Vikan


Vikan - 02.04.1953, Blaðsíða 4

Vikan - 02.04.1953, Blaðsíða 4
Williard H. Temple: ÉG TÓK MYND AF HUNDI EG hafði verið beðinn um að taka myndir klukkan hálf fimm í einbýlishúsinu við Edgware Avenue. Ég tók myndavélina mína og önnur nauðsynleg áhöld og hélt fyrir nefið meðan ég gekk niður stigann. Ég gerði það ekki af því ég hefði neitt á móti fiski eða Fetershjónun- um, sem ráku fisksöluna og höfðu leigt mér vinnustofuna á hæðinni fyr- ir ofan. Ég gat bara ekki vanizt þeim og það gátu tilvonandi viðskiptavin- ir mínir auðsjáanlega ekki heldur. Um leið og þeir komu auga á dauðu fiskana, misstu þeir allan áhuga á að láta taka myndir af sér, enda gengu þeir alltaf framhjá. Ég var búinn að sjá glæsilega vinnustofu í Hampstead, en hún kostaði hundruð króna á mánuði. Þessvegna varð ég pöntuninni frá Edgware Avenue svo feginn. Kannsld ég kæmist nú í samband við heldra fólk og losnaði við þorskinn og síld- ina. Ég ók gamla bílskrjóðnum mín- um að húsinu, gekk upp gangstíginn og hringdi dyrabjöllunni. Einhver skepna virtist gæta dyranna, því ég griilti í hvítflekkóttar lappir og gapandi gin gegnum glerrúðuna. En þá kallaði einhver fyrir ofan mig. Ég gekk nokkur skref aftur á bak og sá stúlku halla sér út um glugga. — Eruð þér ljósmyndarinn ? spurði hún. — Hurðin er ólæst. Gangið bara beint inn. — Það er einhver þarna inni, svar- aði ég. — Ulfur eða eitthvað þess- háttar. — Það er Bruce, sagði hún. — Hann gerir yður ekkert mein. Höfuðið hvarf og ég fór aftur að gægjast á tennurnar. Þær voru margar og i góðu lagi — bæði hvass- ar og beittar. Ég opnaði hurðina. — Litli, sæti Bruce, sagði ég kjassandi. Heitan gufustrók lagði framan í mig. Ég valt í aðra áttina og pjönkur mínar í hina. Ég komst þó nógu fljótt á fætur aftur til að sjá Bruce hverfa út um dymar. Með heimspekilegri ró hugsaði ég með sjálfum mér, að þetta hefði getað farið verr og gekk áfram inn í dagstofuna. Þar valdi ég stól handa stúlkunni að sitja á og var í óða önn að koma lömpunum fyrir, þeg- ar hún kom niður — há, grönn og spengileg. — Jean Taylor, sagði hún brosandi um leið og hún rétti mér hendina. — Þér verðið að afsaka, að ég hef fært til húsgögnin, sagði ég. — Ég er búinn að velja þennan stól. — Hann er ekki nógu stór. Það er annar stærri inni í skrifstofunni hans pabba. — Mér er ekkert um að láta yður sitja á of stórum stól, sagði ég. — Þér hljótið að hafa misskilið mig, svaraði hún. — Sagði ég yður ekki, að þér ættuð að taka mynd af Bruce? Hvar er hann? — Ég er hræddur um, að hann sé kominn alla leið niður að ánni svar- aði ég og sagði henni svo hvað kom- ið hafði fyrir. — Almáttugur! Hann týndist líka í morgun. Pabbi verður alveg æfur. Hann getur ekki þolað Bruce, og hann er einmitt í vondu skapi þessa dagana. Hann hefur auglýsingaskrif- stofu og Bruce fer í taugarnar á honum. Þessvegna ætla ég að láta taka mynd af honum. Þó ég ætti erfitt með að fylgjast með þvi sem hún var að segja, hafði ég gaman af að hlusta á hana. — Haldið þér að mynd af Bruce geti mildað hann? spurði ég. — Einn af viðskiptavinum hans hefur pantað auglýsingu um plast- stóla og pabba hefur ekki dottið neitt gott í hug. Einn af þessum stólum stendur inni hjá honum og á hverju kvöldi situr hann og starir á hann, án