Vikan


Vikan - 13.11.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 13.11.1952, Blaðsíða 5
"VIKAN, nr. 44, 1952 5 Hún hvarf eins og dögg fyrir sólu • S rORSAGA: Evelyn Cross, dóttir auð- mannsins Rafaels Cross, hvarf eins og dögg fyrir sólu í Pomeraníahúsinu i London. Fleiri en einn höfðu séð hana fara inn til sjákonunnar Goyu, en sú góða kona sór og sárt við lagði að stúlkan væri ekki hjá sér. Cross varð æfur og lét rifa allt innan úr herbergi spákonunnar en stúlkan fannst hvergi. Húseigandinn Pomeroy majór kall- aði á einkalögreglumann, Alan Foam, sem yfirheyrði leigjendurna á hæðinni, þær Violu Green og ungfrú Power. Það eina sem fannst af horfnu stúlkunni voru skór, sem stungið hafði verið inn í klukku á ganginum. Cross hefur mælt með Violu Green við Stirling- fjölskylduna, vini sína og hún er nú ráðin lagskona og nokkurskonar gæzlukona Bea- trice Stirling. Ekkert fréttist af Evelyn og faðir hennar er orðinn hvithærður af áhyggj- um. 8. KAFLI. Dularfullur pakki T^rÆSTA morgun fékk Foam skilaboð frá -L í Rafael Cross um að koma strax á hótelið hans. Dýrustu íbúðirnar voru á efstu hæð hótelsins og þar bjó Cross meðan hann var í borginni. Af svölunum var gott útsýni yfir alla London. Þeg- ar Foam fór upp í lyftunni var hann í slæmu skapi, eins og hann finndi á sér að eitthvað illt væri í vændum. Stúlkan vísaði honum inn í setustofuna, þar sem Cross sat víð skrifbo'rð og talaði í símann. Strax og hann sá gestinn hætti hann símtalinu og lagði niður tólið. „Setjist þér niður, Foam,“ sagði hann. „Það var gott að þér komuð undir eins." Þó Viola væri búin að aðvara Foam, brá hon- um við að sjá Cross. Einnar viku áhyggjur höfðu gjörbreytt honum, svo varla var lengur hægt að bera hann saman við ljóshærða glæsilega ris- ann. Hann var með stór hornspangargleraugu, hvítt hárið gerði hann mörgum árum eldri, axl- irnar höfðu sigið og djúp hrukka var komin frá nefinu niður að munnvikunum. Foam sá strax að nú hafði hann enga ástæðu til að vera afbrýðissamur við hann, því hann gæti ekki lengur keppt við ungan mann. Hann fann til innilegrar samúðar með honum. „Hafið þér verið veikur?“ spurði Foam. „Áttu við þetta?“ Foam benti á hárið á sér. „Það varð grátt á einni nóttu. Ég lá vakandi eins og venjulega og var að hugsa og þegar ég leit í spegilinn ngesta morgun, gat ég varla trúað mínum eigin augum. Ég hefi aldrei trúað því að slíkt gæti komið fyrir, þó ég hafi auðvitað heyrt slíkt.“ Hann hló kuldalega áður en hann breytti um umræðuefni. „Fréttirðu af viðgerðinni í Pomeraniahúsinu, þegar þú fórst með skilaboðin til Greeny?" spurði hann. „Eg sá það,“ svaraði Foam. „Jæja, ég er búinn að fá reikninginn. Ég er ekki að kvarta yfir viðgerðarmanninum, því hann er heiðarlegur, en hitt er allt bölvað okur. Ég hefði sjálfur getað keypt spegil fyrir þriðjung verðsins. Mér er alveg sama um peningana, en ég vil ekki vera hafður að fífli.“ „Ég skil það, en hvað hefirðu gert?“ „Sent honum ávísun og sagt honum að kæra yfir upphæð hennar. En ég fékk kvittun með smáorðsendingu um að ég skildi ekki viðskipti heiðursmanna . . . Jæja, við ætluðum ekki að tala um það.“ „Dóttir mín er ekki komin aftur,“ sagði Cross eftir stutta þögn. „Ég hefi ekki frétt neitt meira af henni. Ég er farinn að halda að póstkortið hafi verið sent til að gabba mig. Það er mjög auðvelt að líkja eftir skrift hennar.“ „Hefurðu verið beðinn um peninga fyrir hana?“ „Nei,“ svaraði Cross. „Ágætt. Átta daga bið á því, bendir ekki á rán. Þegar þannig stendur á, eru þeir fljótir að senda hótunarbréf. Auðvitað get ég ekki sagt neitt um þetta, því ég þekki ekki málavexti. Mér finnst að þú eigir að leyta til lögreglunnar." Cross fór að ganga um gólf. „Ég vil ekki láta lögregluna skipta sér af mínum málum," sagði hann. „Það lítur ekki vel út, en ég hefi mínar ástæður til þess. Ég vil að þér finnið hana.“ Foam varð feginn, ekki aðeins vegna launanna, heldur líka vegna þess að hvarf Evelynar Cross gaf honum tækifæri til að tala meira við Violu. „Ég geri það sem ég get, en þér verðið samt að gera yður ljóst að einkafyrirtæki getur ekki staðið lögreglunni jafnfætis í svona málum." „Hvað mundu þeir gera?“ spurði Cross. „Þeir mundu athuga allar ungar stúlkur, sem hafa orðið fyrir slysi síðustu vikuna, allar, sem hafa misstl minnið eða lent í fangelsi. Allar járn- brautarstöðvar, flugstöðvar, og skip mundu verða aðvöruð. Svo mundu þeir auglýsa hvarfið í öll- um blöðum og útvarpinu." „Alveg eins og mig grunaði," Cross sló í borð- ið. „Ég vildi lieldur missa hægri hendina en að láta birta myndir af henni.