Vikan


Vikan - 03.01.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 03.01.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 1, 1952 11 |c> Framhaldssaga: |g Eftir ARNOLD BENNETT j: SabíhHAkételii þar upp aftur sinni tiginmannlega æviþráð, sem fallið hafði niður um stund. Konan með rauða hattinn, hin ófyrirlátssama og miskunnarlausa Spensa, Sjúls, þorparinn alræmdi en slungni, myrkur og rakur kjallaraþefurinn og litla sóða- lega herbergið — allt þetta var horfið á burt. Og það mátti hann þakka Ariberti prinsi og Rakksoll. Nú var hann aftur fær um að taka upp sín fyrri störf. Keisaranum var tilkynnt hann væri kominn til Lundúna heill á húfi, eftir óvið- ráðanlega töf í Ostend; nafn hans stóð skýrum stöfum í hirðdálkinum í blöðunum, sem sagt, allt hafði fallið í ljúfa löð. Sjúls, Rokkó og Spensa voru bara ófundin ennþá; líkami Reginalds Dimmoka lá moldu hulinn í ættargrafreitnum við höllina í Pósen; og ekki var Áki prins ennþá búinn að hafa tal af Leví Sampsyni. Vitaskuld hvíldi allt þetta þungt á huga Áka prins. Það var eins og hann hefði dregið sig inn í skelina. Og þrátt fyrir þessi óvenjulegu atvik, sem komið höfðu fyrir að undarförnu, atvik, sem segja mátti að æptu á gagnkvæman skilning og gagnkvæmt traust þeirra frændanna, þá virti hann spurningar Ariberts varla viðlits, og Aribert var engu nær um brottnám hans nú, helfl- ur en nóttina forðum i spilavítinu í Ostend. Þó var Áka sjálfum vel ljóst, að honum hafði ver- ið rænt fyrir tilstuðlan konunnar með rauða. hattinn. En vafalaust minnkaðist hann sín fyrir að láta konuna hafa sig að leiksoppi og vildi þess vegna ekki bregða neinu ljósi yfir atburð- ina í heild. „Þú ætlar að taka móti honum hérna, Áki?“ spurði Aribert. „Já,“ svaraði hinn snúðugur. „Því ekki? Hvers- vegna skyldi ég ekki taka á móti manninum á formlegan hátt, þó að ég hafi enga milligöngu- menn? . . . Hans, þú mátt fara.“ Öldungurinn fór með bugti. „Aribert,“ hélt Áki áfram, „þú heldur, að ég sé sturlaður." „Góði Áki,“ sagði Aribert og brá í brún. „Vertu ekki með þessa fjarstæðu." „Ég segi þú haldir, að ég sé sturlaður. Þú held- ur, að heilabólgan hafi sett varanlegt mark á mig. Tja, kannski er ég sturlaður. Hver getur dæmt um það? Guð veit, að ég hef orðið fyrir svo miklu hnjaski undanfarið, að það væri ekki skrýtið, þó að eitthvað léti undan.“ Aribert svaraði engu. Það voru orð að sönnu, að sú hugsun hafði flogið um huga hans, að Áki væri eitthvað vankaður ennþá eftir heilabólguna. En þegar Áki impraði á þessu sjálfur, þá föln- aði sú hugsun þegar í stað fyrir heilagleik hins síðarnefnda. Aribert hafði þá trú, að allt mundi fara vel, ef hann gæti unnið aftur trúnaðartraust frænda síns, sem hann hafði átt óskipt frá þvi þeir voru smá pottormar. En nú voru engar horf- ur á því, að Áki ætlaði að láta hug sinn uppi við nokkurn mann. Prinsinn ungi hafði sloppið nauðulega undan skuggunum í dauðadalnum, en samt höfðu skuggarnir búið um sig í huga hans, og ógerlegt virtist að lýsa þá í burt. „Heyrðu mig annars," sagði Áki skyndilega. ,,Ég verð á einhvern hátt að launa Rakksolls- feðginunum hjálpina. Ég er þeim mjög þakk- látur. Hvernig væri ef ég gæfi stúlkunni háls- men og föður hennar þúsund gíneur?" ,,Ó, kæri Áki!