Vikan


Vikan - 02.04.1953, Blaðsíða 2

Vikan - 02.04.1953, Blaðsíða 2
færandi Framhalds- SAGAN um Odette, sem nú er verið að birta hérna í VIK- UNN'I, er nýstárleg að því leyti, að hún er sönn. Ég veit ekki til þess, að það liafi skeð oft áður, að íslenzk blöð hafi birt sannar íramhaldssögur, mér er næst að ætla að þetta heim- ilisblað sé á þessum vettvangi að vinna hálfgert brautryðjendastarf. Eg drep á þetta hérna vegna þess að við erum að fá fyrir- spurnir um það öðru hverju á VIKUNNI, hvort Odette sé ekki eintómur skáldskapur. „Isfirðing- ur“ er meir að segja svo vantrú- aður á fyrirtækið, að hann þykist þekkja myndina af Odettu, segir að hún sé brezk leikkona, en komi ekki nafninu fyrir sig í svipinn. „ÍSFIR©INGUR“ mun ekki koma nafninu fyrir sig þó hann hugsi í þúsund ár, ekki ef hann heldur fast við það, að stúlkan á bls. 11 sé leikkona. I»etta er njósn- . arinn Odette, sem sagan fjallar um, stúlkan sem fór til Frakk- lands í stríðið og sem í þessu tölu- blaði gistir miður eftirsóknarverð- an stað í Parísarstræti í Mar- seilles. Hinsvegar má vel vera, að VIKAN geti áður en langt um líður birt mynd af enskri leik- konu í hlutverki söguhetjunnar okkar. I»að er búið að búa til kvikmynd um stríðssögu þessarar stúlku, og Austurbæjarbíó mun vera búið að semja um sýningar- rétt á myndinni hér heima og fá hana innan nokkurra vikna. ANNA NEAGLE, sem er ís- lenzkum bíógestum að góðu kimn, leikur Odette, og kvað gera það með miklum ágætum. Söguþræð- inum er fylgt nákvæmlega og hann hvorki ýktur né gerður rómantísk- ari en efni standa til. Rómantíkin er raunar fyrir hendi í hetjusögu þessarar óvenjulegu stúlku, og naumast munu kvikmyndamenn- irnir geta kvartað yíir því, að söguna skorti dramatízkan spenn- ing. Hin raunverulega Odette, sem sagt er frá í VIKUNNI og sem myndin er af á bls. 11, horfist oftar en einu sinni í augu við dauðann; það er raunar eitt af kraftaverkum stríðsáranna, hvern- ig hún lifði þann dag að sjá ást- vini sina aftur. u R því ég er farinn að gera grein fyrir efni blaðsins, er bezt að ég undirstriki það hérna, að Jazzdálkarnir, sem birtast í öðru hverju tölublaði, eru unnir úti í bæ. Jazzklúbburinn leggur til rit- stjórann og efnið, VIKAN lánar honum plássið. I»að má því segja, að klúbburinn sé gestur blaðsins núna um nokkurra vikna skeið, gestur sem við hyggjum að allstór lesendahópur — og þá fyrst og fremst yngra fólkið — hafi á- nægju af að kynnast. I TILEFNI af því, sem hér var sagt um kokteilboð síðast, spyr „tryggur lesandi" hvemig hann Pósturinn „lsold“ góð —• 1. Talaðu við Guðmund Ásgrímsson hjá J. Þor- láksson & Norðmann. 2. Kostnaður- inn fer eftir því, hvernig spaðinn er á sig kominn. 3. Það tekur skamm- an tíma. geti búið til góðan martini-kok- teil. Svar: 1 hluti vermouth, 1—2 hlutar gin. Aðvörun: Gin kostar 110 krón- ur, vermundur 65 krónur, auk þess fylgir þessu oftast ofsalegur höf- uðverkur. Ábending: Mjólkurpotturinn kostar tvær áttatiu og fimm. E G heyrði um daginn tvær skraddarasögur, sem mér finnst að mættu gjarnan vera í umferð svo- lítið lengur. Það kom ' maður til skraddara og lét hann sauma á sig föt, þegar þau voru búin, mátaði hann þau á staðnum og borgaði svo fyrir 1200 krónur. Viku seinna var sami maðurinn samt kominn aftur til sama skraddarans, og nú var hann alls- nakinn, nema með handklæði um sig miðjan. — Þokkalegur piltur þú ert, sagði hann við