur komið út á íslenzku.
Ekkert lestrarefni er börnum og unglingum
jafn hollt og ævisögur og frásagnir um mikil-
menni, hvort sem það er á andlega eða ver-
aldlega sviðinu. Án mikilla listamanna getur
ekki verið að tala um menningu á háu stigi.
Barnasagan, sem birt verður í næsta blaði, fjallar um
heimsókn Churchills í heimavistarskóla í Englandi.
Coolidge, forseti Bandaríkjanna,
hélt einu sinni, sem oftar, fund með
blaðamönnum.
Það, sem gerðist á fundinum var
þetta:
„Herra forseti," sögðu blaða-
mennimir. „Hafið þér noílckuð að
segja um bindindismálið?"
„Nei,“ svaraði Coolidge.
„Hafið þér nokkuð að segja um
væntanlega heimsstjórn?"
„Nei,“ svaraði forsetinn.
„Viljið þér segja o'kkur eitthvað
um væntanlegar þingkosningar?"
„Nei."
Að þessu loknu var fundi slitið,
og blaðamennirnir fóru til dyra. Þá
sagði Coolidge:
„Augnablik, herrar mínir.“
• Aliir sneru við með eftirvænt-
ingu. Þeir áttu von á merkisfrétt-
um. Forsetinn mælti:
„Ég óska þess, að þér hafið engin
ummæli eftir mér.“
★
Tvær litlar stúlkur, á hjóla-skaut-
um fóru þvert yfir götu, sem mikil
umferð var á. í sarna biíi kom bif-
reið. Bifreiðarstjórinn stöðvaði bíl-
inn. En litlu munaði, að hann æki
ekki á telpurnar.
Hann flýtti sér út úr bílnum,
greip þá telpuna, sem verið hafði
nær bílnum, og hýddi hana ræki-
lega. Að því búnu fór hann upp í
bifreiðina og ók leiðar sinnar.
★
Ungur stúdent, sem las læknis-
fræði, sagði föður sínum, að hann
hefði ákveðið að velja fæðingar-
hjálp (obstetrik) sem sérgrein.
„Hvers vegna velur þú þessa sér-
grein?“ spurði faðir læknanemans.
„Þegar þú hefur lokið námi, mun
einhverjum lækni fyrir löngu hafa
tekizt að uppgötva meðal við þess-
um kvilla."
★
Kúreki nokkur var kominn til
þess að slysatryggja sig.
Umboðsmaður tryggingafélagsins
spurði: „Hafið þér nokkru sinni
orðið fyrir slysi?“
„Nei,“ svaraði kúrekinn. „En síð-
ast liðið sumar sló hestur mig og
braut í mér tvö rif. Og fyrir tveim
árum beit mig slanga í öklann."
„Þetta teljið þér ekki slys,“ mælti
umboðsmaðurinn.
„Nei,“ svaraði kúrekinn. „Dýrin
gerðu þetta viljandi."
★
Ung stúlka sagði við vinkonu sína:
„Já, við erum sama og trúlofuð.
Hann bíður aðeins eftir því að unn-
ustan skilj þringnum.