Vikan


Vikan - 28.08.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 28.08.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 33, 1952 11 Framhaldssaga : 25 Konkvest skerst í leikinn Eftir BERKELEY GRAY anlega ákaflega æstur yfir einhverju nýju her- bragði, eftir hávaðanum að dæma. „Ég held ekki að nokkurt augnablik megi miss- ast,“ tautaði Williams. „Hvers vegna var ég sá heimskingi að blanda mér í þessa vitleysu? Ekki þíirfti ég að bíða eftir kvöldverði í Litla Everdon. Ef ég hefði haft snefil af skynsemi til að bera, hefði ég skundað beint til London aftur . . . O-jæja! Hlustaðu á, Joy.“ Hann sneri sér að henni með áhyggjusvip. „Það væri heppi- legra, ef þú létir sjá á þér veikleikamerki. Ekki dugir að láta þennan æsta múg sjá, að brögð hafi verið i tafli." „Láttu mig um það,“ sagði frúin. Þau fóru inn í höllina — og kváðu þá við undrunaróp úr öllum áttum frá gestahópnum . . . „Það er Mary!“ „Hún er þá alls ekki dauð . . „>að er svo,“ tók Konkvest fram í og tók aftur upp látbragð og málvenjur von Haupt baróns. „Ég gerði þessa litlu skissu, já. Stúlkan nær sér — og það er gott.“ „Ef ég má segja mitt álit, þá vissuð þér mæta vel frá byrjun að hún var ekki dauð,“ sagði Fruity og hvessti augun á þau. „Hér hafa ein- hverjar breilur verið hafðar í frammi — og Rudy er þar potturinn og pannan.“ „Fallega gert, Fruity — ég hélt ekki að þú værir svo nærri hinu rétta,“ sagði Norman fliss- andi. „Engin ástæða til óróleika, piltar og stúlk- ur. Við verðum búnir að koma þessu í lag á svipstundu." Hann tók Joy við arminn og þau gengu saman upp breiða stigann, en allir gestirnir störðu steinhissa á eftir þeim. Hinar skjótu „ummynd- anir“ von Haupt baróns voru farnar að valda þeim ugg og óvissu. Þeim var farin að skiljast sú staðreynd, að baróninn var ekki allur þar sem hann var séður. Og Norman hafði þá þægi- legu aðstöðu, að geta látið sér hugsanir þeirra um sig í léttu rúmi liggja. „Við erum komin, — þetta er staðurinn, Bill.“ Konkvest stanzaði við franska glugga á skör- inni ofan við stigann. „Það eru veggsvalir úr steini hér fyrir utan — á miðri framhliðinni." „Jæja þá. Láttu mig tala við þá fyrst,“ sagði Williams hörkulega. „Bezt að þú sért viðbúin að koma út á svalirnar undir eins og ég kalla, Joy.“ Hann gekk hiklaust fram á svalirnar, stanzaði og leit niður yfir hina iðandi, æstu mannþröng hinum megin við hallarsíkið. 1 nokkur augna- blik veitti enginn honum eftirtekt og hann gat þvi i næði virt fyrir sér þetta býsnarlega sjón- svið. Flatirnar og trjágarðurinn framan við höll- ina var ein iðandi þvaga æstra og reiðra manna. Auk hinna heimagerðu blysa var nú búið að tendra nokkur bál og lýstu logarnir allt um kring rauðum vítisbjarma. Hann skildi fljótt hvernig stóð á þeirri nýju æsingu, sem griplið hafði menn, þegar hann hafði aðstöðu til að sjá at- hafnir múgsins. Stór hópur hraustlegra manna var að bisa við að draga að síkinu óvandaðan fleka — gerð- an úr brotnu grindverki með áföstum stólpum. Þetta var talsvert stórt flekán og líklegt til að fleyta tylft manna í einu þegar það væri komið á flot. Einbeitni og ákefð óróaseggjanna við að reyna að komast yfir síkið var fremur uggvekj- andi. Svo kom einhver auga á þrekvaxna manninn á svölunum og laust upp miklu ópi, 'en á eftir fylgdu þrumandi hæðnisöskur frá mannfjöldan- um. Williams sá að menn höfðu veitt honum at- hygli og gekk framar á svalirnar. „Þið þarna niðri, takið eftir, — ég er lög- regluforingi og hef áriðandi fréttir að færa . . .“ „Lygari! Haltu þér saman!“ „Hann er enginn lögreglumaður — þetta er náunginn, sem við sáum í Kóngshöfðinu.“ „Já, og hann sagðist ekki vera vinur Everdons, lygarinn sá arna!“ Annað reiðiöskur brauzt út, illilegra en hið fyrra. Nokkur augnablik kafnaði allt í óhljóðum. Williams reyndi aftur að láta heyra til sín. En það bar engan árangur. Steinar og moldarhnausar komu þjótandi neðan frá. Tveir steinar strukust rétt fyrir ofan Will- iams um leið og hann beygði sig. „Fíflin ykkar!“ öskraði hann i bræði. „Ég segi ykkur satt, ég er lögregluforingi. Þið vitið ekki allan sannleikann í þessu máli. Stúlkan, sem þið haldið að sé dauð . . .