skraddar- ann. Selur mér föt Reykjavík, nuddi svera kálfa og að oft hafi náðst góður árangur. á 1200 krónur, og eftir viku er ekkert eftir af þeim. — Og hvað heldurðu sé eftir af 1200 krónunum? spurði skradd- arinn. ÞeTTA mun vera einskonar dýrtíðarsaga. Hin sagan er hins- vegar á þá leið, að maður hafi komið með f jóra metra af dýrindis fataefni til skraddarans síns og beðið hann að sauma á sig föt. Skraddarinn sagðist ekki geta það, efnið væri of lítið. Þá fór maðurinn til annars skraddara og sá saumaði fötin í snarkasti. Þetta fannst manninum al- mennileg afgreiðsla, og viku seinna fór hann til skraddarans aftur til þess að þakka lionum fyrir. Þegar hann var að því, kom tíu ára sonur skraddarans niður í búðina, og maðurinn sá, að strákurinn var í fötum úr efninu hans. Þetta fannst lionum að vísu hálf sltuggaleg afgreiðsla, en á- kvað samt að láta það liggja milli hluta. Svo datt honum í hug, að nú gæti hann sýnt skraddara númer eitt svart á hvítu, að efnið hefði verið feikinóg í fötin. — Þokkalegur piltur þú ert, sagði hann við skraddara númer eitt. Segir að efnið sé ekki nógu mikið, þegar vstarfsbróðir þinn getur ekki einasta saumað úr því föt á mig heldur lika á son sinn tíu ára. — En sonur MINN er 18 ára, svaraði skraddarinn. G. J. Á. Áhugasaman langar til að lœra að syngja dœgurlög, en veit ekki hvert hann á að snúá sér. Svar: Reyndu að tala við einhvern stjórnanda danshljómsveitanna eða þá sem sjá um danslagakeppni S.G.T. og heyrðu álit þeirra um rödd þína. Svar til „eins aðdáanda": 1 40. tölublaði síðasta árgangs VIKUNNAR birtum við mynd ásamt nokkrum upplýs- ingum um llllu Jakobson, en hér fylgir mynd af Yvonne De Carlo. Hún er 163 sm. á hæð, dökkbrún- hærð og hefur biágrá augu. Hún er fædd í Van- couver 1. 9. 1922 og fór að leika i kvikmyndum 1941. Áður starfaði hún sem dansmey á næturklúbbum. Hún leikur venju- Til lesenda Vegna páskanna fellur eitt blað úr í þessum mánuði. Næsta tölublað VIKUNNAR kemur út 16. þ. m. FRÍMERIÍ JASKIPTI! Hollenzkur maður, J. Kriete- meyer, Jan Gyzenkade 73, Haar- lem, sem missti frímerkjasafn sitt í flóðunum miklu, óskar eftir að komast i samband við íslenzkan frímerkjasafnara. Yvonne De Carló lega rómantíska og dularfulla hetju í litríkum myndum eða skapmikla konu. A .V-; ú r, hpfwn rv 1 Svar til Kalla káta: Hvernig væri að snúa sér til Búnaðarfélagsins eða landbúnaðarráðunautsins í þinni sveit til aö fá ráðleggingar um kaup á landbúnaðarvélum. Aftur á móti kunnum við ágætt ráð við spurn- ingu nr. 3, sem var svona: „Hvernig á ég að fara að því að verða svo- lítið feitur og vöðvastæltur. Ég drekk bara kaffi á morgnana og kvöldin og borða sama sem aldrei miðdegismat" ? Allur vandinn er að borða eins og annað fólk, á morgn- ana, kvöldin og um miðjan daginn. . . . Mig langar til að spyrja þig, hvað ég eigi að gera. Ég hef svo digra kálfa . . . ? Svar: Við höfum frétt að snyrti- stofan Heba, Austurstræti 14 í EDWIN ARNASON LINDARGÖTU 25 SÍMI 3743 Fyrirliggja ndi: VEGGFLlSAR, hvítar og mislitar. ELDHUSVASKAR. BAÐKER. W. C. KASSAR, háskolandi. W. C. KASSAR, lágskolandi. W. C. SKÁLAR. W. C. SETUR, hvítar og svartar. OLfUBRENNARAR. CARBORATORAR. FITTINGS, alls konar. Sendum gegn póstkröfu um land allt Sigiivatur Einarsson & Co. Garðastræti 45 — Sími 2847. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365. 2

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.