Vikan - 02.04.1953, Blaðsíða 6
Léttlyndi flakkarinn og Vicki frænka
EFTIK MARK HAGER
EG var að reyna að veiða meðan við bið-
um eftir mönnunum, sem áttu að slá korn-
ið hennar Vicki frænku, en rétt um leið og
stærsti fiskurinn i ánni byrjaði að narta í
beituna, kallaði frænka að mennirnir væru
komnir.
Hún beið mín við hlöðuna. Við hlöðudyrn-
ar gögguðu hænsnin. — Hvað er að hænun-
um? spurði ég.
— Það hefur líklega flogið yfir fálki, svar-
aði hún og rétti mér fimmtiu dollara seðil.
— Hlauptu niður í þorpið og fáðu þessum
seðh skipt, svo ég geti borgað mönnunum i
kvöld.
— Æ, ein sendiferðin enn, sagði ég. —
Hversvegna giftistu ekki einhverjum, eins og
allir segja að þú ættir að gera?
-—- Eg geri það, þegar rétti maðurinn kem-
ur.
Nú heyrðist ekki mannsins mál fyrir hænsn-
unum, en gegnum allan hávaðann heyrðum við
þó, að einhver söng inni í hlöðunni. Við hörf-
uðum aftur á bak þegar hlöðudyrnar opnuð-
ust og maður kom út. Hann var hár og dökk-
hærður og hafði poka í annari hendinni. Hann
virtist vera að tala við sjálfan sig: — Það
versta við hlöður er það, að maður fær ekki
að sofa út. Alltof mikill hávaði.
— Flestir menn vinna fyrir sér og sofa í
húsum, sagði frænka.
Ökunni maðurinn leit á frænku mína. Hann
henti gullpeningi upp í loftið. — Og flestar
konur eru giftar og ganga í pilsum, sagði
hann, og frænka leit á verkamannabuxumar
sínar og greip vandræðalega upp i úfið hárið
á sér. Ókunni maðurinn horfði út yfir akr-
ana.
— Allt gullið er ekki á ökrunum, sagði
hann. — Sumt af því er í hárinu á þér. Hann
lagði frá sér pokann, tók upp úr honum speg-
il, gekk yfir að dælunni og fór að raka sig.
— Mig langar til að vita hvemig maður
þetta er, hvíslaði frænka. — Þú getur spurt
hann á meðan hann er að raka sig. Reyndu
að komast að því hvaðan hann er, hvert hann
er að fara, hvort hann sé giftur og hvort
hann sé sannkristinn maður. Hg heyri hverju
hann svarar inn i hlöðuna.
— Þú virðist vera ókunnugur hér um slóð-
ir, sagði ég við manninn. — Það er alveg
rétt hjá þér, svaraði hann. — Ég heiti Madley
McKay og er flakkari. Býrðu hérna einn með
frænku þinni?
— Já, ég hefi verið hjá henni siðan amma
og afi dóu. Rétti maðurinn er ekki kominn
ennþá.
— Segðu frænku þinni, að þegar rétti mað-
urinn komi, geti verið að hann verði svo gam-
aldags, að hann vilji að konur gangi í pils-
um.
— Já, en hún vill heldur vera í verka-
mannabuxum þegar hún er að vinna. Hvers
vegna fórstu frá konunni þinni og börnunum ?
— Eg hefi aldrei átt konu, svaraði ókunni
maðurinn. — Hvers vegna spyrðu ? fig er ekki
búinn að finna réttu konuna ennþá. Hann tók
gullpeninginn upp úr vasanum. — Ef ég finn
einhverja, sem getur náð þessum gullpeningi
upp úr vasa mínum, þá getur verið að ég
giftist henni.
— Trúirðu því, sem stendur á biblíunni?
— Ha? Samson hlýtur að hafa haft góða
veiðihunda til að veiða þessa þrjú hundruð
refi.
— Ertu skírður?
— Öbeinlínis. Bátnum hvolfdi einu sinni,
þegar ég var að veiða í ánni Jórdan.
— Það getur verið að frænka vilji ráða
þig til að slá, fyrst þú yfirgafst ekki konuna
þína til að fara á flakk. Kanntu að slá?