“ sagði Aribert og hryllti við. „Þúsund gíneur! Veiztu ekki, að Rakksoll gæti keypt upp allt Pósenland, án þess að sæist frek- ar á fjármunum hans en högg á vatni. Þúsund .gíneur! Þú gætir eins gefið honum sex pens.“ „Hvernig á ég þá að launa honum?" „Með engu, nema innilegasta þakklæti. Allt annað mundi vera hreinasta móðgun. Þetta er ekki venjulegt hótelfólk." „Get ég ekki einu sinni gefið dóttur hans háls- men?“ Áki prins hló háðslega. Aribert leit ákveðinn á hann. „Nei,“ sagði hann. „Hversvegna kysstirðu hana — þarna um kvöldið?" spurði Áki blátt áfram. „Hverja?“ sagði Aribert og roðnaði af gremju, þrátt fyrir ýtrustu áreynslu til að sýnast sak- laus af ákærunni. , .Rakksollsungf rúna. “ „Nú skil ég ekki.“ „Ég er bara að rifja upp eina nóttina, þegar ég var veikur," sagði Áki prins. „Þú héizt þá, að ég væri með óráð. Kannski var ég lika með óráð. En samt man ég mjög greinilega eftir þessu. Ég man, að ég lyfti höfðinu af koddanum stutta stund og í sömu svifum kysstirðu hana.“ „Já. Ég elska Nellu Rakksoll. Ég ætla að ganga að eiga hana.“ „Jæja!“ Það varð löng þögn, en svo fór Áki að hlæja. „Jasvei!“ sagði hann. „Svona láta þeir allir fyrst í stað þeir ástfangnu. Svona hef ég sjálfur látið, það hljómar svo fallega, en leiðir samt ekki til neins.“ „Mér er full alvara, Áki,“ sagði Aribert hljóð- lega. Það var einbeittur hreimur í rödd Ariberts, svo að Áki tók að líta málið alvarlegri augum. „Þú getur ekki kvænzt henni,“ sagði hann. „Keisarinn leyfir aldrei þú takir þannig niður fyrir þig.“ „Keisarinn getur ekkert við því sagt. Ég ætla að hafna öllum forréttindum. Ég ætla að verða óbreyttur borgari.“ „Og hvaðan ætlarðu að taka fjármuni til að draga fram lífið?“ „Kona min er nógu efnuð til að geta séð fyrir mér líka. Þegar hún sér, hverju ég fórna, mun hún fúslega leggja auðæfin að hálfu í mínar hendur.“ „Og þá verðurðu auðvitað stórauðugur,“ sagði Áki og varð nú hugsað til alls þess, sem Rakk- soll hafði undir höndum. „En hefirðu ekkert hugs- að til þess,“ sagði hann, og það var eins og vit- firringarglampi leiftraði upp í augum hans. „Hef- urðu ekki hugsað til þess, að ég er enn ókvænt- ur og get dáið; á hverri stundu, og þá átt þú að erfa ríkið, Aribert." „Það kemur aldrei til þess, Áki,“ sagði Aribert hljóðlega, „því að þú deyrð ekki. Þér er algjör- lega batnað. Þú þarft ekkert að óttast.“ „Samt óttast ég dauðann næstu sex dagana," sagði Áki. „Næstu sex dagana! Hversvegna?" „Ég veit það ekki. En samt er það nú svona. Ef ég lifi af næstu sex daga •— -—“ „Leví Sampson, herra minn,“ sagði Hans hárri röddu í gættinni. 20. KAFLI. Áki prins hrökk við. „Ég tek við honum núna,“ sagði hann og gaf Hansi bendingu um að láta Leví Sampson stíga inn-. „Ég bið þig að tala við mig augnablik fyrst," sagði Aribert, lagði hönd á arm frænda síns og gaut augum til Hans, svo að þjónninn hvarf út orðalaust. „Hvað viltu mér?“ sagði Áki prins afundinn. „Af hverju grípur þessi alvara þig allt í einu? Gleymdu því ekki, að ég hef beðið Levi Samp- son um að tala við mig og má þess vegna ekki láta hann bíða. Sumir hafa sagt að stundvísi sé kostur allra prinsa.