Vikan


Vikan - 25.09.1952, Blaðsíða 3

Vikan - 25.09.1952, Blaðsíða 3
VTKAN, nr. 37, 1952 3 Er RITA HAYWORTH gifta sig einu sinni búin að of oft? rlSIR áhrifamenn í bandaríska kvikmyndaiðnaðinum hafa látið í það skina síð- ustu vikurnar, að leiklistarferli Ritu Hayworth væri að ljúka. Þessir menn full- yrða, að það sé blátt áfram orðið of áhættusamt fyrirtæki að stofna til kvik- myndatöku með Ritu í aðalhlutverkinu. Þeir segja, að hún hirði æ minna um gerða samninga; framleiðandi, sem ráði hana til vinnu, geti alveg eins átt von á því, að hún geri verkfall einhversstaðar um miðja mynd. Hún skuldaði um skeið sama kvik- myndafélaginu níu myndir. Þó játa þessir menn, að ,,dýrmætari“ leikkona hafi sennilegast aldrei verið uppi í heiminum. Með þessu lýsingarorði eiga þeir við verðmæti hennar á kvikmynda- markaðinum, þ. e. að nærþví engin kvik- myndastjarna hafi nokkru sinni fengið eins marga menn til að eyða eins mörg- xun aurum í bíóferðir. En nú segja þeir faglærðu sumsé, að stjarna Ritu sé að dala. Og þeir kenna þetta giftingunum hennar og auðæfum. líún var skírð Margarita Cansino. Svo tók hún sér kvikmyndanafnið Rita Hayworth. Og síðan hefur hún tekið sér þrjú nöfn ðnnur, þó hún noti þau ekki, nöfn mann- anna sinna að hætti engilsaxa. Þeir hétu (í réttri röð): Judson, Welles og Aly Khan. Aly, eiginmaður númer þrjú, er sonur Aga Khan, auðugasta manns heimsins. Orson Welles (númer tvö) er leikari, blaðamaður og rithöfimdur. Og Judson (sá fyreti) er verzlunarmaður. Skalli og fallegur vöxtur Eiginlega fór Judson bezt út úr við- skiptum sínum við Ritu. Sumir þakka honum það, að hún varð „stjama.“ En Rita segir sjálf, að hann hafi tekið hana fyrir konu og hjálpað henni áleiðis að- eins í hagnaðarskyni. „Hann leit á mig sem hverja aðra verzlun- arvöru,“ segir hún. Og nokkuð er það, að þegar Rita ósk- aði eftir skilnaði frá Judson, þá varð hún að kaupa sér frelsi fyrir talsverða fjár- upphæð. Eins og al- kunnugt er, er þetta nærri því undantekn- ingarlaust öfugt. Rita var 18 ára, Judson 45 ára, þeg- ar þau gengu í hjónabandið. Judson var sköllóttur verk- smiðjueigandi með góð sambönd. Rita var efnileg ung stúlka með óvenju- fallegan vöxt. Judson kynnti hana fyrir ,,réttu“ fólki, fór með hana í samkvæmi, sá um að blaðaljós- myndararnir gleymdu henni ekki. Hann kenndi henni líka að velja sér föt, og það var hann sem réði því, að hún litaði hár- ið á sér rautt. En hún var dökkhærð, þeg- ar þau kynntust. Taugarnar biluðu hjá prestinum Gifting númer tvö vakti mikla athygli. Þá var Rita orðin heimsþekkt. Það var sagt, gð hún og Victor Mature væru leyni- lega trúlofuð. En svo var hann kallaður í stríðið, og einn góðan veðurdag var Orson Welles orðinn staðgengill hans. Kunnugir segja, að Mature hafi orðið mikið um þetta, og Rita og Orson verið svo taugaóstyrk hjá klerkinum, að eng- inn hafi fengist almennilega til að trúa því, að þetta væri ekki fyrsta hjónaband- ið þeirra! Móðir Ritu lét blaðamönnunum svo í té viðeigandi eftirmála. Þegar hún frétti um giftinguna, sagði hún: „Ég vildi hún hefði látið mig vita. Við ætluð- um að borða saman í kvöld.“ Þessi gifting kom af stað fyrstu stóru deilunni hennar við kvikmyndaframleið- endurna. Félagið, sem hún þá vann hjá, bauð henni nærri eina og hálfa milljón króna, ef hún bara vildi hætta við að fara í hveitibrauðsferð til Evrópu. Rita Þetta er atriði úr einni af nýrri myndum Ritu. Þetta er litmynd frá Celumbia. Glenn Ford er líka í myndinni, en hún heitir á enskunni The Loves of Carmen. neitaði og bætti við, að henni stæði ná- kvæmlega á sama, hvort hún kæmi nokkurntíma oftar nálægt kvikmyndum. Hneykslið gaf 50 milljónir Og svo kom þriðja giftingin. Rita var þá orðin vinsælasta leikkonan í Holly- wood (á miðasölumælikvarða) og móðir í þokkabót. Hún átti dóttur með Orson sínum, og sumir héldu að dóttirin mimdi ,,bjarga“ hjónabandinu. En það var öðru nær. Því þegar Aly Khan birtist á sjón- arsviðinu, mátti Rita ekki einu sinni vera að því að bíða eftir hann skildi við kon- una sína. Þau lögðu upp í lúxusferðalag um Evrópu, tiltækið vakti hneyksli í Bandaríkjunum og voldug kvennasamtök vestra bjuggu sig undir að segja henni stríð á hendur og „banna“ myndimar hennar. En þegar Aly fékk skilnað frá konunni sinni og giftist Ritu, féll allt í ljúfalöð. Þetta var 1948. Og þessi ósvikni Holly- wood-„rómans“ endaði — fyrir suma parta — eins og dásamlegt æfintýri. „Hneykslið“, sem kennt var við Ritu, og svo hin yfirvofandi bannfæring, hafði nefnilega þau ágætu áhrif að tvöfalda markaðsverð fi’úarinnar. Og þegar kvik- myndamennirnir flýttu sér að senda bíó- unum aftur gamlar Hayworth-myndir, höfðu þeir nærri 50 milljónir króna upp úr krafsinu. Margur komst í ærinn vanda „Ég ætla ekki að láta einkalíf mitt ganga fyrir kvikmyndavinnunni," sagði Rita skömmu eftir þriðju giftinguna. Þá var hún búin að koma mörgum mannin- um í ærinn vanda vegna þeirrar dæma- laust litlu virðingar, sem hún einhverra hluta vegna bar fyrir samningum. Þetta kom öllum viðkomandi í ljómandi gott skap. En svo lét bara Rita einkalífið ganga fyrir kvikmyndimum þrátt fyrir allt — og þá komst margur maðurinn í ærinn vanda á nýjan leik. Og svona standa þá leikar núna. Rita er laus við Aly (eða kannski væri nær að orða þetta svo, að Aly sé laus við Ritu) og hún er komin til Hollywood aftur og far- in að leika í kvikmynd. En framleiðend- urnir fara hægt í sakimar; þeir vita sem er, að það er ekld heiglum hent að ráða Ritu til að leika í mynd. Kannski stingur fjórði maðurinn upp höfðinu, og þá er ekki að sökum að spyrja: Margarita Can- sino Judson Welles Aly Khan strýkur úr vistinni og hverfur eitthvað út í busk- ann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.