— Að slá? Eg er alinn upp á kornakri?
— Þá geturðu þrælað fyrir tíu dollurum í
dag.
Ókunni maðurinn leit út yfir akrana og
sagði: — Viltu lána mér fimmtíu dollarana
svolitla stund?
Eg leit til skiptis á hlöðudyrnar og ókunna
manninn. Þetta voru að vísu peningarnir henn-
ar frænku, en ókunni maðurinn var svo vin-
gjarnlegur á svipinn, að ég var viss um að
hann hlypi ekki með þá.
Hann tók við seðlinum og gekk til sláttu-
mannanna. — Eg hefi heyrt að mennirnir hér
í Litlu Steinvík séu engir ónytjungar. Eg er
ekki mikið fyrir að borga laun, en aftur á
móti finnst mér gaman að veðja. Við skulum
reyna með okkur. Ef þið sláið meir en ég á
hálftíma, fáið þið fimmtíu dollarana og ég
slæ það sem eftir er. En ef ég slæ meira,
þá fæ ég peningana og þið ljúkið við blett-
inn.
Slátturmennirnir struku siggrunnum þumal-
fingrunum eftir Ijánum og brostu. — Við tök-
um þig á orðinu, ókunni maður.
Vicki frænka var nú komin út úr hlöðunni.
Hún fékk ókunna manninum gamla ljáinn
hans afa og brýnið hans. Hann söng glaðlega
á meðan hann brýndi.
Þegar hann var búinn að því, byrjuðu þeir
að slá. Ókunni maðurinn byrjaði seinastur.
Vicki frænka hljóp inn og kom aftur i hvítum
skóm og rauðum kjól og hún ilmaði eins og
hún hefði vaðið í gegnum blómabeð.
VIÐ stóðum við girðinguna og horfðum á
mennina slá. Við sáum hvernig Ijár
ókunna mannsins sveiflaðist, svo það söng í
honum. Og við horfðum á stóru sláttumenn-
ina hoppa úr vegi fyrir Ijánum, sem var alveg
á hælunum á þeim. Þegar siðasti maðurinn
hafði vikið úr vegi, axlaði ókunni maðurinn
orfið og kom syngjandi til okkar. Hálftím-
inn var búinn.
— Ég hef not fyrir mann eins og þig hérna
á bænum, sagði frænka um leið og hún rétti
honum fimmtíu dollarana.
— Þú ert falleg í kjól, svaraði ókunni mað-
urinn.
— En ég býst ekki við, að þú viljir setj-
ast að hérna, hélt Vicki áfram.
— Það gæti hugsast, svaraði ókunni mað-
urinn. — Það getur vel verið að ég fari að
vinna fyrir mér og sofa í húsi. Hann tók
gullpeninginn upp úr vasanum og kastaði
honum upp í loftið. Frænka hvislaði að mér
að nú væri bezti veiðitími dagsins. Og með-
an ég var að veiða braut ég heilann um það
hvort rétti maðurinn væri kominn til hennar
Vicki frænku. En auðvitað var ég ekki viss
um það, fyrr en nokkrum vikum seinna.
Þá var áin svo mikil, að Vicki og ókunni
maðurinn komust ekki yfir hana, svo prest-
urinn varð að standa hinu megin meðan hann
gaf þau saman. Þegar athöfninni var lokið,
beið presturinn, og Medley McKay dró nokkra
seðla upp úr vasa sínum. En það er ekki hægt
að kasta pappírssneplum yfir Litlu Steiná,
þegar hún er í sparifötunum, svo Medley
frændi fór aftur ofan í vasa sinn og dró upp
gullpeninginn. I síðasta skiptið henti hann
honum og presturinn tók hann upp hinu meg-
in við ána.
heldur. En satt að segja stríðir málið, eins og þú
setur það fram, gegn allri skynsemi.
— Hvað áttu við með að það stríði gegn allri >
skynsemi ? Það stríðir ekki gegn minni skyn-
semi.
Eg sá að eitthvað var komið fram á varir -
Poirots, en hann hélt aftur af sér.
