Vikan


Vikan - 01.11.1951, Page 4

Vikan - 01.11.1951, Page 4
4 BRUNI í SKÓGINUM. HALLÓ, HALLÓ! Varðturn 64. Allt í lagi klukkan 11.“ Pierre Rumont lagði senditækið frá sér og kveikti sér í vindlingi. Ennþá einu sinni leit hann út um stóra' gluggann á varð- turninum. Já, allt var í lagi. Hvergi sást nokkurt reykský stíga upp, hinir víðfeðmu skógar lágu eins og slétt, grágrænt haf út að sjóndeildarhringnum, aðeins laufið bærðist í morgunblænum. Sá einn, sem kunnugur var, gat ratað gegnum þetta völundarliús trjáa. Með góðum kíki var hægt að eygja næsta varðtum: þar var Gaston Arf á verði, og mitt á milli varð- turnanna lá hús Foerster Eleviers. Estella Eleviers, dótturdóttir Foersters gamla, hafði buið síðastliðinn mánuð í þessu húsi. Auðvitað var það brjálæði að fara með unga stúlku út í þetta einmanalega skóg- arþykkni, en hvað átti gamli Foerster að gera? Kona hans hafði dáið mjög snögg- lega, einkadóttir hans var gift í Quebec, hún gat ekki komið, en hún hafði sent elztu dóttur sína, hina sautján ára gömlu Estellu, til hans. Frá þeim degi hafði líf Pierre gerbreytzt; Estella var falleg, dökk augu hennar leiftruðu, þegar hún leit á mann og . . . Hún kom úr borg. Hún hafði litið á hann með stórum augum, spyrjandi, lokkandi og dálítið undrandi, þegar hann sagði henni frá skóginum og lífinu, sem þar hrærðist. En svo kom Gaston . . . Pierre Rumont slökkti í vindlingnum. Það var djúp hrukka á enni hans. Nei, hann gat ekki keppt við Gaston Cerf! Gaston var alltaf kátur, léttlyndur og ekki . hikandi. Það gekk manna á meðal sú saga, að hann hefði verið sendur hingað út í fámennið, vegna þess að hann hefði kom- ið sér í klípu vegna einhverrar stúlku. Gaston gat sagt mjög skemmtilega frá, hann hafði líka einu sinni verið í Quebec og þekkti fjöldann allan af fólki. Kinnar Estellu glóðu af ákafa, þegar hún hlust- aði á hann segja frá, hún hló með honum, hún söng með honum og veitti alls ekki athygli, að Pierre dró sig alveg í hlé. Hjarta Pierre var nú alveg helgað þess- ari stúlku, en hann vissi líka, að hann ætti ekki að gera sér neina von; hann var hlé- drægur og þögull, hann gat ekki sagt neinar skemmtilegar sögur úr borginni. Pierre hrökk allt í einu við, hið næma eyra hans heyrði gelt í hundi, það gat verið Rollo, stóri Schæfir hundurinn hjá Elevier. Við rætur stígsins, sem lá upp að varðturninum, stóð Estella. ,,Má ég koma upp?“ hrópaði hún. Hjarta Pierre hætti að slá af gleði, ekk- ert er eins lífseigt og vonin. Estella leit í kringum sig í turnherberg- inu, hún gekk að einum stóra glugganum og horfði út. ,,Þú situr þá hér uppi, Pierre, og gætir þess, að skógareldur breiðist ekki út?“ „Já, Estella," svaraði imgi maðurinn al- varlega, „við erum á verði yfir skóginum. Undir eins og reykský kemur í ljós ein- hversstaðar, sendum við merki, og björg- unarliðið kemur eins fljótt og hægt er. Á hverju ári kemur upp skógareldur, oft veit maður alls ekki hversvegna, þá breyt- ist þetta rólega, vaggandi, græna haf í logandi helvíti. Stormurinn æsir upp log- ana, þeir sleikja trjábolina, eyða kjarrinu, braka og gneista, drepa eldgömul risatré og grannvaxin, ung birkitré. Þeir eru miskunnarlausir, þessir logar, þeir byggja ekki upp, þeir eyðileggja aðeins . . .“ Hann hætti skyndilega ringlaður. Estella brosti til hans: „Þér eruð skáld, Pierre.“ Augu hennar ljómuðu og virtu hann fyrir sér blíðleg og full áhuga, Svo spurði hún allt í einu, hvort varðturn Gaston Cerfs sæist héðan. Pierra hrökk við, þetta var eins og að vakna af indælum draumi til miskunnar- lauss veruleika. Þegjandi rétti hann henni kíkinn. „Varðturn Gastons er við sjón- deildarhringinn, Estella.“ Hún horfði lengi í gegnum kíkinn, bros- andi — mjög hamingjusöm, fannst Pierre. „Hversvegna komuð þér hingað, Est- ella?“ spurði hann dálítið hranalega. Hún horfði skelfd á myrkt andlit hans. „Ég ætlaði aðeins að segja yður, að afi fór til St. Rose og verður þar í 4 daga. Hann bað mig að segja yður það, þar sem ég er alein í húsinu. Hann hefur ef til vill haldið, að ég væri hrædd, en ég er það ekki — Rollo er hjá mér.“ Stóri Schæfer hundurinn lyfti höfðinu, þegar hann heyrði nafn sitt nefnt. Stúlk- an gróf granna höndina í loðfeldi dýrs- ins. Rollo er eins vitur og maður, nei, hann er miklu vitrari, því að það eru til menn, sem ekki skilja það, sem skeður í kringum þá — Rollo, skilur allt.