Vikan


Vikan - 28.08.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 28.08.1952, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 33, 1952 Þegar Kínverjinn vakti konuna (o. fl. sögur) Str SAGA er sögð um ungan Englend- ing, sem hafði góða stöðu hjá brezku olíu- félagi í Kína (áður en fór sem fór), að hann hafi farið í frí til Englands, hitt þar yndislega stúlku og gifzt henni. Að fríinu loknu, héldu ungu hjónin af stað til Kína, og á ieiðinni sagði Englendingurinn kon- unni sinni frá framtíðarheimili þeirra. „Húsið er á dásamlegum stað,“ sagði hann, „og í því eru öll heimsins þægindi. Og svo hef ég kínverskan þjón, sem er hreinasta gersemi. Þú þarft ekki að hreyfa til hend- inni. Ling sér um alla skapaða hluti; hann hefur reynzt mér alveg ómetanleg hjálp.“ SvTo komu ungu hjónin á leiðarenda og unga frúin skoðaði húsið og heilsaði upp á fyrirmyndarþjóninn. En daginn eftir kvaddi maðurinn hennar með kossi, áður en hann hélt til vinnunnar. „Sofðu eins lengi og þér sýnist, ástin mín,“ sagði hann. „Ling sér um allt, sem gera þarf.“ Þrem stundum síðar vaknaði unga frúin við það, að Ling stóð við rúmið hennar og ýtti blíðlega við henni. „Nú kominn tími til að klæða sig og fara heim, fröken,“ sagði hann. ! ! ! VlÐ iásum líka nýlega aðra sögu um annan Englending, sem gerði sér ferð til vinar síns í annarri borg. „Jack“, sagði hann, „þú mátt tU að lána mér 5,000 krón- ur.“ „Nei, John,“ svaraði Jack, „svarið er afdráttarlaust nei.“ „En Jack þó,“ hróp- aði vinur hans, „þú hlýtur að vera að gera að gamni þínu! Hver bjargaði þér frá gjaldþroti 1929, þegar þú varst að því kom- inn að tapa aleigunni?“ „I>ú,“ játaðl Jack. „Og 1931, þegar Joan dóttir þín veiktist svona hastarlega, hver fór þá með hana til Ameriku, af því þú varst sjálfur Iasinn?“ „Þú, John.“ „Og hver bjargaði lífi þínu 1937, þegar þú dattst í höfnina í Hull? Hver bjargaði lífi þínu þá?“ „Þú, John.“ „Jæja, Jack, hvernig 1 ósköpunum geturðu þá neitað mér um þetta lítilræði, þegar þú veizt að mér bráðliggur á því ?“ Jack dæsti. „Þetta er alltsaman gott og blessað, John,“ sagði hann, „en hvað hefurðu gert fyrir mig upp á síðkastið?“ ! ! ! ElNHVER maður nákominn Bakka- bræðrum á að hafa keypt sér bók um „tilbúin hús“ og orðið svo hrifinn, að hann tók aleigu sína úr bankanum samdægurs og pantaði eitt. Nokkmm vikum síðar skrifaði liann framleiðandanum svæsið skammarbréf: húsið var svikið frá kjallara upp í kvist. Eftirlitsmaður verksmiðjunn- ar fór samstundis á staðinn, og þegar hann sá húsið, öskraði hann: „Asni og fífl! Þú hefur reist húsið á haus!“ „Nú, er það þá ekki annað?“ ansaði kaupandinn. „Síst að furða, að ég skyldi alltaf vera að detta niður af svölunum." anlegt fyrir þá sem næstir stóðu. Það vildi svo til, að tveir eða þrír af hallarþjónunum voru einmitt staddir þarna í fremstu röð. „Hver þremillinn! Þetta er rétt!“ „Það er Mary!“ Orð þessara manna, sem sögð voru í undrunar- tón, voru mikil guðs mildi, því margir þeirra er næst stóðu heyrðu þau. Nýr undrunarkliður færðist yfir mannfjöldann. „Taktu við, Bill,“ sagði Konkvest fjörlega. Williams lét ekki á sér standa, — hann gladd- ist af því að Konkvest skyldi kalla sig til lið- veizlu. Sem fulltrúi laganna hafði hann miklu meira vald til að fást við mál af þessu tagi, en hinn ímyndaði von Haupt barón. „Hvað sem fjandskap ykkar til Everdons lávarðar líður, góðir vinir, þá er þessi uppreisn ykkar gegn reglum og siðferði mjög heimsku- leg,“ hrópaði Williams og komst að efninu með viðeigandi hraða. „Kallið mig lygara, ef þið viljið, en ég er Williams yfirforingi frá Scotland Yard, — og ég ræð ykkur til að trúa mér.