Vikan


Vikan - 28.08.1952, Blaðsíða 14

Vikan - 28.08.1952, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 33, 1952 VORIÐ ER KOMIÐ Framháld af bls. 'íægri stéttar kvenna, samgróið stúlkunni, sem ber hin heilögu merki vinnunnar. Við horfðumst lengi í augu. Æ, hvílíkt vald hefur ekki kvenaugað! Hvað það æsir okkur, smýgur inn í okkur, nær tökum á okkur og rík- ir yfir okkur! En hvað okkur finnst það djúpt, fullt af dýrmætum loforðum. Þetta er kallað að horfa inn í hvors annars sál. Æ, herra minn, hvilík vitleysa. Ef við hefðum séð sál hvors annars, hefðum við farið varlegar en við gerð- um. Ég var samt alveg hertekinn, alveg vit- stola og ég reyndi að taka utan um hana, en hún sagði: „Láttu mig vera.“ í>á kraup ég á hné og jós yfir hana allri ástúðinni, sem var að kæfa mig. Hún virtist undrandi yfir breyting- unni, á hegðun minni og gaf mér hornauga, eins og hún vildi segja „A—ha, svona fer kvenfólk að leika á þig, gamli minn. Jæja, við skulum sjá hvað setur.“ HERKA minn, við erum viðvaningar í ástar- málum og konurnar slungnir kaupsýslu- menn. Ég hefði vafalaust getað sigrað hana þarna og ég sá seinna heimsku mína, en mig langaði ekki í konu, ég vildi ást, æðstu hugsjónina. Ég var viðkvæmur, þegar ég hefði átt að nota tíma minn til annars betra. Strax og hún hafði fengið nóg af ástarjátn- ingum mínum, stóð hún upp og við snerum við til Saint-Cloud. Ég skildi ekki við hana fyrr en við komum til Parísar; en hún var svo hrygg á heimleiðinni, að ég spurði hana að lokum, hvað amaði að henni. „Ég er að hugsa um,“ svaraði hún, „að þetta hefur verið einn af þeim dögum, sem við eigum svo sjaldan um æfiria." Hjartað í mér barðist svo ákaft, að ég hélt að það myndi springa. Ég hitti hana næsta sunnudag, þar næsta sunnudag og á hverjum sunnudegi. Ég fór með hana til allra þekktra staða fyrir elskendur. Og litla folaldið þóttist í staðinn elska mig, þangað til ég missti alveg vitið. Þrem mánuð- um síðar giftumst við. Við hverju er að búast, herra minn, þegar maður býr einn, án nokkurra ættingja eða ann- arra til að leyta ráða hjá? Maður segir við sjálf- an sig: En hvað lífið væri indælt með eiginkonu. Og svo giftist maður og eiginkonan skammar mann frá morgni til kvölds, skilur ekkert, veit ekkert, blaðrar sifellt og syngur hástöfum lagið um Musette (Æ, hve lagið um Musette getur orð- ið þreytandi!), rífst við kolakarlinn, segir dyra- verðinum alla smámuni heimilishaldsins, trúir þjónustustúlku nágrannans fyrir trúnaðarmálum svefnherbergisins, ræðir um mann sinn við búðar- fólkið og er svo full af heimskulegum sögum, bjánalegri trúgirni, af einkennilegum hugmynd- um og afskræmdum hégiljum, að ég — því allt sem ég hefi verið að segja á einkum við mig sjálfan — felli uppgjafartár í hvert skipti sem ég tala við hana.“ Hann hætti, því hann var orðinn móður og mjög hrærður og ég leit á hann, því ég kenndi í brjósti um þennan vesalings óbrotna mann. Ég ætlaði að fara að svara honum einhverju, þegar báturinn stanzaði. Við vorum komnir til Saint- Cloud. Litla stúlkan, sem ég hafði orðið svo hrifinn af, reis upp til að stíga á land. Hún gekk fram hjá mér, gaut til mín augunum og sendi mér í laumi eitt af þessum brosum, sem gera mann viti sínu fjær. Svo steig hún upp á landgöngu- brúna. Ég stökk af stað til að elta hana, en sam- ferðamaður minn greip í handlegginn á mér. Ég sleit mig samt lausan, en þá þreif hann í frakka- lafið mitt og ríghélt-i mig um leið og hann sagði: „Farðu ekki! Farðu ekki!“ svo hátt, að allir litu við og hlógu, en ég stóð eftir hreyfingar- Xaus og reiður, því ég þorði ekki að valda hneyksli 636. