Vikan


Vikan - 02.04.1953, Blaðsíða 5

Vikan - 02.04.1953, Blaðsíða 5
PERSÓNUR: Hercule Poirot, frægur * leynilögreglumaöur Andlát I Edgware lávarðar Hastings kapteinn, vinur 9 hans. Sögumaður 6 Eftir AGATHA CHRiSTIE Carlotta Adams, amer- * ísk eftirherma Jane Wilkinson, Lady Edg- * ware, leikkona Bryan Martin, leikari, vinur * Jane Wilkinson * Japp lögregluforingi 6. KAFLI. Ekkjan. BRYAN MARTIN hélt loforð sitt. Varla voru liðnar tíu mínútur þegar hann kom. Meðan við biðum talaði Poirot um önnur mál og fékkst ekki til að svala forvitni Japps hið allra minnsta. Préttin hafði auðsjáanlega komið mjög við unga leikarann. Hann var náfölur og tekinn í andliti: — Þetta er hræðilegt, M. Poirot, sagði hann um leið og hann heilsaði okkur. — Mig hryllir við þessu — en þó get ég ekki sagt að það komi mér á óvart. Mig hefur alltaf grunað að þetta gæti komið fyrir. Þér munið kannski að ég hafði orð á því í gær. — Mais oui, mais oui, sagði Poirot. — Ég man vel hvað þér sögðuð mér i gær. Leyfið mér að kynna yður fyrir Japp lögregluforingja, sem hefur þetta mál meT höndum. Bryan Martin leit álasandi á Poirot: — Þetta grunaði mig ekki, muldraði hann'. — Þér hefðuð átt að vara mig við. Hann kinkaði kuldalega kolli til Japps og klemmdi saman varirnar um leið og hann settist. — Ég skil ekki, hvers vegna þér báðuð mig um að koma, ságði hann svo. — Þetta kemur mér í raun og veru ekkert við. — Ég held að það geri það, svaraði Poirot vingjarnlega. — Þegar um morð er að ræða, verður maður að leggja alla persónulega andúð á hilluna. ■— Nei, þér megið ekki skilja það þannig. Ég hefi leikið með Jane og þekki hana vel. Hún er vinkona mín, þegar allt kemur til alls. — Og strax og þér fréttið um morðið á Edg- ware lávarði, eruð þér samt vissir um að hún hafi myrt hann, svaraði Poirot "þurrlega. Leikarinn hrökk við: — Eigið þér við að . . . ? Augun virtust ætla út úr höfðinu á honum. — Eruð þér að segja að ég hafi rangt fyrir mér ? Að hún hafi ekki gert það? Japp greip fram í: — Nei, nei, Martin. Hún gerði það. Ungi maðurinn hallaði sér aftur á bak i stóln- um og muldraði: — Ég héit snöggvast að mér hefði skjátlast hrapalega. — 1 svona máli megið þér ekki láta vinátt- una hafa áhrif á yður, sagði Poirot ákveðinn. — Það er mjög skiljanlegt, en . . . — Eruð þér ákveðinn í að standa við hlið konunnar, sem hefur myrt mánninn sinn, vinur minn? Morð er andstyggilegast allra glæpa. Bryan Martin andvarpaði: — Þér skiljið þetta ekki. Jane er ekki venjulegur morðingi. Hún — hún hefur enga tilfinningu fyrir réttu og röngu. Satt að segja er hún ekki ábyrg. — Þau verður kviðdómurinn að ákveða, sagði Japp. — Svona, svona, sagði Poirot vingjarnlega. — Þáð er ekki eins og þér séuð að ákæra hana. Það er búið að ákæra hana. Þér getið ekki neitað að segja okkur það sem þér vitið. Þér hafið vissar skyldur við þjóðfélagið, ungi maður. Bryan andvarpaði. — Ég býst við að þér hafið rétt fyrir yður, sagði hann. — Hvað viljið þið að ég segi? Poirot leit á Japp, sem spurði: — Hafið þér heyrt lady Edgware eða kannski að það sé betra að kalla hana Jane Wilkinson — hafa hótanir í frammi við mann sinn? — Já, nokkrum sinnum. — Hvað sagði hún? — Hún sagði að ef hann ekki sleppti henni, yrði hún að ,,slá hann af“. — Og hún hefur ekki verið að gera að gamni sínu, eða hvað ? — Nei. Ég held að henni hafi verið alvara. Einu sinni sagðist hún ætla að taka leigubíl og fara þangað til að drepa hann. Heyrðuð þér það ekki líka, M. Poirot? spurði hann ákafur. Poirot kinkaði kolli og Japp hélt áfram spurningum sinum: — Við höfum frétt að hún hafi viljað fá skilnað til að giftast öðrum manni, Martin. Vitið þér hver sá maður er? Bryan knikaði kolli. — Hver? — Það er . . . hertoginn af Merton. — Hertoginn af Merton! Lögreglumaðurinn blistraði. — Sú velur ekki af lakara taginu. Hann er sagður einhver ríkasti maðurinn í Eng- landi. Bryan kinkaði kolli enn hnuggnari en áður. Ég skildi ekki hegðun Poirots. Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum, þrýsti fingrunum saman og kinkaði í sífellu kolli eins og maður, sem hefur sett grammofonplötu af stað og nýtur þess að hlusta á hana. — Vildi maðurinn hennar ekki gefa henni eft- ir skilnaðinn? •— Nei, hann neitaði því afdráttarlaust. — Eruð þér alveg vissir um það? — Já. — Nú er röðin komin að mér, kæri Japp, sagði Poirot, sem tók enn einu sinni frammí. — Lady Edgware bað mig um að tala við mann- inn sinn og fá hann til að gefa eftir skilnaðinn. Ég átti að tala við hann í morgun. Bryan Martin hristi höfuðið. — Það hefði ekki komið að neinu gagni, sagði hann eins og í trúnaði. — Edgware hefði aldrei samþykkt það. — Haldið þér það? spurði Poirot og leit góð- látlega á hann. — Ég er alveg viss um það. Með sjálfri sér vissi Jane það. 1 raun og vei-u trúði hún því ekki að yður mundi verða nokkuð ágengt. Hún var búin að gefast upp. Hann var hreinasti ofstækis- maður varðandi hjónaskilnaði. Poirot brosti. Augun í honum urðu skyndilega græn. — Þér hafið rangt fyrir yður, ungi mað- ur, sagði hann blíðlega. — Ég talaði við Edg- ware lávarð í gær og hann samþykkti skilnað- inn. Það var enginn vafi á því að Bryan Martin varð alveg agndofa við þessa frétt. Augun virt- ust ætla út úr höfðinu á honum, þegar hann starði á Poirot. -— Hittuð þér hann í gær? stam- aði hann. — Já, klukkan fimmtán mínútur gengin i eitt, svaraði Poirot jafn nákvæmlega og hans var vandi. — Og samþykkti hann að gefa Jane eftir skiln- aðinn ? — Já, hann samþykkti það. — Þér hefðuð átt að segja Jane- það undir eins, hrópaði ungi maðurinn álasandi. — Ég gerði það, Martin. — Sögðuð þér henni það? hrópuðu Martin og Japp hvor í kapp við annan. Poirot brosti: — Þetta eyðileggur óneitanlega kenninguna um tilefnið muldraði hann. •—- Og leyfið mér nú að sýna yður þetta, Martin. Hann sýndi honum blaðagreinina. Bryan las hana, en það virtist ekki hafa mikil áhrif á hann. — Eigið þér við að þetta nægi sem fjarverusönnun fyrir hana? spurði hann. — Var ekki Edgware lávarður skotinn einhvern tíma í gærkvöldi? — Hann var rekinn í gegn, ekki skotinn, sagði Poirot. Martin lagði blaðið hægt frá sér. — Ég er hræddur um að þetta komi ekki að gagni, sagði hann eins og hann tæki það sárt. — Jane fór ekki í þetta kvöldverðarboð. — Hvernig vitið þér það. — Það man ég ekki. Einhver sagði mér það. — Hvaða vandræði, sagði Poirot hugsandi. Japp leit undrandi á hann: — Ég skil þig ekki, Monsior. Það er engu líkara en að nú viljirðu helzt að stúlkan sé sek. — Nei, nei, góði Japp. Ég er hlutlausari en þú VEIZTU -? 2. 1. Það vatn, sem hæst liggur í Norður- Ameríku, frýs aldrei. Hvers vegna? Hver veiddi miðgarðsorminn á öngul? 3. Hve gamalt er Látbragðaleikhúsið í Tivoli í Kaupmannahöfp ? 4. Hvaða eyjaklasa tilheyrir eyjan Born- eo ? 5. Er billion skrifuð með níu eða tólf núllum ? 6. Hvaða bifreiðar hafa einkennisbók- stafina G-0 og VL? 7. Hvað liggur fjallvegurinn yfir Holta- vörðuheiði hátt yfir sjó ? 8. Hvar fæddist Niels Finsen? 9. Hvaða þrjár óperur hafa verið gerðar um Faust eftir Goete? 10. Gáta: Karl gekk út um nótt og gerði það sem Guð gat ekki. Sjá svör á bls. 14. 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.