— Þú segir að hér sé um að ræða konu, sem
vilji losna við manninn sinn. Ég er alveg sam-
mála. Hún sagði mér það sjálf. Eh bien, hvem-
ig fer hún að því? Hún endurtekur það hástöf-
um hvað eftir annað frammi fyrir ótal vitnum
að hún sé að hugsa um að drepa hann. Svo fer
hún kvöld nokkurt í heimsókn til hans, segir
hver hún er, rekur hann í gegn og fer. Hvað
kallarðu þetta, kæri vinur ? Er þetta í samræmi .
við heilbrigða skynsemi ?
— Það er auðvitað dálítið heimskulegt.
— Heimskulegt ? Það er fábjánalegt!
— Jæja, sagði Japp og reis á fætur. — Það
er lögreglunni alltaf í hag, ef glæpamennimir -
missa stjórn á sér. Ég verð að fara aftur niður
á Savoy-hótel.
— Má ég koma með þér?
Japp mótmælti því ekki og við lögðum af
stað. Bryan Martin skildi treglega við okkur.
Hann virtist vera mjög taugaóstyrkur og æstur-
Hann bað í einlægni um að fá að fylgjast með
því sem gerðist í málinu.
— Taugaóstyrkur náungi, sagði Japp um hann.
Poirot samþykkti það. Á Savoy-hótelinu , hitt--
um við mann, sem leit út fyrir að vera lög-
fræðingur. Hann var að koma þangað og við-
urðum samferða honum upp í íbúð Jane.
— Nokkuð nýtt? spurði Japp annan manna.
sinna stuttlega.
— Hún vildi fá að hringja.
— Hvert hringdi hún? spurði Japp ákafur.
— Til Jays, til að panta sorgarbúning.
Japp bölvaði hástöfum. Við gengum inn í íbúð-
ina. Ekkjan lady Edgware var að máta hatta
fyrir framan spegil. Hún var í næfurþunnum
hvítum og svörtum kjól og heilsaði okkur með
töfrandi brosi.
— M. Poirot, en hvað það var fallegt af yður-
að koma lika. Moxon (nú sneri hún sér að lög-
fræðingnum), mér þykir svo vænt um að þér
eruð kominn. Setjist þér nú hérna hjá mér og
segið mér hvaða spurningu ég á að svara. Þessi
maður þarna virðist halda að ég ha!fi farið
út í morgun og drepið George.
— 1 gærkvöldi, frú, sagði Japp.
— Þér sögðuð klukkan tíu í morgun.
— Ég sagði klukkan tíu e. h.
-— Jæja, ég man aldrei hvort er hvort, f.h. eða.
e.h.
— En klukkan er ekki nema rúmlega tíu núna-
sagði Japp strangur á svipinn.
Jane rak upp stór augu. — Hamingjan góðal
Það er ár og dagur síðan ég hef verið svona.
snemma á fótum. Þér hljótið að hafa komið um
sólaruppkomu.
Augnablik, lögregluforingi, sagði Maxon í þurr-
um lagalegum tón. — Hvenær á ég þá að álíta.
að þessi . . . hörmulegi . . . hræðilegi . . . atburð-
ur hafi átt sér stað ?
— Um tiu leytið í gærkveldi, herra minn.
— Þá er þetta í lagi, sagði Jane hvasst. — Ég
var í veizlu. Ó! hún greip allt i einu fyrir munn-
inn. —< Ég hefði kannski ekki átt að segja þetta.
Hún leit bænaraugum á lögfræðinginn.
— Ef þér hafið verið í veizlu klukkan tíu í
gærkveldi . . . ja, þá get ég ekki séð neitt á móti
því að þér skýrið lögreglunni frá því . . . ég sé-
alls ekkert á móti því.
— Alveg rétt, sagði Japp. — Ég spurði yður
aðeins hvar þér hefðuð verið í gærkveldi.
— Það gerðuð þér ekki. Þér minntust eitthvað
á e. h. eða f. h. Hvað sem þvi líður, þá gerðuð þér
mig dauðhrædda. Það steinleið yfir mig, Moxon.
— Hvar var þessi veizla, Lady Edgware?
— 1 húsi Montagu Comers . . . í Chiswick.
— Hvenær fóruð þér þangað?
— Kvöldverðurinn átti að byrja klukkan hálf
níu.
Framhald á bls. 14.