Vikan


Vikan - 03.01.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 03.01.1952, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 1, 1952: PÓSTURINN • Kæra Vika! Eg þakka þér fyrir allar ánægju stundirnar, sem þú hefur veitt mér, og nú langar mig til að spyrja þig nokkurra spurninga. 1. Hvað er leikkonan Janet Leigh há? Er hún ekki tvígift? 2. feg er nú kvenmaður, og þess vegna langar mig til að vita, hvað „Venus“ málið er núna? Og svo er ein spurning enn, hvern- ig er skriftin? kg. eigi að vera jöfn líkamshæðinni í sm. að frádregnum hundrað. Annar fræðimaður (Kaup að nafni) hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að hin svokallaða lengdarþverskurðar- vísitala sé óbreytileg stærð. En þver- skurðarvísitalan er hlutfallið á milli líkamsþyngdar í grömmum og lík- amshæðar í cm., margfaldaðri meö sjálfri sér. Ýmsar fleiri niðurstöður eru til, en yfirleitt eru skoðanir manna nokkuð skiptar i þessum efnum. Skriftin er áferðarfalleg, en mætti vera stærri og lipurri. Ein Senjórita. Svar: 1. Janet Leigh er 170.3 cm. Hún er fædd 26. júlí 1927. Hún er jarphærð og brúneyg hækkandi stjarna. Síðast þegar við vissum til, var hún ekki gift en fráskilin og mjög eftirsótt, að þvi er sagt er. 2. Hið svokall- aða Venusmál er mjög umdeilt. Yf- irleitt má segja, að fagur líkams- vöxtur sé aðallega fólginn í því, að allir líkamshlutar samsvari hvor öðr- um, og ein'nig í því að vera ekki áberandi hávaxin eða lágvaxin. Það er yfirleitt ekki svo, að ákveðið Venusarmál gildi fyrir hvern tíma, en ýmsir menn hafa sett fram kenningu um ákveðna hæð og þyngd, sem samsvari fögrum líkamsvexti, t. d. hefur Brocka haldið því fram, að brúttó-líkamsþyngd i Kæra Vika min! Eg þakka þér fyrir allar þær á- nægjustundir, sem þú hefur veitt mér á löngum miðvikudögum. Mig langar til að biðja þig að svara nokkrum spurningum fyrir mig, og vona ég, að þú svarir þeim, en látir þær ekki lenda í bréfakörfunni. 1. Hvað kostar námið í Húsmæðra- skólanum að Hverabökkum í Hvera- gerði og hvað stendur hann lengi? 2. Hvaða litir fara mér bezt, ég er með mógræn augu, dökkskollitt hár og ljósan hörundslit? 3. Er gott að nota vasilín á augn- hárin til að dekkja þau og lengja? Með fyrirfram þakklæti. Morgunfrú. E.s. Hvernig er skriftin? Svar: 1. Húsmæðraskólinn á Hverabökkum stendur yfir 8 mánuði á ári. Fæðiskostnaður á siðastliðnu ári var 2880.00 kr. alls, en þar að auki eru efniskaup til handavinnu og ýmislegt fleira. Þú ’ munt vaf alaust fá beztar og nákvæmastar upplýs- ingar, ef þú getur komið því við að ^niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiaiaiiiiiiiiiiiiMiui ( Timaritið SAMTÍDIN | | Flytur snjallar sögur, fróðlegar | = greinar, bráðsmellnar skopsögur, I | iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. | | 10 hefti árlega fyrir aðeins 25 kr. I i Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. I | Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75. f ■ ■■■■■■■■.■■•■■■.■■■■■»..... ! FRÍMERKJASKIPTI Sendið mér 100 íslenzk frí- : merki. Ég sendi yður um hæl í 200 erlend frímerki. Gunuar H. Steingrímsson : Nökkvavogi 25 — Reykjavík skrifa forstöðukonu skólans, Árnýiu Filippusdóttur. 