“ Dauðaþögn . . . „Mér er kunnugt, að Everdon hefur vakið hat- ur manna í þessu héraði, og ég hef samúð með ykkur,“ hélt hann áfram. „En hvað gott getur leitt af brennu og ránum? Hafið þig hugsað um afleiðingarnar ? Með slíku heimsku-brjálæði svift- ið þið saklaust fólk vinnu sinni og eyðileggið fagra og fræga byggingu, sem hefur staðið af sér storma fjögurra eða fimm alda. Hættið þess- um heimskulegu fyrirætlunum og farið með friði og spekt heim til ykkar.“ Hann undraðist mælksu sína. Það heyrðist sam- þykkissuða frá nokkrum hluta mannfjöldans, en aðrir voru ekki eins fljótir að láta sér segjast. Bert Mitchell og flokkur sá er stóð að hinu fyrir- hugaða sprengjutilræði var sérstaklega vonsvik- inn. Þeir hófu upp áköf andmælahróp — en mönnum til undrunar var þaggað niður í þeim af hóp ungra vinnumanna, sem hópuðust að þeim. Williams, sem stóð á svölunum og fylgdist með öllu, tók eftir breytingunni; hann skildi að hit- inn var að fjara út úr hugum manna. „Þið komuð hingað af skökkum forsendum," hrópáði hann eins hátt og hann gat. „Lítið á stúlkuna hérna. Hún er dálítið föl og eftir sig — það er allt og sumt. Á morgun, þegar skyn- semi ykkar hefur náð yfirhöndinni, mun ykkur skiljast, að fall hennar út um gluggann orsakað- ist af slysni einni saman.“ „Nei, lávarðurinn hrinti henni." „Everdon lávarður er slæmur, en hann gerði stúlkunni ekki mein!“ hélt yfirforinginn áfram. Hamingjan góða! Haldið þið að ég standi hérna og segi ykkur helber ósannindi? Bg er fulltrúi laganna og ég segi ykkur það satt, að Everdon lávarður átti enga hlutdeild í því að stúlkan datt. Þið mynduð alls ekki hafa komið hingað, ef þessi heimskulega skröksaga hefði ekki komizt á kreik. Verið nú öll saman svo skynsöm að fara heim í friði.“ „Herrann hefur rétt fyrir sér, piltar," kallaði maður einn. „Við höfum hagað okkur eins og kjánar." „Víst höfum við gert það,“ hrópaði annar. „Og að því er skiptir þig, Bert Mitchell, með sprengi- efnið, ræð ég þér til að henda því í hallarsíkið, áður en þú verður sjálfur fyrir meiðslum." Nokkrir angurgapanna úr flokki Bert Mit- chells tæmdu vasa sína í flýti og það sáust marg- ar skvettur á yfirborði síkisins. Hinir, sem treg- ari voru til að hverfa frá fyrirætlun sinni fylgdu fordæminu og þegar forsprakkinn sá hvað verða vildi, gerði hann hið sama. „Farið nú allir góðfúslega heim,“ hélt Williams áfram og varð sýnu léttara við þennan gang málanna. „Eitt atriði er þó rétt að þið fáið vit- neskju um — einkanlega nokkrir ykkar, sem áttuð á hættu að vera ákærðir fyrir morð.“ Hann talaði af miklum alvöruþunga og það varð stein- hljóð. „Nokkrir ykkar frömdu það brjálæði að taka Everdon höndum og hengja hann. Þið getið þakkað ykkar sæla fyrir að við undirforingi minn og ég komum þarna að rétt á eftir, skárum á snöruna og björguðum þannig lífi lávarðarins.