“ Hún horfði augnablik á Pierre, síðan hló hún hátt og sýndi á sér fararsnið. „Afi bað mig líka um, að þér létuð Gaston Cerf vita. Þér getið náð í hann í sendi- tækinu.“ Pierre nísti tönnum. Hann átti að segja keppinaut sínum, að Estella væri alein heima. Hann þekkti Gaston og léttúð hans — og Estella var falleg. „Látið þér Gaston vita?“ spurði Estella ennþá einu sinni. Pierre kinkaði kolli þögull. a<OIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Hlllllllllllll'.llllllllllllllllllr^ | VEIZTU -? | | 1. Hvar geymir pelíkaninn fiska, sem i hann veiðir? Hvort er hann vaðfugl | í eða sundfugl? § | 2. Hvenær var arabiski spámaðurinn i Múhammed uppi? | | 3. Hvenær hófu Kínverjar pappírsgerð? I | 4. Hve margar fuglategundir verpa að í staðaldri í Svíþjóð og hve margar i þeirra eiga þar heima árið um kring? i | 5. Hvenær er Guðmundur Gíslason Haga- i lín fæddur og hvar? i 1 6. Hvað þýðir orðið brimill? i 7. Hver er mikilvægasta fisktegund i i Dana? = ; 8. Hvenær og hvar er ameríski kvik- : myndaleikarinn Ronald Colman fædd- í ur ? | i 9. Hvenær var hreindýrið flutt hingað til i lands ? í | 10. Hvenær var samþykkt sú, sem kölluð i var Stóri dómur, gerð á alþingi? Sjá svör á bls. 14. ................11111111111111111.............»V' VIKAN, nr. 42, 1951 Mannlýsing úr íslenzku fornriti: „ . . . Hann var svartur á hár og sveipur í hárinu, hörundljós og nokkuð líkur móður sinni, mikill og sterkur, á- hlaupamaður í skapi. . . .“. Hver er þetta og hvar stendur lýsingin ? (Sjá svar á bls. 14). Gegnum kíkinn horfði hann eins lengi á eftir hinni grannvöxnu stúlku og hann gat eygt hana. Hann beit saman tönnun- um. Nei, hann vildi ekki láta Gaston vita. Og þó . . . ef skógareldur kæmi upp ? Mundi Gaston ekki vera enn betur á verði, þeg- ar hann vissi, að Estella var alein í skóg- inum. Hann gekk hægt að senditækinu. Hr,nn sagði Gaston fréttirnar og beið cftirvæntingarfullur eftir svari Gastons. Stór, blá æð á enni hans bólgnaði út, þeg- ar hann heyrði rödd Gastons. Hann sagð- ist eiga frí eftir klukkustund, og þá ætl- aði hann í heimsókn til hinnar „fögru, ein- mana konu“. Pierre ætlaði að svara ónota- lega, en hætti við það og sleit samband- inu. Hvað snart þetta hann? Hann hafði engan rétt til að blanda sér í málefni Estellu. En hann gat ekki verið rólegur. Þegar hans frítími kom, var hann kyrr i turn- inum. Með kíkinum horfði hann að húsi Estellu. Og skyndilega sá hann mjóa reykjarsúlu stíga upp langt í burtu, í fyrstu var hún mjög ógreinileg, eins og þunn slæða, en smám saman varð hún þykkri og svartari. Hann stökk á fætur. Eldsupptökin hlutu að vera nálægt turni Gastons. Hann reyndi að ná í Gaston í gegnum senditækið, en fékk ekkert svar. Reykjarsúlan varð svartari og svartari, það kom ofurlítill andvari, og brátt sá hann rauðleitan bjarma á himninum. „Halló, halló, þetta er varðturn 64. Skógareldur í grennd við varðturn 66.“ Hann hlustaði eftirvæntingarfullur, síð- an kom svarið frá aðalstöðinni. „Við komum — aðvarið allar aðrar stöðvar!“ Pierre hélt áfram að senda út aðvaran- ir, en viðtökutæki Gastons svaraði ekki. „Hann er áreiðanlega hjá Estellu,“ hugs- aði hann beiskur í huga. „Hann er hjá stúlkunni og gleymir skyldum sínum!“ Estella! Pierre æddi á fætur. Hún var alein . . . nei, Gaston var hjá henni — og þó . . . Hann tók kíkinn, nú var allur sjón- deildarhringurinn eitt logandi eldhaf, vind- urinn æsti eldinn, sem óðum nálgaðist hús Foersters. Að fáeinum mínútum liðn- um mundi heimili Estellu vera umkringt logum. Hann batt klút yfir ennið, og þeg- ar hann hljóp af stað niður brattan stíg- inn, fann hann megna brunalykt. Það mátti ekki vera of seint. Það mátti ekki vera of seint. Þarna var húsið ó- skaddað af eldinum. Estella stóð í dyrun- um, hún sagði ekkert, en varir hennar voru alveg hvítar. Pierre flýtti sér til hennar. Hann greip hönd hennar og dró hana af stað. Bjarmann af eldinum lagði milli trjánna, og stórt tré féll brunnið til jarðar rétt fyrir framan þau. Estella stóð með hendurnar fyrir andlitinu. „Fljót!“ hrópaði Pierre, „annars er okkur dauðinn vís!“ En stúlkan sneri sér við og hljóp aftur að húsinu. „Rollo er þarna inni! Við getum ekki skilið Rollö eftir!“ Hundurinn ýlfraði, og allt í einu heyrðist brothljóð, og dýrið Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.