“ „En við þurfum að fá mynd til að senda um- boðsmönnum okkar. Auðyitað er það tryggt að hún verður hvergi birt.“ „Nei. Ég á enga mynd.“ „Hvernig er með myndina á vegabréfinu henn- ar ?“ „Hún gengur alltaf með vegabréfið í vesk- inu.“ Þó Foam tryði honum ekki, afsakaði hann skjólstæðing sinn með þvi að hann þættist vera að vernda dóttur sína. „Ég verð að minna yður á að við þurfum á samvinnu yðar að halda, ef við eigum að finna hana.“ „Ég veit það og ég ætla ekki að fela neitt fyrir yður,“ sagði Cross. „Ég er enskur ■— en ég hefi eytt mestum hluta æfi minnar í Ástralíu, Canada og Bandaríkjunum og verið fremur fá- tækur þangað til núna nýlega. Ég átti námu, sem leit út fyrir að mundi gera mig að miljóna- mæringi, en ég mátti ekki vera að því að bíða, svo ég seldi hana. Skömmu seinna hætti gullið að finnast í henni. Ég fullvissa yður um að hér voru engin svik í tafli — bara hugboð, en samt fékk ég ótal hótunarbréf. Þeir héldu að ég hefði svik- ið þá og mér fannst réttara að halda til Evrópu." Foam svaraði þessu trúnaðarmáli engu, enda hafði hann búizt við einhyerju slíku. Skjólstæð- ingi hans var líka auðsjáanlega alveg sama hvort hann trúði sögunni eða ekki. Það sem máli skipti, var að hann fyndi stúlkuna, án þess að auglýsa það. „Svo þér viljið ekki komast í blöðin," sagði hann, „því þá væri líklegt að þessir menn kæm- ust að þvi hvar þér eruð.“ Cross kinkaði kolli: „Ef einhver þessara þorp- ara hefur náð í Evelyn, þá hefur hann meiri áhuga fyrir að hefna sín en að ná í peninga. Þessvegna get ég ekki annað en álitið að henni hafi verið rænt. Þér skiljið það.“ ,,Þá hefur henni verið rænt eftir að hún kom út úr húsinu, því.þeir hefðu aldrei getað náð henni fyrir framan augun á yður . . . Hversvegna sá bílstjórinn yðar hana ekki, þegar hún kom út?“ „Vegna þess að hann ók um meðan hann beið eftir okkur. 1 fyrra skiptið sem við komum þar, fékk hann ávítur hjá lögregluþjóni fyrir að láta bílinn standa of lengi á torginu.“ „Skildi hún eftir nokkuð annað en hattinn sinn i bílnum?" spurði Foam. „Já, loðkápuna sina, en hún hélt á töskunni." „Vilduð þér lýsa henni fyrir mér.“ „Hún er nítján ára gömul, um 168 sm. á háum hælum. Ég veit ekki hvað hún er þung, en hún er mjög grönn. Hún hefur Ijóst sítt hár, vafið upp að framan. Augun eru blá og andlitið kringlu- leitt. Og hún hefur lítinn rauðan blett undir vinstra auganu." „Fæðingarbletturinn losar yður við að eltast sjálfur við slasaðar stúlkur út um allt land. Var hún sérkennilega klædd?“ „Nei, hún var I einfaldri, svartri dragt með stuttu pilsi, ljósum sokkum og með hvita perlu- festi um hálsinn. Cross skrifaði þetta á blað og var óánægður með það sem hann vissi. Hann hefði verið von- betri um árangur, hefði stúlkan verið dökkhærð, með græn augu og magurt andlit. „Var hún ástfangin?“ spurði Foam. „Það veit ég ekki. Hún hafði alltaf hóp af ungum mönnum á eftir sér. Ég er of vanur þvi til að veita þeim nokkra athygli." „Vitið þér hvernig hún eyddi tímanum í Eng- landi ?“ „Nei, ég er allan daginn í viðskiptaerindum. Ég ek henni venjulega eitthvað í bílnum um leið óg ég fer út. Hún gerir það sem hún vill og lætur mig svo vita hvaða sýningu við eigum að sjá á kvöldin." „Talar hún við ókunnuga menn?“ Foam bjóst við að faðirinn mundi móðgast, en það var öðru nær. „Já það gerir hún,“ svaraði hann. „Hún er alveg eins og ég hvað þetta snertir. Hún talar við O------------------------------------------o VEIZTU -? 1. Hversvegna eru úr númeruð og hvenær var byrjað á þeim sið? 2. Nefnið fimm drauga úr frægum bók- um? 3. Gáta: Einn veit ég þann undirmann, í öllum bæjum vera kann, þveginn, skafinn hvern dag hann, hreinn þó aldrei vera kann. 4. 1 hvaða landi gerist óperan Madame Butterfly ? 5. Fæðir krókódillinn lifandi unga? 6. Hvað þýðir sögnin að andtigna? 7. 1 hvaða heimsálfum eru eftirfarandi lönd: Angola, Tyrkland, Korea, Sibe- ria, Salvador og Paraguy? 8. Hvað er Sauvismi ? 9. Hvenær var Rauði Kross Islands stofn- aður og hver var fyrsti formaður hans? 10. Hver var faðir Fernisúlfsins ? Sjá svör á bls. 14. o-------------------------------------------- ■o

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.