Vikan


Vikan - 03.01.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 03.01.1952, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 1, 1952 er góð og vammlaus, og ég elska hana af öllu hjarta.“ „Og samt ætlar þú ekki að segja henni, að þú sért skuldugur, Áki?“ „Jú, henni, en ekki foreldrum hennar og kannski ekki keisaranum. Þau hafa heyrt fleipur um skuldir mínar, og ég verð að friða þau með því að sýna reikningana slétta.“ ' „Það gleður mig, að þú skulir hafa verið svona einlægur við mig, Áki,“ sagði Áribert. „Og nú ætla ég að verða einlægur við þig á móti: Þú gengur aldrei að eiga Önnu prinsessu." „Og hversvegna ?“ sagði Áki. ,, Af þvi að foreldrar hennar leyfa það aldrei. Áf því að þú getur aldrei sýnt þeim slétta reikn- inga. Af því að Leví Sampson lánar þér aldrei milljón.“ „Talaðu svolítið sltýrar." „Já, nú skal ég skýra þetta fyrir þér. Þér var rænt — mér þykir leitt að þurfa að segja það — þér var rænt x Ostend.“ „Já, það er satt.“ „Og veiztu hversvegna?" „Ég býst við að bölvuð.rauðhattaða konan og kumpánar hennar hafi viljað kúga út úr mér fé. En til allrar hamingju tókst þeim það ekki, þökk sé þér.“ „Ekki að öllu rétt," sagði Ái'ibert. „Þau vildu ekki fá neitt frá þér. Þau vissu ósköp vel, að þú ert auralaus. Þáu vita, að þú ert prakkara- strákurinn meðal evrópsku prinsanna, ábyrgðar- laus gagnvart þegnunum. Á ég að fræða þig á því, hversvegna þau rændu þér?“ „Hvenær ætlarðu að hætta reiðilestrinum, kæri frændi?" „Þau rændu þér einungis til að hindra þig í að komast til Englands, svo að þú gætir ekki átt þessi viðskipti við Leví Sampson. Og ég sé ekki betur en þeim hafi tekizt það. Heldurðu þú getir ekki fengið peningana hjá einhverjum öðrum fjármálamanni i Evrópu, fyrst Leví Sampson bregzt þér?“ , „Óhugsandi," svaraði Áki prins stillilega. „En sjáðu til, ég skal fá þá hjá Leví Sampsyni. Levi hét mér þessu, og ég þekki Leví það, að ég veit hann gengur ekki á gefin heit. Hann sagði, að peningarnir skyldu vera mér til reiðu, þar til —“ „Þar til hvað?“ „Þar til í lok júnímánaðar." „Og nú er langt liðið á júlí.“ „Einn mánuður er ekki neitt. Hann má vera feginn að geta lánað peningana. En hvernig í dauðanum getur þér dottið í hug, að efnt hafi verið til samsæris gegn mér? Þetta er blátt áfram hlægilegt. Samsæri gegn mér? Hvers- vegna?" „Hefuröu ekkert hugsað um kónginn í Bosníu?" spurði Aribert kuldalega. „Kónginn í Bosníu ?“ „Ég þarf ekki að segja þér, að kóngurinn 1 Bosníu er mjög vinveittur Austurríkisstjórn, því að hún kom honum til ríkis. Ög Austurríkisstjórn hefur reynt mikið til að útvega honum gott kvon- í'ang." „Nú, þvi má hann ekki' fá gott kvonfang?" „Og hann fær það líka. Ekkert er liklegra en hann gangi að eiga Önnu prinsessu." „Ekki meðan ég er á lifi. Hann bað hennar fyrir ári, en var gerður afturreka." „Já, en hann biður hennar bara aftur, og i næsta skipti verður hann gerður afturreka. Ó, Áki, skilurðu ekki, að mennirnir, sem standa að samsærinu, vita allt um þína hagi og vilja koma í veg fyrir, að þú kvænist önnu? Eini maður- inn í allri Evrópu, sem gæti haft eitthvað á móti því þú kvæntist henni, er auðvitað maðurinn, sem vill kvænast henni sjálfur." Áki fölnaði í framan. „Aribert, ætlarðu þá að telja mér trú um, að það hafi verið fulltrúar kóngsins í Bosniu, sem höfðu vörzlur á mér í Ostend." „Já“ „Til þess að koma í veg fyrir ég hefði t«i af Leví Sampsyni og afstýra þannig gersamlega ég fengi Önnu?“ Aribert kinkaði kolli. „Þú ert góður vinur minn, Aribert. Þú ert mér velviltur. Og þér skjátlast ekki. Þú hefur íhugað málið grandgæfilega ? “ „Ertu búinn að gleyma dauða Reginalds Dimm- oka ?“ „Ég man þú sagðir mér hann hefði dáið.“ „Það sagði ég ekki. Ég sagði, að hann hefði verið myrtur. Það var einn þátturinn í samsærinu, Áki minn.