þess að geta búið til nógu snjalla auglýsingu. Hún þagnaði andartak og hélt svo áfram: — Svo mér datt í hug að það væri ágæt hugmynd að taka mynd af Bruce í stólnum, af því að næstum öllum þykir vænt um hunda. Það getur orðið ágæt auglýsing og þá kemst pabbi aftur í gott skap og lofar mér að hafa Bruce. — Jæja, þá skulum við finna Bruce. Ég var búinn að kalla og blístra lengi, þegar Bruce þaut allt í einu fram hjá mér heim að húsinu. Hann settist við eldhúsdyrnar, og skyndi- lega fóru nasavængir mínir að titra. Stúlkan kom hlaupandi. — Finnið þér ekki fisklykt? spurði ég. Við þefuðum í allar áttir og lyktin var af Bruce. — Það eru öskutunn- ur niðri við ána og hann hlýtur að hafa fundið fisk þar, sagði stúlkan. Bruce var auðsjáanlega harðánægð- ur. Hvað sem hann hefur fundið, hefur honum fallið það vel í geð, því hann leit hræðilega út og lyktaði enn verr. — Við getum ekki myndað hann svona, — sagði stúlkan, — hann verður að fara í bað. Ég hringi og ákveð einhvern annan dag. — Hvenær sem þér viljið, svaraði ég og gekk af stað, en svo sneri ég við. — Lofið mér að hjálpa yður. Við fórum með hundinn upp í bað- herbergið. Ég hélt honum meðan hún burstaði hann. Og þegar við vor- um að ljúka við að skola af honum sápuna, hristi hann sig og yfir okk- ur dundi regnskúr, eins og þeir geta orðið verstir í hitabeltinu. Ég leit á fötin mín. Þau voru rennandi blaut og á þeim var nægilega mikið af hundshárum til að stoppa heilan sófa. — Hamingjan góða! sagði stúlk- an. — Þér getið ekki farið svona. Bíðið við svolitla stund. Hún hljóp fram og kom aftur með baðslopp. -— Sloppurinn hans pabba, sagði hún. — Farið úr fötunum og hengið þau hérna yfir baðkerið. Svo getið þér farið niður með Bruce. Það er bjór í eldhúsinu og sígarettur í skrifstof- unni. Ég fór niður, fékk mér bjór í eld- húsinu og settist svo inn í skrif- stofuna og virti fyrir mér plast- stólinn. Hann var stór og appelsínu- gulur, en það var erfitt að segja nokkuð frumlegt um hann. Ég var að brjóta heilann um þetta, þegar dyrabjallan hringdi. Ég fór fram með glasið í hendinni. Þar stóð grá- hærður, þungbúinn maður. Hann sagði ekkert, en starði á mig — ekkert fór framhjá honum — hvorki sloppurinn, bjórinn né sígarettan. Að síðustu sagði hann: — Hver eruð þér eiginlega? — Tom Finley. Ég er ljósmyndari. — Þurfið þér að fara úr fötunum til að taka myndir ? spurði hann meinfýsinn. -— Þér eruð í sloppnum mínum. Hvar er Jean? ' — Vertu rólegur, sagði stúlkan, sem nú kom niður stigann. — Þetta er pabbi minn. Ég er búinn að bursta og pressa fötin yðar, Finley. Þér getið farið upp í baðherbergið og klætt yður. Ég fór upp og á meðan ég var að klæða mig, heyrði ég að stúlkan sagði föður sínum, hvað komið hafði fyrir. — Ég er búin að segja pabba frá myndinni, sagði hún við mig, þegar við gengum inn í skrifstof- una. Ég setti stólinn þar sem ég vildi hafa hann og kallaði á Bruce. Hann virtist alveg forviða, þegar ég lyfti honum upp á stólinn. Andlitið á föður stúlkunnar varð eldrautt af reiði. — Mér hefur að- eins tekizt að kenna hundinum eitt í þá tvo mánuði, sem hann er búinn að vera hérna, og það er að sitja ekki í stólunum — og nú eruð þér búnir að eyðileggja margra vikna erfiði. Ég varð dauðhræddur, en setti samt upp