“ Williams gerði sér engar grillur yfir því að segja dálítið ósatt, því að orð hans höfðu hin æskilegustu áhrif. Hálfkæfð fagnaðaróp heyrð- ust frá þeim, sem verið höfðú andvígir öllu of- beldi í aðförinni. „Everdon lávarður hefur nú horfið burt úr héraðinu til einhvers ókunns staðar,“ sagði yfir- foringinn. „Mér segir svo hugur um, að þið munið ekki sjá hann aftur I langan tíma — og kannske aldrei framar. Þið getið reitt ykkur á að ritari lávarðarins, von Haupt barón, mun sjá svo um að ekki verði send nein kæra til lögreglunnar hér á staðnum. En því aðeins þó, að þið tvístrist þegar í stað.“ Hin rólega og valdsmannlega framkoma og skynsamlegar fortölur yfirforingjans hrifu eins og töfralyf. Nokkrar af konunum voru þegar farnar í burtu og sumir karlmannanna fóru nú líka að hypja síg, hálfkindarlegir á svip. Tom Porkkiss og illþýði því er honum hafði fylgt, létti stórum við orð yfirforingjans, því þeir höfðu allir verið dauðskelkaðir yfir ódæði sínu, eftir að mesti vígamóðurinn rann af þeim; þeim varð ljóst, að þeir höfðu gerzt sekir um morð. „Þetta heppnaðist, Bill, —■ en engu mátti muna,“ sagði Konkvest glaðlega. „Mér leizt illa Þessi auglýsing birtist nýlega í blaði í North Conway í Bandaríkjunum: „Tengdamamma vænt- anleg í næstu viku. Vantar gamlan legubekk (þarf ekki endilega að vera þægilegur). Upplýsingar í síma 25413.“ á piltana með sprengiefnið. Augnablik var um líf og dauða að tefla.“ „Jæja, ég vona að þú sért ánægður," muldraði Williams og dæsti. „Algerlega, þökk — og þú veizt ekki nema hálfan sannleikann," sagði Norman hlæjandi. „Þú ætlar ekki að setja mig i fangelsi, Bill, eða hvað? Þegar til alls kemur, hefur ekkert lögbrot verið framið." „Eg mun tala við þig síðar,“ sagði Williams hörkulega. Hann leit einu sinni út yfir grasvellina og trjágarðinn, áður en hann fór. Það sem hann sá, gerði hann rólegan og ánægðan. Múgurinn var ekki lengur skríll, —• þarna var aðeins dreifð- ur mannfjöldi, sem þokaðist með kyrrð og spekt heim á leið. Niðri í stóra forsalnum voru þau Williams og Konkvesthjónin umkringd af gestum lávarðar- ins, er voru æstir og hrifnir yfir gangi málanna. Þeir voru óðamála í þakklæti sínu og hamingju- óskum — og margir þeirra báðu Bill Williams afsökunar á fyrri framkomu sinni. Yfirforinginn leit á þá með nokkurri fyrirlitningu. Flestir þeirra voru mjög ungir . . . Ef til vill gat þetta ævintýri haft bætandi áhrif á þá. „Auðvitað kemur það mér ekki við,“ sagði Williams höstuglega, „en ég vona að þið takið ekki illa upp, þótt ég ráði ykkur til að hætta að bindast vináttuböndum við menn af líku tagi og Everdon lávarður." „Drottinn minn dýri! Vissulega munum við ekki misvirða þetta, hr. Williams," sagði Fruity af ákafa. „Við höfum verið erkiheimskingjar, og skiljum það nú. Þetta hefur kennt mér ýmislegt sem ég gleymi ekki fyrst um sinn.“ „Sömuleiðis mér!“ var hrópað í kór. „Jæja, það er engin ástæða fyrir ykkur að fara héðan í nótt, nema þið óskið þess,“ hélt yfirforinginn áfram. „Hættan er um garð geng- in, og mér þykir líklegast að þjónustufólkið komi brátt aftur . . „Nokkrir þjónanna eru þegar komnir," sagði Davidson undirforingi, sem kom utanað. „Og veistu hvað ? Sveitarlögreglan er komin — marg- menn. Einmitt þegar allt er búið.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.