2. Þú skalt klæðast hlýlegum lit- um í djúpum, ríkulegum litbrigðum. Forðastu liti eins og lavendi blátt, fölblátt, og kaldan, skæran lit. 3. Það er yfirleitt talið ágætt ráð að nota einhverskonar feitan áburð t:i að dekkja augnahárin og auga- brúnirnar, og vasilín mun vafalaust gera sama gagn; það er ekki ólík- legt, að þau lengist einnig við það Skriftin er þokkaleg, en mætti vera reglulegri og formfastari. Svar viö fyrirspurnum um Jón Sigur- björnsson leikara. Jón er nú kominn til Mílanóar og ætlar að stunda þar söngnám í vetur. Bréf hefur borizt frá honum, þar sem hann segir frá ferðinni og fleiru. Hann skrifar: „Við — „Arnarfellið" og ég —- lentum í Genúa 12. okt. á miðnætti, en þaðan fór ég þann 15., og hafnaði hér á ákvörðunarstað kl. 9 að kvöldi hins sama dags. Ferðin frá Reykjavík til Mílanóar tók mig 19 sólarhringa, með viðdvöl bæði í Napólí og Genúa . . . Islenzka ný- lendan hér í borg hefur fengizt við að ráða krossgátur síðustu dagana, og vil ég fyrir mína hönd og ann- arra færa . . . Vikunni þakkir fyrir sérstaklega góðar og erfiðar gátur.“ Kæra Vika. Mig langar til að biðja þig að Esland — Norge Störfum yfir Island '-og Noreg, með sam- ^böndum við Finnland, Holland og víða um heim. Fjölda Norðmanna á ölluin aldri óska bréfaskipta við okkur. Ef þér óskið bréfavina, innanlands eða erlendis, þá skrifið til okkar Gegnum bréfin, getið þér eignast vini nær og fjær. BRÍFARIIÍBBURINN IUANDIA Pósthólf 1014, Reykjavík. segja mér hvort orgelskólar á ís- lenzku fást hér, og þá hvar? Með þakklæti, Magnús. P.s. Hvernig er skriftin? Svar: Islenzkir orgelskólar fást í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur Banka- stræti 7. Simi 3656. Verð þeirra er kr. 15.00 Skriftin er all áferðarfalleg og mjög skýr. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Jón A. Guðmundsson (við stúlkur 16—18 ára), æskilegt að myndir fylgi bréfunum. Allir í Héraðs- skólanum, Núpi, Dýrafirði. Sonja Isafold Elíasson (við pilta 17 —20 ára, mynd fylgi bréfi), Ytri- Hraundal, Hraunhreppi, Mýrasýslu. Sigríður Halla Hansdóttir (við pilta. 16—20 ára, mynd fylgi bréfi), Grímsstöðum, Álftaneshreppi, Mýrasýslu. Elísabet Þorsteinsdóttir (við stúlkur eða pilta 19—25 ára, mynd fylgi bréfi), Selásbletti 7, Reykjavík. Ásgeir Höskuldsson (við stúlkur eða pilta 14—16 ára, mynd fylgi), Hóli, Húsavík, S.-Þing. Pétur Þorfinnsson, Eysteinn Leifsson, Stefán Árnason, Tómas Sæmundsson, óska eftir bréfa- samböndum við stúlkur 16—20 ára, allir á Iþróttaskólanum, Haukadal. Ólafur Guðmundsson, Birgir Breiðfjörð, Auðbjörn .Axelsson, Hilmar Adolfsson, óska eftir bréfasamböndum við stúlkur 16—18 ára, mynd fylgi, allir á Héraðsskólanum að Núpi, Dýrafirði. Ragnheiður Gestsdóttir (við pilta eða stúlkur á aldrinum 18—21 árs), Hólmfríður Gestsdóttir (við pilta eða stúlkur á aldrinum 14—16 ára),. báðar til heimilis að Hróarsholti,, Villingaholtshreppi, Árnessýslu. Framliald á bls. 3. Óskum öllum viðskiptavinum vorum Gleðilegs nýárs með þökk fyrir það liðna. Klæðaverksmiðjan „Álafoss“ h.f. Óskum öllum viðskiptavinum vorum Gleðilegs nýárs Lárus G. Lúðvígsson. Óskum öllum viðskiptavinum vorum Gleðilegs nýárs og þökkum fyrir það liðna. Verzl. Edinborg. Veiðarfæragerð Islands. Heildverzlun Ásgeirs Sigurðssonar h.f. Gleðilegs nýárs óskum við öllum, okkar viðskiptavinum. Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Þvottahúsið DKlFA. Útgefandi VIKAN H.P., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.