“ „Áki,“ sagði Aribert, ,,ég bið þig að líta á rnálið alvöruaugum, eins og ég geri. Hversvegna getum við ekki treyst hvor öðrum ? Ég hef hjálpað þér áður. Þú ert yfir mig settur, en þar að auki nýt ég þeirrar virðingar að vera föðurbróðir þinn: mér hefur auðnazt að vera samaldri þinn og vin- ur í uppvextinum. Treystu mér. Ég hélt þú hefðir litið á mig sem vin árum saman, en nýlega komst ég að því, að þú leynir mig ýmsu. Og siðan þú veiktist, hefurðu verið ennþá dulari." „Við hvað áttu, Aribert ?“ sagði Áki. Ekki var gott að segja, hvort hreimurinn á rödd hans væri vinveittur eða fjandsamlegur. „Hvað langar þig til að tala um við mig?“ „1 fyrsta lagi langar mig til að segja þér, að Leví Sampson verður þér allt annað en auð- sveipur.“ „Því segirðu það?“ sagði Áki. „Af hverju veiztu, að ég ætla mér að eiga við hann við- skipti ?“' „Nægir ekki að segja, að ég veit það. Þú færð ekki hjá honum milljónina." Áki prins var steini lostinn, en bældi samt reiði sína. „Hver hefur sagt þér frá þessu? Hvaða milljón ?“ Augu hans hvikuðu án afláts um her- bergið. „Ó!“ sagði hann og reyndi að hlæja. „Nú skil ég. Ég hef verið að blaðra um þetta í óráð- inu. Þú mátt ekki taka mark á því, Aribert. 1 óráði geta menn sagt hvað sem er.“ „Þú talaðir aldrei um það í óráðinu," svaraði Aribert; „að minnsta kosti ekki svo ég heyrði. Ég vissi um lánið, áður en ég hitti þig í Ostend.“ „Hver sagði þér frá því?“ spurði Áki valds- mannslega. „Þá játarðu að hafa reynt að fá lán?“ „Ég játa engu. Hver sagði þér frá því?“ „Theodór Rakksoll. Þessir auðkýfingar tala um allt í sinn hóp. Þeir eru tengdir miklu nánari böndum, heldur en við til dæmis, Áki, og miklu sterkari böndum. Þeir rabba saman, og með rabb- inu einu ráða þeir örlögum þjóðanna. Þetta eru þeir forhertustu harðstjórar." „Bölvaðir veri þeir!“ sagði Áki. „Já, má rétt vera. En við skulum halda áfram að ræða þitt mál. Geturðu ímyndað þér niðrun- ina fyrir mig, þegar Rakksoll gat sagt mér rneira um einkamál þín en ég vissi sjálfur. Sem betur fer er þetta bezti náungi; maður getur treyst honum; annars er ekki gott að segja, hvað ör- þrifaráð ég hefði tekið, þegar ég varð þess á- skynja, að hann vissi svona mikið um einkamál þín. Áki, segðu mér nú sannleikann: hversvegna þarftu að fá milljón punda lán? Er virkilega satt, að þú skuldir svona mikið? Ég krefst ekki svars af þér, ég spyr bara.“ „Og hvað skal gert, ef ég skulda milljón?1* sagði Áki ögrandi. „Ó, ekkert, kæri Áki, ekkert. Mér finnst ein- ungis harla ótrúlegt þú skulir hafa sóað svona miklu á tiu árum ? Hvemig gaztu það blátt áfram?“ „Vertu ekki að spyrja mig, Aribert. Ég hef hagað mér eins og fífl. En nú er séð fyrir end- ann á gönuhlaupi mínu, því heiti ég. Konan með rauða hattinn sá fyrir því. Nú ætla ég að ná mér í eiginkonu og taka aftur virðingu mína.“ „Þá er rétt farið með það, að þú sért heitbund- inn Önnu prinsessu ?“ „Vitanlega. Strax og ég hef leitt málið til lykta við Leví Sampson, þá skal allt verða gott. Hún

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.