Vikan


Vikan - 28.08.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 28.08.1952, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 33, 1952 í FRÁSÖGUR FÆRANDI Þa» er fullkomið rannsókn- arefni (eins og stundum er sagt), hvort við lslenilingar eignm ekki allt of. marga forseta. Ég var að glugga í Viðskiptaskrána fyrir skemmstu, þegar þetta hvarflaði að mér. Ég sá ekki betur í þess- ari skrá en að við ættum alveg ótrúlegan aragrúa af forsetum — auk forseta Islands. Það mætti segja mér, að i Reykjavík einni saman mætti maður að meðaltali tíu forsetum á götu daglega — og þá eru aðeins taidir reykvískir forsetar, en ekki forsetar, sem eru gestkomandi í bænum. Það er meira að segja fullkom- ið rannsóknarefni, hvort ekki sé orðið timabært að stofna forseta- félag hérna á Islandi. Leiðtogi sliks félagsskapar fengi þá nærri þvi sjálfkrafa tignarheitið kóng- ur. Eg er ekki að amast við for- setum þingdeildanna og forsetum bæjarstjórna. Ég er ekki að am- ast við forseta Islands. En einhvernveg- inn finnst mér kominn gal- skapur í syst- emið, þegar Sveinasam- band bygg- ingamanna í Reykjavík býr til forsetaem- bætti. Hvers- vegna er Sveinasam- band bygg- ingamanna í Reykjavík ekki eins lítilþægt og Sveinasamband skipasmiða, sem kallar sinn foringja bara for- mann? Og hvað vill Samband íslenzkra esperantista upp á dekk ? Það hefur Iíka búið til forsetaembætti, og forseti þess situr úti í Vest- mannaeyjum; það er hann séra Halldór Kolbeins. Ég veit ekkert tun orðgnóttina í esperanto, en ég þori að bölva mér upp á það, að esperanto á einhversstaðar í fór- um sínum einhvem annan titil en bara forseti. Það er nefnilega ekki hægt að titla alla foringja allra félaga forseta. Sem betur fer! ÉG mæli sumsé með þvi, að skipuð verði nefnd til þess að rannsaka, hvort forsetafaraJdur- inn sé ekki kominn út í vitleysu. Það eru kannski til menn, sem hafa gaman af að mæta tíu for- setum á einum degi, en það verð- ur þá að hafa það. Það getur ekki gengið, að annarhver lslend- ingur sé forseti. Ef nefnd verður skipuð, leyfi ég mér að stinga upp á því, að sneitt verði gjörsamlega hjá eftirfarandi samtökum: Sambandi íslenzkra bankamanna, Sálarrannsóknarfé- lagi lslands, Iþróttasambandi ls- lands, Alþýðusambandinu og Bandalagi íslenzkra farfugla. Þau em öll undir forsetum. Það fara forsetakosningar i hönd í Bandaríkjunum í haust (Hana! Forsetar enn!), og undir- búningur þeirra er að setja allt á annan end- ann. Það er sem sé lsomið upp úr kafinu, að nú er ekki nóg, að stjóm- málamenn liafi liðugt málbein og skýra hugsun. Þeir þurfa líka að vera sætir. Þetta er allt bannsettu sjón- varpinu að kenna. Sjónvarpstæk- ið er orðið heimilistæki þarna vesturfrá, og stjómmálamaður, sem eitthvað vill komast áfram í lífinu, verður veskú að láta sjón- varpa sér út og suður. ÉG birti hér mynd af Dean Acheson utanríkisráðherra, til þess að sýna, hvað ég á við. Svo er mál með vexti, að Dean er tal- inn með laglegri pólitíkusum bandariskum. Hann hefur karl- mannlegt yfirvararskegg, en það mun ganga í augun á kvenfólkinu. Hann er grannur og Iiðlega vax- inn; það er mikill kostur. Og hann er með hár á höfðinu, en það er ein sú albezta eign, sem stjórn- málamaður getur átt á þessum sjónvarpstímum. Ef þið trúið mér ekki, skuluð þið renna augunum andartak á kollinn á Eisenhower, forsetaefni republikana. Hann er vinsæll og brosmildur. En áður en hann gengur fram fyrir sjónvarpsvéi- arnar, má þessi lieimsfrægi mað- ur gera svo vel og púðra á sér hvirfilinn. Skalli líkist nefniiega postulínsdiski á hvolfi á sjón- varpstjaldinu. Það er að síðustu í frásögur færandi, að þegar Ridgvvay (sem sagt var frá í síðustu VIKU) kom fyrst til Parísar sem yfirmaður A-bandalags- ins, liöfðu kommúnist- ar hengt þar upp á hús- veggi urmul af spjöldum, sem á var rit- að: FARIÐ HEIM, BANDA- - RlKJA MENN! En Banda- ríkjamenn drepast aldrei ráðalausir, og sagan segir, að þeir hafi brugðið við bæði skjótt og vel. Eitt af fyrirtækjum þeirra sneri herferðinni upp í augíýs- ingaherferð fyrir sjálft sig, með þvi að senda menn á vettvang vopnaða málningu og penslum. Þegar þeir hurfu frá, stóð á spjöldunum: FARIÐ HEIM, BANDARlKJA- MENN — VIA PAN AMERICAN. G.J.Á. Ef þér viljið vera vissir um að fá VIKIJNA vikulega, þá er sjálfsagt að gerast áskrifandi. Áskriftargjald kr. 9,50 á mánuði. Skrifið nafn yðar og heimilisfang greinilega á þennan miða, og þér munið byrja að fá blaðið með næsta pósti: Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að VIKUNNI. Nafn .....................................;.............. Heimilisfang....................................... TU Heimilisblaðsins VIKUNNAR H.F., Reykjavík. Norge — Island | 1 Noregi, innan- \ lands eða öðrum í löndnm, getur hver i valið sér 1 gegnum Islandia, | bréfavin við sitt hæfi. Skrif- | ið eftir upplýsingum. BRffAKlÚBBURlNN DI Reykjavík § k ★ ★ kt LESIÐ I hinar dularfullu kynjasögur í = I SAMTlÐINNI. 10 hefti (320 bls.) I : árlega fyrir aðeins 35 kr. Sendið f i áskriftarpöntun, og þér fáið tíma- 1 1 ritið frá síðustu áramótum. Ár- | 1 gjald fylgi pöntun. Veróið fallega brún með N I V E A. Pað er mjög mikilvægt að líggja ekki í sólinni án þess fyrst aó' hafa smurt húðina vandlega með NIVEA cremi. Aðals atriðið er að venja sig smátt og smátt vió sólina og að vernda húðina með NIVEA cremi. Þeir sem vilja liggja lengi i sólinni og verða brúnir a skömm- um tíma, noti NIVEA ultrasoliu NIVEA er sjerstætt því að það inniheldur Euzerit, sem er skylt húðfitunni. (yyieð NIVEA c Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.