“ „Svei!“ sagði Áki. „Ég tnii ekki, að hann hafi verið myrtur. Og hvað Leví Sampsyni viðvíkur, þá þori ég að veðja við þig þúsund mörkum, að við komumst að samkomulagi og að ég hafi milljónina í höndunum, áður en ég fer frá Lund- únum.“ Aribert hristi höfuðið. „Þú virðist hafa mikið álit á Leví Sampsyni. Hefurðu kynnzt honum fyrr?“ „Já.“ Áki hikaði stundarkorn," litið eitt. Allir prinsar meginlandsins hafa átt eitthvað saman við Leví Sampson að sælda." „Ekki ég,“ sagði Aribert. „Þú! Þú ert svoddan draugur." Hann klyngdi silfurbjöllunni. „Hans! Vísaðu Leví Sampsyni inn fyrir." Nú dró Aribert sig í hlé, en Áki prins settist í stóra plussstólinn og tók að rýna í blöðin, sem Hans hafði lagt þar nokkru áður. „Góðan dag, yðar hátign," sagði Leví Sampson og hneigði sig, þegar hann kom inn. „Ég vona þér séuð við góða heilsu." „Já, prýðilega, þakka,“ svaraði prinsinn. Enda þótt Leví Sampson hefði haft mikil sam- skipti við konungborna menn, þá hafði honum aldrei lærzt að hefja samtal við þá. Þegar frá leið óx honum venjulega ásmegin, en í byi’jun var hann ævinlega klaufalegur, vildi roðna og var gjarn til að svitna. „Við skulum taka strax til starfa," sagði Áki prins. „Fáið yður sæti.“ „Ég þakka yðar hátign." „Já, það var þetta lán, sem ég hafði beðið yður um — mig minnir það hafi verið milljón," sagði piúnsinn uppveðraður. „Milljón var það,“ sagði Leví og fitlaði við löngu úrkeðjuna. „Ég hef að öllu leyti undirbúið þetta. Hér eru samningsskjölin, og mér þætti vænzt um við getum útkljáð þetta nú þegar." „Einmitt það, yðar hátign, en —“ „Því segið þér en? Fyrir rúrnum mánuði sam- þykktuð þér að yðar leyti trygginguna, þó að ég viðurkenndi hún sé nokkuð óvenjuleg. Þá samþykktuð þér einnig vextina. Það eru ekki allir, sem geta lánað yður fé fyrir fimm og hálfan af hundraði. Og að tíu árum liðnum verður féð end- urgreitt að fullu. Mig minnir ég hafi skrifað yð- ur, að Anna prinsessa, sem væntanlega verður eiginkona min, eigi um það bil fimm milljónir marka, en það gerir yfir tvær milljónir í yðar gjaldeyri." Áki prins þagnaði. Honum þótti minnkun að ræða um einkamál sin við fjármála- mann, en hugsaði samt það gæti verið hentugt við þetta tækifæri. „Hlustið nú á mig, yðar hátign. Svona liggur landið fyrir mér,“ hóf Leví Sampson máls. „Hlust- ið nú á mig. Ég skrifaði yður ég mundi hafa féð til reiðu til júníloka og að þér yrðuð að x-æða hér við mig fyrir þann tíma. Nú ályktaði ég, að þér hefðuð orðið yður úti um lán eftir einhverj- um öðrum leiðum, þar sem ég hef ekkert af yður heyrt og þar sem umboðsmenn mínir í Þýzka- landi hafa ekki haft neinar spui-nir af yður. Það hefur verið mjög erfitt að koma út peningum síðustu mánuðina." ',,Því miður tafðist ég alllengi í Ostend," sagði Áki prins með eins miklu stærilæti og hann þorði. „Vegna áríðandi erindagerða. Ég hef ekki orðið mér úti um lán annarsstaðar, en- milljónina þarf ég nauðsynlega að fá. Mér þætti vænt um, ef þér vilduð leggja þetta inn hjá bankamönnum mín- um hér í Lundúnum." „Það hryggir mig rnjög," sagði Levi Sampson með svo miklum kurteisishreim í röddinni, að hann varð hissa á sjálfum sér, „en nú hafa samstarfs- menn mínir sent peningana í aðra átt — til Suð- ur-Ameríku. Ég veit ekki, hvort yður langar að vita það, en við höfum lánað féð til stjórnarinn- ar í Tsíle." Til vinstri: Hindúar skvetta vatni og púðri hver á annan við hátíðahöld, sem haldin eru til a3 fagna komu sumarsins. Þessi hátíðahöld eru til dýrðar guðinum Krishna. — Efst til hægri: Stein- bítstegund, sem lifir i Kongófljóti, snýr maganum upp, þegar hann syndir. — Neðst til hægri: Hversu lengi hafa sjó-skjaldbökumar reikað um lönd og láð í óbreyttri mynd? 200,000,000 ár.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.