Vikan


Vikan - 01.11.1951, Qupperneq 6

Vikan - 01.11.1951, Qupperneq 6
6 VIKAN, nr. 42, 1951 En nú óskaði hún ekki, að hún væri komin um horð í það. Hún óskaði ekki að vera neins staðar annars staðar en þarna sem hún var — „En ástin er hvikul og breytilegV' sagði hann stillilega. „Því ekki það? Maður er alltaf að breytast. Maður er ekki sá sami og fyrir tveim- ur árum. Manns eigið „ég“ er ekkert annað en vofa. Er rétt að láta manneskju þjást núná út af því, sem þessi vofa gerði? Því ekki að gefa henni tækifæri ?“ „Hvers konar tækifæri meinar þú?“ „Tækifæri til þess að elska þig aftur,“ sagði hann. Hann sneri henni við og tók utan um hana, hann þrýsti henni að hjarta sér. Hún gat fundið hjarta hans slá. Þau voru lengi þögul, og hún lét hann kyssa varir sínar. Henni fannst hún ekki lengur einmana og taugaóstyrk og örvilnuð — og skipið mátti sigla á heimsenda, ef það langaði til. „Maður getur verið svo heimskur, Quen,“ sagði hann skömmu siðar. Ástin vex manni í aug- um, þegar maður er ungur. Maður verður hrædd- ur og flýr hana. Þegar maður er óþroskaður og eigingjarn hopar maður á hæl og felur sál sína í umsjá annars. Ég held, að áður en maður stíg- ur síðasta sporið í ástamálum, verði maður grip- inn augnabliks ótta. Eins og veðreiðahestur, sem stendur kyrr við markið eins og honum finnist til of mikils ætlazt af sér — og þegar manni finnst til of mikils ætlazt af sér, verður maður ósjálfrátt hræddur, maður fælist, og hleypur á brott. Ég elska þig, Quen.“ Hún fann til unaðslegrar sælu eitt andartak. Hann hélt henni í faðmi sínum, hann kyssti hana. Ef til vill endurgalt hún kossa hans —• hún vissi það ekki eftir á. Þessa stundina lét hún tilfinn- ingarnar ráða. Hún naut þess að vera til, jafn- vel í enn ríkara mæli en fyrir tveimur árum, ef til vill átti hún aldrei eftir að njóta þess eins heitt. En smám saman fékk skynsemin yfirhöndina yfir tilfinningunum. Hún eiskaði Mac einu sinni, en núna elskaði hún Duncan. Hún hafði lofazt honum, hún trúði eins ákaft á ást sína til hans eins og hún trúði á ást hans til sín. Hún gat ekki svikið hann. „Þetta er heimskulegt, Mac,“ sagði hún og hratt honum frá sér. Það var ótrúlegt, hvað hún hafði mikið þrek, því að hendur hennar skulfu. „Heimskulegt!" hún endurtók orðið og ræskti sig. „Þetta á sér aðeins stað í kvikmyndum, það er fortíðin, sem skýtur upp kollinum," hún reyndi að hlæja. „Þetta er ekki ekta! Ekkert, sem hægt er að byggja líf sitt á. Ég krefst ástar af öðru tagi •—“ Hún þagnaði. „Hvaða ást önnur er til ? “ spurði Mac og bætti við næstum því ofsalega. „Vertu nú ekki heimsk, Quep!“ Hann reyndi að taka hana í faðm sinn aftur, en hún ýtti honum frá sér. Henni fannst, að það væri út um sig ef hún gerði það ekki eins og henni fannst fyrir tveimur árum —• hann hafði svikið hana þá; hann sviki hana ef til vill aft- ur. Hann var trúlofaður Irmu að því er virtist. „Eins og ég sagði áðan er þetta aðeins for- tíðin, sem gerir vart við sig.“ Hún hló aftur, stuttum uppgerðarhlátri. Allt er breytingunum undirorpið eins og þú sagðir áðan, Mac. Maður elskar ekki sömu persónuna og maður elskaði fyrir tveimur eða þremur- árum. Ég elska ann- an mann núna. Ég ætla að giftast honum.“ „Já, einmitt það?“ Hann sleppti henni. „Templeton ?“ „Já, við Duncan erum trúlofuð. En við höfurn ekki sagt neinum það ennþá.“ „Og þú ert hamingjusöm og elsk'ar hann?“ „Auðvitað. Ég mundi ekki ætla mér að giftast honum annars, sem nærri má geta.“ „Sem nærri má geta!