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1. hræða. — 4. undir- förul. — 8. matreiða. — 12. trjáa. — 13. hrós. — 14. hópur. — 15. ber. — 16. borðandi. — 18. vind- urinn. — 20. jurt. — 21. auð. — 23. eyktarmark. — 24. skip. — 26. meðal- hóf. ■—• 30. neyðarkall. — 32. biblíunafn. — 33. forskeyti. -—- 34. op. -— 36. klaufar. — 38. gera að gamni sínu. — 40. nagdýr. — 41. smábýli. — 42. kvennsköss. -— 46. í sundur. — 49. lagði eið. — 50. ana. — 51. skriðkvikindi. — 52. nóg. — 53. helgisetrin. -—■ 57. ætijurt. — 58. band. — 59. veiðarfæri. — 62. mannsnafn. — 64. ekki neinir. — 66. vatnsílát. —- 68. tónverk. — 69. gruna. — 70. veið- arfæri. — 71. blundur. — 72. blautur snjór. — 73. á hundi. ■— 74. langt nef. Lóðrétt slcýring: 1. ótvíræð. — 2. athygli. — 3. karldýr. — 4. blástur. ■— 5. sjáir ofsjónum yfir. — 6. gerir við. — 7. smælki. — 9. verkfæri. — 10. ílát. ■— 11. hryggir. — 17. höfuðborg. — 19. fugl. —• 20. meiðsli. — 22. tannholdsbólga. — 24. óað- finnanleg. — 25. eldsneyti. — 27. ílát. — 28. haf. — 29. hrúga. — 30. svarkur. — 31. árstíð. — 34. nákvæm. — 35. stafur. — 37. ferskur. — 39. gagn. — 43. vigtaði. — 44. skel. — 45. höfðingsskapar. — 46. undirstaðan. — 47. þrír eins. — 48. viðkvæm. — 53. ellilega. — 54. for- nafn. — 55. líkamshluti. — 56. byssugarm. — 57. frásögn. — 60. mæla. — 61. jurt. -— 63. sjór. — 64. hjálparsögn. — 65. knýi bát. — 67. ræktað land. Lausn á 635. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. nýræktin. — 6. Sikill. — 9. leit. — 10. tak. — 11. rein. — 13. aumleg. — 15. kal- innar. — 17. aur.— 18. kórs. — 20. nóruna. — 24. niðir. — 25. nórung. — 27. nóur. — 29. stinn. — 31. Adams. — 32. liðu. — 33. frakki. -— 35. askar. — 37. rangar. — 40. munt. — 41. kal. — 43. smekkvís. — 46. rannst. — 48. nota. — 49. tík. — 50. uggr. — 51. nostur. — 52. dritaðir. Lóðrétt: 1. natinn. — 2. rokkur. — 3. karl. — 4. ilin. — 5. nenna. — 6. starri. — 7. ill. — 8. legusárs. — 12. Einar. — 14. makindin. — 16. aungva. — 19. óróa. — 21. ótti. — 22. unn- ustan. — 23. nón. — 26. umfram. — 28. umla. — 29. slembran. — 30. iðan. — 31. aka. — 34. krökt. — 36. akstur. — 38. gustað. — 39. rösk- ur. — 42. lengd. — 44. korr. — 45. vatt. — 47. nös. eða verða til athlægis, og gufubáturinn lagði af stað. Litla stúlkan á bryggjunni leit vonsvikin á mig, en ofsækjandi minn neri saman höndum og hvíslaði: „Þú verður að viðurkenna það, að ég hefi gert þér mikinn greiða." Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilisfangi kostar 5 krónur. “W KRXSTÓFER R. MAGNÚSSON (við stúlkur 13—14 ára), Hlíðardalsskóla, ölfusi, Árnessýslu. — FRIÐBJÖRG INGIBERGSDÓTTIR (við pilta 18—25 ára), Diúpavík, Strandasýslu. — GUÐ- MUNDA S. HALLDÓRSDÓTTIR (við pilta 18— 25 ára). — JÓHANNA THORARENSEN (við pilta 18—25 ára), allar á sama stað. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. Bulova-úrin eru úr bezta stáli heimsins og auk þess er geysidýrt að vinna fína hluti úr stáli. 2. Emily, Charlotte og Anna Bronte. 3. Skeiðhrífa var notuð hér á landi til að ná kræklingi á nokkru dýpi. 4. Faust eftir Gounod, Forleikur að Faust eftir Wagner, Faust symphonia eftir Liszt, Dam- nation de Faust eftir Belioz og Mephisto Walz eftir Lizt. 5. Til að koma í veg fyrir að peningurinn létt- ist við að skafið sé utan af honum. 6. Nei, en hann var fyrsti maðurinn sem flaug þessa leið einn. 7. Yehudi Menuhin. 8. Smjaður. 9. Beatrice Beccett, dóttir Beccett eiganda „Yorkshire Post“. 10. 1918. . t

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.