Vikan


Vikan - 03.01.1952, Blaðsíða 8

Vikan - 03.01.1952, Blaðsíða 8
8 VIKAN, nr. 1, 1952 Kunningjar í heimsókn! Rasmina: Ólsen og konan hans ætla að koma til okkar í dag. Það getur vel verið, að þau borði með okkur i kvöld. Það er ekki ósennilegt, að þau biðji mig um að syngja. Reyndu svo að haga þér vel. Gissur: Þú hefur nú ekki sagt neitt upplífgandi eimþá. Rasmina: Hvernig líður ykkur, virtir mínir? Mikið er gaman að sjá ykkur. Gissur: Já, við vorum einmitt að tala um ykkur! Frú Ólsen: Elskurnar mínar, við sjáumst alls ekki nógu oft! Ólsen: Við hlökkum til að hitta ykkur hjónin! Gissur: Rasmína getur helzt ekki hætt að tala um ykkur, í rauninni á hún afar erfitt með að þee-ja. Frú Ólsen: Óli, maðurinn minn er svo hrifinn af Gissuri! Rasmína: Er það satt? Og okkur þykir svo gam- an að vera vinir ykkar. Ólsen: Gissur, konan yðar er einstök í sinni röð, falleg og gáfuð. Frú Ólsen: Gissur, haldið þér, að konan yðar mundi vilja syngja, ef ég bæði hana, eða haldið þér, að henni þætti það verra? Gissur: Það yrði nú bara nágrönnunum sem þætti það! Rasmína: Ó, ég hef heyrt svo mikið látið af fyrirlestrum yðar! Ólsen: O-o! Við skulum heldur tala um Gissur, hann er svo merkur maður í þjóðfélaginu. Gissur: Æ-æ! Þurfið þið að fara? Rasmína: Það hefur verið reglulega ánægju- legt að hafa ykkur, þið megið til með að koma fljótt aftur. Frú Ólsen: Og, heyrðu elskan, þú lítur inn til mín á næstunni ? Ölsen: Já, fyrir alla muni! Rasmína: Það varst þú, sem kynntir mig fyrir þeim. Vinir mínir eru úrvalsfólk! Þú vildir ekki einu sinni láta þau fara! Gissur: Þú sagðir, að ég ætti að vera kurteis við þau. Ef ég hefði mátt ráða, þá hefði ég ekki hleypt þeim inn fyrir mínar dyr! Frú Ólsen: Hvað? Það var ekki ég, sem stakk upp á að heimsækja þau. Þessi manneskja er hræðileg og maðurinn hennar er fyrir neðan allar hellur! Aldrei hefur neitt kvöld farið eins gjör- samlega til ónýtis fyrir mér! Ólsen: Þú skalt bara ekki halda, að mér hafi þótt gaman. Ég vildi óska, að þú hefðir aldrei kynnzt þeim Ef þau koma einhvemtíma til okkar, þá er ég ekki heima! ;\ Rasmína: Hamingjan sanna, ég hélt að þau ætluðu aldrei að fara! Hvað manneskjan getur verið leiðinleg, það lá við, að hún gerði mig vit- lausa, og hann er hreinasti þöngulhaus! Gissur: Þokkalega farið með tímann! Það er nú ekki gott að segja hvort þeirra er meiri plága. Hvar í ósköpunum hefurðu komizt í kynni við svona trantaralýð ? Daginn eftir! Ólsen: Ah! Gissur! Hvernig líður yður í dag? Ég skal segja yöur, að konan mín og ég sátum lengi frameftir í gærkvöldi og töluðum um þessa nota- legu kvöldstund sem við áttum heima hjá yður! Gissur: Konan mín fær ekki nógsamlega lofað komu ykkar!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.