“ endurtók hann þurrlega. Þessa stundina hataði hún hann ákaflega, og hún heyrði sjálfa sig segja: „Tilfinningarnar, sem við bárum hvort til annars voru aðeins hrifn- ing.“ „Var það ?“ „Já — við vorum hrifin hvort af öðru eins og þú ert nú hrifinn af Irmu.“ „Þér skjátlast! Tilfinningar mínar gagnvart Irmu eru allsendis annars eðlis en tilfinningar minar gagnvart þér,“ sagði hann stuttur í spuna. Og hann bætti við: „Þú ert mjög skynsöm stúlka, Quentin, en það kemur fyrir, að það væri hægt að halda, að þig skorti blátt áfram alla'n skiln- ing. Getur karlmaður ekki viðurkennt, að hann hafi einhverntíma verið hræddur við ástina? Eða er það bara konum, sem leyfist það? En ég ótt- ast ástina ekki lengur. Gerir þú það?“ Hún reyndi að hafa vald yfir rödd sinni og end- urtók: „Ég ætla að giftast Duncan.“ Hann lagði hendurnar á axlir hennar og horfði framan i hana. Henni sýndist bræði lýsa sér úr svip hans í tunglsljósinu, en þegar hann talaði á ný var rödd hans eðlileg. „Þá er ekki meira um það að segja. Já, það er fortíðin, sem hefur skotið upp kollinum, eins og þú komst að orði., Eigum við ekki að fara til hinna og láta útrætt um þetta mál?“ „Jú, við skulum snúa við. Þau sakna okkar ef til vill.“ „Til allrar hamingju eru þau nógu ung og ánægð til þess að vera ekki að sakna neins. Þau eru ekki eins hlaðin allskonar áhyggjum eins og við.“ Þau gengu til baka eftir bugðóttum stígnum, til hinna. Mac hélt undir olnboga hennar til þess að styðja hana, en það snart hana ekki. Kvik- myndin hélt áfram í nútíðinni. Leiftur fortíð- arinnar var með öllu horfið. 22. KAFLI. Quentin gat heldur ekki sofið þá nótt, en hún fann, að hún mundi róast, þegar Duncan kæmi daginn eftir, Grandvarleiki hans og gæzka og þó fyrst og fremst sú tilfinning um varanleik, sem ást hans veitti henni, mundu sefa hana. Hann var stöðugur og óhagganlegur, það var hægt að treysta honum. Það sem komið hafði fyrir kvöld- ið áður, var ekkert annað en stundargeðhrif. Lag, sem minnti á fortíðina — eða ein setn- ing, já, jafnvel angan — megnar að stilla klukk- una aftur í tímann, gat þá ekki ein persóna gert slíkt hið sama ? En bak við þetta lá engin alvara Hún fór á fætur og bjó til morgunverð. Hve- nær skyldi Duncan koma . . . það var skrýtið, að hugsa til þess að Mac væri hér í sama húsi, næstum því beint fyrir ofan, furðulegt! ..... Hún þurfti ekki annað en fara upp með lyftunni, berja á dyrnar hjá honum og hún mundi fá að sjá hann . . . . En hvað hafði hún til afsökunar, ef hún gerði það? Klukkan var nærri ellefu, þegar Duncan hringdi. Hann var mjög leiður yfir þvi að vera ekki kominn, en hann hafði hitt gamlan kunn- ingja: Hann spurði, hvort hún væri því mótfall- in, að hann borðaði hádegisverð með þessum kunningja sínum og kæmi eftir hádegi. „Auðvitað ekki, Duncan, ef þig langar til þess.“ „Ég .... það er . . j . mig langar ekki beint til þess, en ég held, að það sé bezt, að ég geri það. Ertu viss um, að þér þyki það ekki leiðin- legt?“ Það var alltof mikil ákefð í rödd hans. Það var líkast því sem hann hefði ekki hreina samvizku — fjarstæða að láta sér detta slíkt L hug. Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Lilh: En — pabbi — sjáðu! Pabbinn: Ég má enga minútu missa — sittu bara kyrr — pabbi kemur aftur eins og skot!! Lilli: Hvað á ég að gera? Þarna kemur lögreglu- þjónn!! Pabbi fær sekt fyrir að stöðva bifreiðina við slökkviliðsvatnshanann!

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.