Vikan - 30.04.1953, Síða 8
Nýi bíllinn hans frænda
RÖDDIN hans frænda míns barst til mín
gegnum símann, skræk af taugaóstyrk
og hrifningu: — Komdu hingað og þá skal ég
sýna þér nýja bílinn minn, sagði hann. — Ég
var að fá hann heim og nú ætla ég að skreppa
niður á lögreglustöð til að sækja ökuleyfið
mitt.
Þetta var furðuleg frétt. Frændi hafði tvis-
var áður reynt að fá ökuleyfi,/ en í hvorugt
skiptið haft heppnina með sér. Hann hélt þvi
fram, að orsökin lægi I því, að hann hefði
einhver æsandi áhrif á ökukennara. En það
væri áreiðanlega ekkert bogið við kunnáttu
hans.
Ég skoðaði þetta gijáandi furðuverk í krók
og kring, meðan frændi útskýrði með háfleyg-
um orðum alla kosti farartækisins umfram
aðra bíla. Mig minnir að hann segði að þetta
væri fyrsta flokks ,,Chopin“-bíll, en það getur
vel verið að ég rugli því saman við eitthvað
annað.
Mig dauðlangaði til að spyrja hann um,
hvernig hann hefði farið að því að fá öku-
leyfið — hvort hann hefði sett upp falskt
skegg eða breytt áhrifum sinum á ökukenn-
ara. En ég þorði það ekki.
Syngjandi kátur tók frændi strætisvagn, til
þess að fara á lögreglustöðina. Frænka gekk
einu sinni enn kringum bílinn og þurrkaði af
honum imyndað ryk.
— Þetta er dásamlegur bíll, sagði hún. —
Okkur hefur dreymt um að eignast svona bíl
síðan við giftum okkur. Hún settist við stýrið
og fór svo að ýta á ýmsa hnappa. — Komdu
upp í. Við skulum reyna hann.
Ég hélt að hana langaði til að vita hvernig
það væri að sitja í honum, en ég hlýt að hafa
misskilið hana. Áður en ég fékk tíma til að
setjast, kastaðist ég ofan í sætið og á sama
augnabliki kom annar steinstólpinn í hliðinu
í ljós fyrir framan bílinn. Ég get aldrei skilið
hvernig nokkur mannlegur máttur gat afstýrt
því, að við rækjumst á stólpann, en áður en
ég hafði ráðrúm til að loka augunum, ókum
við á fleygiferð eftir götunni og vorum næst-
um komin inn í mjólkurbil. Bílstjórinn hélt
auðsjáanlega, að þetta væri banatilræði við
sig, því hann varð alveg fjúkandi vondur.
— Hvað sagði hann? spurði frænka forvit-
in. En þegar ég sagði henni það, roðnaði hún
og varð sármóðguð. — Þetta hlýtur að vera
einhver dóni.
Ég komst að raun um að frænka gamla
hafði sérstaka hæfileika í þá átt að smjúga á
milli bíla, stela réttinum af hverjum sem var
og aka hægra megin á götunni. Og þetta
virtist hafa truflandi áhrif á alla aðra bíl-
stjóra.
■— Ég get ekki skilið, hvers vegna hann vill
alltaf vera hægra megin á veginum, sagði hún.
Ég starði á hana, og hræðilegur grunur hel-
tók mig. — Hvað er langt siðan þú fékkst
ökuleyfi? spurði ég.
— ökuleyfi ? sagði frænka min undrandi.
— Satt að segja hef ég ekki ökuleyfi, en þetta
gengur Ijómandi vel. Frændi þinn er svo oft
búinn að segja mér hvernig eigi að aka bíl.
Ég held að ég hafi sagt að þama þyrfti ég
einmitt að fara úr, en með sjálfum mér vissi
ég, að ég var glataður, og ég beygði mig
fyrir örlögunum. Rólegur horfði ég á það, þeg-
ar sparihatturinn minn tókst á loft og hvarf
fyrir næsta horn, og þó ég sæi á eftir sendi-
sveini sem forðaði sér á reiðhjóli niður kjall-
Framhald á bls. 14.
— Hver gaf henni hana?
— Það gerði ég.
— Og kom enginn í heimsókn um kvöldið?
■—- Enginn, herra minn.
-—• En fyrr um daginn?
— Ég man ekki eftir að nokkur kæmi. Ung-
frú Adams kom hvorki heim í hádegismat né
síðdegiste. Hún kom ekki heim fyrr en um sex
leytið.
— Hvenær kom mjólkin? Mjólkin sem hún
drakk í gærkvöldi ?
—■ Hún fékk af nýju mjólkinni, það er að
segja af síðdegismjólkinni. Mjólkursendillinn
skilur hana alltaf eftir við dyrnar um fjögur
leytið. En ég er viss um að það var ekkert
að mjólkinni. Ég notaði hana sjálf út í teið mitt
í morgun. Og læknirinn sagðist líka vera alveg
viss um að hún hefði tekið þetta hættulega lyf
sjálf.
— Það getur verið að ég hafi rangt fyrir mér,
sagði Poirot. — Já, það getur vel verið að ég sé
á rangri leið. Ég ætla að tala við læknirinn. En
Ungfrú Adams átti óvini. 1 Ameríku er allt svo
ólíkt því sem það er hér . . . Hann þagnaði og
hún greip agnið.