lampana án þess að svara. — Hæ, Bruce! kallaði ég svo til að fá hundinn til að líta upp, en hann lagði trýnið fram á lappirnar og kunni auðsjáanlega engan veginn við sig. Ég gat tekið fjórar myndir áður en hann hreyfði sig. Pabbi Jean var nú orðinn rólegri og fór að spyrja mig um atvinnu mína. Ég sagði honum að ég hefði eytt öllum mínum peningum i fyrsta flokks ljósmyndatæki og að nú vant- aði mig vinnustofu. Hann brosti: — Ég hugsa að ég geti ekki notað myndirnar í auglýs- inguna, en ef ég get það, þá skuluð þér fá 800 krónur fyrir þær. Það var meira en eins mánaðar leiga fyrir vinnustofuna í Hamp- stead! Ég var niðursokkinn í drauma þegar stúlkan kom inn. — Maturinn er til. Ég lagði líka á borð fyrir yður, Finley . . . Ég var ekki með sjálfum mér þangað til ég var búinn að fram- kalla myndirnar. Það voru ágætar myndir af hundi í appelsínugulum stól, en ég hafði ekki hugmynd um, hvort hægt væri að nota þær í aug- lýsingaskyni. Ég hringdi til Jean og ók þangað sama kvöldið. Þegar ég hélt myndunum upp að ljósinu, hopp- aði hún og dansaði af kæti. — Þær eru stórkostlegar, hrópaði hún. — Ég gæti kysst yður fyrir- þaér. — Hm, sagði ég, en í því kom. faðir hennar. Hún fékk honum mynd- irnar, en hann rétti mér þær strax aftur. — Ég get ekki notað þær, sagði hann og fór. Ég stóð örvilnað- ur eftir. — Vesalings pabbi, stundi stúlk- an. Við settumst í sófann. — Þér fáið auðvitað venjulega þóknun, hélt hún áfram, — en þetta eru samt. mikil vonbrigði fyrir yður. Á þessu augnabliki var ég samt ekkert að hugsa um nýju vinnustof- una mína. Það var mér miklu meira virði að sitja við hlið hennar. Ég var svo nálægt henni með höfuðið, að hárið á henni kitlaði nefið á mér. Hún leit við, svo varir hennar voru rétt við mínar. Þá gerði ég það sem hver sæmilega skynsamur maður hefði gert — ég kyssti hana. Um leið heyrðist hátt gelt inni í, skrifstofunni. Bruce kom þjótandi þaðan og velti lampanum um. Við Jean stóðum skyndilega sitt I hvoru horni stofunnar og faðir hennar kom æðandi inn. — Ungi maður, sagði hann. — Síðan þér tókuð myndirnar, hefur þessi bannsettur hundur ekki gert annað en læðast upp í stólinn. Jean, þú verður að losa okkur við hann. Hann skellti hurðinni á eftir sér. — Það er líklega bezt að ég fari, sagði ég og reis á fætur. — Ef ég hefði fengið vinnustofuna, hefði ég getað aflað mér peninga. Ég á við að þá . . . —• Peningarnir skipta ekki mestu máli, sagði hún. Þegar ég lá heima í rúminu mínu, fór ég að hugsa um Bruce, fyrst hreinan og fínan eins og hann hafði verið eftir baðið og síðan eins og hann hafði litið út eftir flóttann niður að öskutunnunum. Allt í einu settist ég upp í rúminu. Mér hafði dottið nokkuð nýtt í hug. Snemma næsta morgun fór ég til Jean. —■ Ég er búinn að fá nýja hug- mynd varðandi auglýsinguna, sagði ég. — Ég tek Bruce með mér í skemmtigöngu. Ég setti band um hálsinn á hund- inum og teymdi hann gegnum portið og niður að ánni, þar sem hann fékk að snuðra i öskutunnunum svolitla stund. Síðan sleppti ég honum. — Leiktu þér nú, gamli minn, sagði ég. Bruce stakk trýninu niður i leðjunni og velti sér í óhreinu vatn- inu. Hann skemmti sér konunglega og varð eins óhreinn og Framhald á bls. 7. 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.