Vikan


Vikan - 28.08.1952, Blaðsíða 13

Vikan - 28.08.1952, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 33, 1952 13 HANN STAL EINNI MILLJÚN! ISIÐUSTU VIKU var sagt frá Willie Sutton, manninum, sem orðið hefur frægur fyrir að brjótast út úr Steininum. En fyrir skemmstu kom annar bófi mjög við sögu í frétt- um Bandaríkjablaðanna: Gerhard A. Puff bankaræningi, sem yfirvöldin höfðu meðal annars elt mánuðum saman fyrir að stela 62,000 dollurum (rúmlega milljón krónum) úr banka í Kansas. Þetta rán framdi Puff í nóvember síðastliðnum, og síðan hef- ur hann verið ofarlega á lista banda- risku leynilögreglunnar yfir stór- glæpamenn. En snemma í þessum mánuði náði hún honum svo loks, þó ekki fyrr en eftir talsvert sögulega viðureign, þar sem einn af lögreglu- mönnunum beið bana. Leynilögreglan komst á snoðir um það 20. júlí, að Puff og félagi hans, Heroux að nafni, hefðu sest að í hóteli í New York ásamt tveimur vinstúlkum sínum. Var þá brugðið við skjótt og settur vörður við hótel- ið, en þó ekki flanað að neinu, enda ákveðið að taka mennina lifandi. Þegar lögreglan lét til skarar skríða, varð hún samt fyrir óvæntum vonbrigðum. Fuglarnir voru flognir, höfðu sagt upp herbergjum sínum 1 hótelinu fyrir tveimur stundum. Það var allsendis óvíst, sagði hótelstjór- inn, að þessir tveir skrítnu gestir hans kæmu aftur, þó gæti lögreglan biðið, ef henni svo sýndist. Lögreglan beið — og tveimur dögum síðar birt- ist Puff aftur á sjónarsviðinu. Leynilögreglumennimir fóru sér enn að engu óðslega. Þeir vissu, að Puff var vopnaður, létu hann óáreitt- an, þegar hann bað um lykilinn að herberginu sínu fyrrverandi og fór upp í lyftunni. Hinsvegar var ákveð- ið að taka hann, þegar hann kæmi niður aftur, og lögreglumennimir tóku fram byssur sínar og komu sér fyrir á víð og derif um anddyri hótelsins. Einn þeirra húkti bak við hurð andspænis lyftunni — og beið eins og hinir. Það var þessi maður, sem féll fyrir marghleypu glæpámannsins. Því hann var varla fyrr kominn í fylgsni sitt, en Puff birtist í dyrunum fyrir aftan hann; hann haföi valið stigaleiðina niður í anddyrið, en ekki tekið lyft- una, þegar hann einhvernveginn komst að því, að hann var genginn í gildru. Og nú gerðist margt í sömu and- ránni. Puff skaut fimm skotum á lögreglumanninn andspænis lyftunni, ruddist svo fram anddyrið með byss- una á lofti. Hann notaði hana óspart og stefndi að dyrunum út á götuna og hugðist komast þannig undan. En leynilögreglumennirnir voru við þessu búnir. Þeir hófu skothrxð á flótta- manninn, og ein kúlan hæfði hann í fótinn. Hann kipptist við, tókst ein- hvernveginn að reika út um dyrnar, en hneig þar til jarðar á gangstétt- ina. Þar var hann tekinn, og nú var ákæran ekki bankarán heldur morð að yfirlögðu ráði JOAN CRAWFORD FRÁ H0LLYW00D Hún var fátækur á hún aödáendur FYRIR rösklega 25 árum innrit- aðist ung stúlka í Stephens College í Bandaríkjunum, og þegar talið barst að skólagjaldinu, kom í ljós, að hún átti ekki nógu mikla peninga. Svo hún fékk að vinna fyrir gjaldinu að nokkru leyti, með því að þjóna hinum stúlkunum til borðs; það er að segja: þegar þær settust að snæðingi, þá klæddist hún búningi þjónustustúlkunnar og bar þeim mat- inn. Hún gat sárasjaldan farið út að skemmta sér, og til þess bar einkum tvennt: hún átti enga peninga aflögu og hún átti nærri ekkert af fötum. Hún gekk að mestu í gömlum föt- um skólasystra sinna, sem þær voru orðnar leiðar á og gáfu henni. Nú er hún hinsvegar talin ein bezt Hún safnar líka börnum Joan Crawford er að því leyti lík öðrum bandarískum bíó-Ieikkonum, að híin hefur safnað eiginmönnum. Hún er þrígift. En hún hefur líka safnað bömum, tekið nokkur í fóstur og gengið þeim í móð- urstað. í útlendum bókum um kvikmyndaleikara segir, að Joan sé rúmlega 162 senti- metrar á hæð, með rauðbrúnt hár og brún augu. klædda kona veraldarinnar, og kyn- systur hennar um allan heim stæla kiæðaburð hennar. Hún heitir Joan Crawford og á heima í Hollywood. Nú má segja, að lífið leiki við þessa konu. En hún er ekki orðin auðug og heimsfræg fyrirhafnar- laust. Hún hefur verið allslaus og ein- mana, oftsinnis ekki átt peninga fyrir einni máltið. Og hún hefur