— Já, ég veit það. Ég hef lesið um Chicago
og alla glæpamennina þar. Það hlýtur að vera
óguðlegt land og ég get ímyndað mér, að lög-
reglan þar sjái sitt af hverju. Það er eitthvað
annað en lögregluþjónarnir okkar.
Poirot lét þetta gott heita og var harðánægð-
ur með að þessi hugsunarháttur losaði hann við
að útskýra málið fyrir Alice Bennett. Hann kom
auga á skjalatösku, sem lá á stól.
— Var ungfrú Adams með þessa tösku, þegar
hún fór út í gærkvöldi ?
— Hún fór með hana í gærmorgun. Þegar hún
kom aftur heim var hún ekki með töskuna, en í
gærkvöldi kom hún með hana.
— Jæja? Má ég opna hana?
Alice Bennett hefði nú leyft hvað sem var.
Hún var eins og flest tortryggið og slungið
fólk, þegar einu sinni var búið að sannfæra hana,
hvert sem var. Hún hefði samþykkt hvað, sem
Pairot hefði dottið í hug að fara fram á.
Taskan var ekki læst. Poirot opnaði hana. Ég
gekk til hans og leit yfir öxlina á honum.
— Sjáðu Hastings, sjáðu, muldraði hann æst-
ur.
Innihaldið var sannarlega fróðlegt.
Þar var dós með andlitsfarða, innlegg í skó,
sem notað er til að hækka fólk um 'einn eða tvo
þumlunga, gráir hanzkar og að lokum eitthvað
vafið innan í pappír. Það reyndist vera falleg
hárkolla með gullnu hári, skiptu í miðju og
krulluðu i hnakkanum, alveg eins og hárið á
Jane Wilkinson.
— Efastu lengur, Hastings ? spurði Poirot.
Ég held að fram að þessu hafi ég verið í vafa,
en nú gat ég ekki efast lengur. Poirot lokaði
töskunni aftur og sneri sér að stúlkunni.
— Vitið þér með hverjum ungfrú Adams borð-
aði í gærkvöldi ?
— Nei, herra minn. /
— Vitið þér með hverjum hún borðaði mið-
degisverð eða drakk síðdegiste?
— Ég veit ekki með hverjum hún drakk teið,
en ég held áð hún hafi borðað með ungfrú Driver.
— Ungfrú Driver?
— Já, ungfrú Driver var mikil vinkona henn-
ar. Hún hefur hattabúð i Moffattstræti, rétt við
hornið á Bondstræti. Búðin heitir Geneviev.
Poirot skrifaði heimilisfangið í vasabók sína
hjá nafni læknisins.
— Aðeins eitt enn, Madame. Munið þér eftir
nokkru óvenjulegu eða eftirtektarverðu —
hversu lítilfjörlegt sem það er — sem Mademoi-
selle Adams sagði eða gerði þegar hún kom heim
klukkan sex?
Stúlkan hugsaði sig um 'í nokkrar mínútur.
— Nei, því miður man ég ekki eftir neinu, sagði
hún að lokum. — Ég spurði hana hvort hún vildi
te, en hún sagðist vera búin að drekka.
— Jæja, sagðist hún vera búin að drekka,
endurtók Poirot. Afsakið, haldið áfram.
— Og svo sat hún við bréfaskriftir þangað
til hún fór aftur.
— Bréfaskriftir ? Vitið þér hverjum hún skrif-
aði?
— Já, herra minn. Hún skrifaði eitt bréf —
til systur sinnar í Washington. Hún var vön að
skrifa systur sinni reglulega tvisvar í viku. Hún
tók bréfið með sér, til að setja það í póstkassa,
svo það næði næstu póstferð. En svo hefur hún
gleymt þvi.
— Er það hér enn?
— Nei, herra minn. Ég setti það í póstkassanm
Hún mundi eftir því rétt áður en hún fór i
rúmið í gærkvöldi og ég bauðst til að hlaupa
með það út. Það var enn tími til að koma því,
með því að borga meira undir það og setja það
í aukakassann.
— Og er hann langt héðan ?
— Nei, pósthúsið er hérna hinu megin við
næsta götuhorn.
— Læstuð þér dyrunum á eftir yður?
Bennett starði á hann: — Nei, ég lagði hurð-
ina aftur, eins og ég er vön að gera, þegar ég
fer í pósthúsið.
Poirot virtist ætla að segja eitthvað — en svo-
hætti hann við það.
— Viljið þér sjá hana? spurði konan með
tárin í augunum. — Hún er svo falleg.
Við gengum á eftir henni inn i svefnherbcrgið.
Carlotta Adams var einkennilega róleg á svip-
inn og miklu unglegri en hún hafði verið, þeg-
ar við sáum hana á Savoyhótelinu. Hún var eins
og sofandi, þreytt barn.
Það færðist einkennilegur svipur yfir andlit
Poirots, meðan hann horfði á hana. Ég sá að
hann gerði krossmark yfir henni.
—• J’ai fait un serment, Hastings, sagði hann
þegar við gengum niður stigann.
Ég spurði hann ekki hvers konar eið hann.
hefði svarið. Ég 'gat getið mér þess til.
Nokkrum mínútum seinna sagði hann: — Eimt
fargi er þó að minnsta kosti létt af mér. Ég
hefði ekki getað bjargað henni. Hún var dáin
þegar ég frétti um andlát Edgwares lávarðar.
Mér er huggun í því. Já, mér er mikil huggun
í því.
8