Vikan


Vikan - 01.11.1951, Blaðsíða 3

Vikan - 01.11.1951, Blaðsíða 3
'VIKAN, nr. 42, 1951 3 Regína Þórðardóftir leíkkoiia. (Sjá forsíðu). cyrar og lék hún þá frú Finn- dal og er það fyrsta stóra hlut- verk hennar. Sama ár lék Regína á Akur- eyri m. a. Káthie í Ait Heidel- berg með Karlakórnum Geysi og fröken Júlíu í samnefndu leikriti eftir Strindberg hjá Leikfélagi Akureyrar. Vorið 1933 fór Regína utan til leiknáms við leikskóla Kon- unglega leikhússins í Kaup- mannahöfn og var þar fram til áramóta 1934—35. Vorið 1935 lék hún með leik- flokki Haraldar Björnssonar Þórdísi í Syndum annarra eftir Einar H. Kvaran. 1936 gerðist hún svo meðlimur í Leikfélagi Reykjavíkur og lék með því í ýmsum hlutverkum, svo sein systur Ölmu, í Reikningsskil eftir C. Gandrup, Marie í Liliom eftir Molnar, Díönu í Fyrir- vinnan eftir Somerset Maug- ham, Fernande Arbergiat í Tovaritsh eftir Jac Deval. Haustið 1939 fór Regína aft- ur utan til að ljúka námi við leikskóla Konunglega leikhúss- ins í Kaupmannahöfn og lauk hún burtfararprófi þaðan í júní 1940. En eins og kunnugt er var Danmörk þá hernumin af Þjóð- verjum og komst Regína ekki heim fyrr en um haustið yfir Petsamo í 'Finnlandi. Skömmu eftir heimkomuna tók Regína aftur til starfa og lék með Leikfélagi Reykjavík- ur í ýmsum leikritum á árujaum 1940—’49. Af helztu hlutverk- um hennar hjá Leikfélagi Reykjavíkur á þessum tíma má nefna: Annie Parker í Gift eða ógift eftir J. B. Priestley, frök- en Johnson í Uppstigningu eftir Sigurð Nordal, Jómfrú Ragn- heiði í Skálholti eftir Guðmund Kamban (það hlutverk lék hún einnig sem gestur með Leik- Regína Þórðardóttir og Þorsteinn ö. Stephensen í Skálholti. Regína Þórðardóttir sem frk. Johnson í Uppstigningu eftir Sigurð Nordal. félagi Akureyrar á Akureyri), Mörthu í Blúndur og blásýra eftir Kesselring, Steinunni í Galdra Lofti eftir Jóhann Sig- urjónsson og Geirþrúði drottn- ingu í Hamlet eftir W. Shake- speare. Haustið 1949 réðist Regína Þórðardóttir að Þjóðleikhúsinu og hefur starfað þar síðan. Fyrsta hlutverk hennar þar er kona Arnæusar í íslandsklukk- unni eftir Halldór Kiljan Lax- ness, en það leikrit var fyrst sýnt við opnun leikhússins, 22. apríl 1950. Stærsta hlutverk Regínu við Þjóðleikhúsið fram til þessa er Linda Loman í Sölumaður deyr eftir Arthur Miller, en það var sýnt vorið 1951. Regina Þórðardóttir (t. h.) og Arrjdís Björnsdóttir í Blúndur og blásýra. > ) r Regína Þórðardóttir sem Ragn- heiöur í Skálholti eftir Guðmund Kamban (Vignir ljósmyndari tók allar leikmyndirnar, sem fylgja þessari grein). Regína Þórðardóttir sem Sybil Birling í Óvæntri heimsókn. Regína Þórðardóttir sem Geir- þrúður drottning í Hamlet eftir Shakespeare.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.