unn- ið fyrir sér frá blautu barnsbeini. Vildi verða fræg og rík. Hún fæddist í sveitaþorpi í Okla- homa. Þar muna menn eftir henni sem röskri dugnaðarstelpn, sem átti í fullu tré við strákana á staðnum. Þar kom hún í fyrsta skipti fram á leiksviði: hún og leiksystkini henn- ar bjuggu sér til ,,senu“ úr gömlum trékössum, og svo voru leikin leik- rit. einstæðingur, nu um allan heim. Hún gerði það upp við sig í þorp- inu þarna, að einhverntíma skyldi hún verða fræg og rík. Hún segist hafa heitið því á sjálfa sig að eign- ast rauðan flauelskjól og gullskó og stóran hatt með strútsfjöðrum! Joan var átta ára, þegar móðir hermar fluttist til Kansas City og kom henni fyrir í klaustri, þar sem hún varð að vinna fyrir uppihaldi sínu. Hún varð að hjálpa til við hreia- gerningu á fjórtán herbergjum, að- stoða í eldhúsi, þvo matarílát 25 barna og hátta þau og koma þeim í rúmið. Hún klæddist vinnubúningi klaustursins og svaf í stórum svefn- skála með hinum börnunum. Allslaus í ókunnri borg. Það var sex áx’um siðar sem hún afréð að reyna að ganga menntaveg- inn. Það var þá sem hún fékk inn- göngu í Stephens College gegn greiðslu í eigin vinnu. Hún hefur sjálf sagt frá því, hvernig sumar skólasystur hennar litu hana horn- auga vegna þjónshlutverksins. En í dag er skólinn hreykinn af henni, og i matsal hans er stór mynd af henni og undir þessi áletrun: Hér gekk Joan Ci’awford einu sinni um beina. Það var í skólanum sem hún tók þá ákvörðun að reyna að dansa sér til fjár og frama. Hún greip þess- vegna tækifærið feginshendi, þegar henni bauðst danshlutverk hjá ferða- leikflokki. Tveimur vikum síðar fór fyrirtækið á höfuðið og Joan stóð allslaus uppi í ókunnri borg. En hún gafst ekki upp. Einhvern- veginn tókst henni að fá nokkra doll- ara að láni, komst til Kansas City, vann þar og lagði fyrir og hélt þar- næst til Chicago. Þegar þangað kom, átti hún eftir tvo dollara. Hún þorði ekki að eyða þgim, svo hún borðaði ekkert þann daginn. Samkeppni um nýtt nafn. Hún fékk vinnu við að dansa i vínstofu, komst svo tíl New York og dansaði þar í hópsýningum í Winter Garden. Þar tók Hollywood- maður eftir henni, sendur út af örk- inni fyrir M.G.M. kvikmyndafélagið til þess að leita að vænlegum leik- araefnum. Nokkrum vikum síffar var hún komin til Hollywood og búin að undirrita samning, sem tryggði henni 75 dolara laun á viku. Og þegar hér var komið, skipti hún um nafn. Réttu nafni hét hún Lucille LeSueur. Það fannst kvikmyndamönnunum afleitt nafn. Og svo var efnt til verðlauna- samkeppni um nýtt nafn á þessa óþekktu stúlku, þúsundir tillagna bárust og Joan Crawford varð fyrir valinu. En hún átti ennþá langt í land. Hún fékk nokkur smáhlutverk, tók þátt í hópsenum, var um skeið staðgeng- ill Norma Shearer. Hollywood-stjörn- ur hafa nærri allar staðgengla. Stað- genglarnir ,,leika“ stjörnurnar, þegar fjarlægðin frá myndavélunum er svo mikil, að það er hvort eð er óger- legt að greina andlit leikarans á sýningartjaldinu. Líka „leika“ stað- genglar oft í þeim senum, þar sem andlit aðalleikarans þarf ekki að sjást, en sem hafa i för með sér óvenjumikið ertiðí, Cpægindi og jafnvel hættur. Hún skipti nm gerfi. Joan Crawford gerði sér ljóst, að í þessu var engin framtíð. Svo hún greip einn góðan veðurdag til þess ráðs að gerbreyta persónu sinni. Hún skipti algjörlega um gerfi, ef þannig mætti orða það. Hún var ekki nógu grönn -— svo hún svelti sig. Hún hætti að leggja megin- áhei-zlu á dansinn, tók í þess stað tíma í frönsku, ensku og söng. Og hún lagði meira að sér en nokkru sinni fyrr. Og smásaman fór hlut- verkunum að fjölga og letrið að stækka í nafninu hennar á auglýs- ingaspjöldunum. Og svo — allt í einu — var hún orðin fræg. Joan Crawford segir sjálf, að enn i dag skilji hún ekkert í þeirri ger- breytingu, sem orðið hefur á fflR hennar. Hún fæddist bláfátæk; nú er hún auðlxg. Hún átti fáa vini; nú er hún um- kringd — já, umsetin — af hópi að- dáenda. Hún þótti ófrítt barn; nú telja margir hana eina fegurstu leikkon- una í allri Hollywood. • í NÆSTl) VIKll: Basil Zaharoff, dularfulli milljónamæringurinn, sem lifði á því að aðrir létu lífið!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.