“ ★ ★★★★★★★★★★★ Hörkuleg, toginleit kona kom inn í skrifstof- una og heimtaði að ná taJi af forstjóranum. — Er hún lagleg? spurði hann sendilinn. — Já, mjög lagleg. — Vísaðu henni þá inn. * Þegar konan var farin, sendi forstjórinn um- svifalaust eftir sendlinum. — Þokkalegur fegurðarsmekkur, sem þú hef- ur, eða hitt þó Iieldur, sagði hann reiðilega. — Sannleikurinn er sá, sagði sendillinn, að ég hélt kannski hún væri konan yðar. — Og það er hún! hvæsti forstjórinn. ★ ★★★★★★★★★★★ Rödd hans kafnaði algerlega í hávaðanum, köllunum og öskrunum, sem bárust með svölu næturloftinu, eins og óveðurgnýr .Hinn æsti múg- ur ætlaði ekki að láta tefja fyrir sér á slíkri stundu, — þegar verið var að koma flekanum á flot og allt benti til þess að fjöldainnrás í höll- ina yrði bráðlega möguleg. „Bölvuð fíflin vilja ekki hlusta á mig!“ sagði Williams másandi um leið og hann hopaði af svölunum. „Hvað eigum við að gera nú, Kon- kvest? Þú ert svo fjandi slyngur, kannske þú getir stungið upp á einhverju ? Það sem við þörfn- umst mest núna, eru nokkrir raddmiklir hátal- arar!“ Norman var annars hugar. Hann stóð við hlið- ina á glugganum og horfði á dálitla þyrpingu unglinga sem komu hlaupandi yfir trjágarðinn. Um leið og aðalþyrpingin vék til hliðar fyrir þessum hóp, byrjuðu mikil hróp, og það var ber- sýnilegt að eitthvað sérstakt var þarna á ferð- inni. „Mér lízt illa á þetta, Bill,“ sagði Konkvest. „Allt saman bófar og angurgapar — ósvífnir, ábyrgðarlausir þrjótar, sem aðeins vilja valda sem mestri eyðileggingu. Það er þessi tegund manna, sem kemur á stað uppþotum á stjórn- málafundum, af tómri illmennsku.“ „Hugsaðu ekki um þá,“ sagði Williams ó- þreyjufullur. „Það eru þessir sveitalubbar og landbúnaðarverkamenn, þeir með flekann, sem við þurfum að hafa gát á. Þeir verða komnir yf- ii síkið á svipstundu.“ Orð hans köfnuðu í rámu öskri angur- gapanna, sem nú höfðu komizt fram á síkisbakk- ann. „Farið frá, hver og einn, ef þið viljið ekki verða fyrir meiðingum." öskraði fyrirliði flokks- ins hásum, hlakkandi rómi. „Þetta skal duga! Við ætlum að varpa nokkrum hlunkum af sprengi- efni inn um gluggana. Það kemur lífi í tuskurn- ar!“ Innan um samsinningarköllin og hvatningar- ópin blönduðust önnur hróp — mótmælaköll. Æstir miðaldra menn, er áður höfðu verið meðal hinna áköfustu i að brjótast inn í höllina, urðu allsgáðir á augabragði. „Hæ, Bert Mitchell, láttu þetta ógert!“ hróp- aði þreklegur bóndi. „Við viljum ekki hafa slíka þrælmennsku!" Þessu var auðvitað enginn gaumuf gefinn. Þótt angurgaparnir væru í minnihluta, þá höfðu þeir ráðin í þessu efni. Menn hopuðu frá, ótta- slegnir. Þeir sem næstir voru Bert Mitchell hlupu eins og byssubrenndir, þegar þeir heyrðu að hann væri með sprengiefni í fórum sínum. Konkvest skildist, að hann yrði að gera eitt- hvað að gagni á næstu sekúndunum, til þess að koma í veg fyrir þá ógurlegu hættu, sem yfir vofði. Honum var ljóst, að sprengingin gæti hæg- leg tortímt sér og þeim öllum, ef illþýðið reyndi að hæfa svalirnar og væri hittið . . . Hann skildi hina þungu ábyrgð, sem hvíldi á sér; hann hafði komið upphlaupinu af stað og hann varð að finna einhver ráð til að stöðva brjálæðið. Hann gekk út að brjóstvirkinu á svölunum . . . og Joy spennti greipar. Djöfullegt öskur kvað við, og Williams blótaði. Þetta tiltæki Konkvests var gersamlega tilgangs- laust . . . Skothvellur kvað við. Tiltæki Konkvests var furðulegt — og langt frá þýðingarlaust. Hann hafði dregið skamm- byssu upp úr vasanum og skotið viljandi upp í loftið. Hvellurinn var svo óvæntur, svo áhrifa- mikill, að þögn sló á múginn. Mönnum varð hverft við. Norman notaði strax tækifærið. „Komdu hingað Fía — fljótt!“ Hún stóð við hlið hans á næsta augnabliki. „Lítið á!“ kallaði Konkvest hátt. „Hérna er stúlkan, sem þið hélduð að væri dauð. Hún er ástæðan fyrir óspektum ykkar. Everdon drap hana ekki, eins og þið haldið.“ Hátt undrunaróp kvað við. Um leið kveikti Konkvest á vasaljósi sínu og lét birtuna leika um andlit og herðar konu sinnar. Hið friða and- lit hennar sást mjög greinilega og var þekkj-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.