Vikan


Vikan - 30.04.1953, Page 12

Vikan - 30.04.1953, Page 12
11 HEIMILIÐ II |1 BITSTJÓRI: ElJN PAEMADÓTTIR \| L....................... Þeir sem borga brúsann. Samtök neytenda. RÁTT fyrir miklar framfarir á siðustu 'áratugum, hefur hús- mæðrum að mörgu leyti verið gert erfiðara fyrir um heimilishaldið. Það er t. d. ekki svo ýkja langt síðan maður með meðallaun hafði efni á því að hafa stúlku til hjálpar á heim- ili sínu, en nú verða sífellt fleiri að komast af hjálparlaust. Og á sama tíma hefur dregið úr ýmsum þeim hlunnindum, sem heimilin höfðu. Nú er verzlunum t. d. lokað áður en eig- inmaðurinn kemur heim úr vinnu sinni og getur annaðhvort skroppið i búð eða gætt barnanna meðan hús- móðirin kaupir sjálf inn, svo eitt dæmi sé nefnt. Samtök þeirra sem fá borgað hafa að ýmsu leyti þrengt að þeim sem borga og ekki hafa hingað til bundizt neinum samtök- um. Við getum vafalaust öll nefnt fjöl- margt, sem við viljum fá breytt og komið i betra horf. En hvað getum við gert? Við getum nöldrað hvert við annað og skrifað Daglega lífinu í Morgunblaðinu eða svipuðum dálk- um í hinum blöðunum, en okkur, dettur ekki í hug að það beri nokk- um árangur. Við getum að visu lög- sótt þann, sem beitir okkur órétti, en það er bæði dýr og erfið leið. Oftast látum við okkur því nægja að yppta öxlum og læra af reynslunni, þó sífellt fáum við ný vandamál að fást við og æfin endist varla til að iæra að vara sig á öllum gildrun- um. En ef allt það fólk, sem hefur sömu kvartanir og við og sömu til- lögur til úrbóta, væri saman komið á einn stað, er ekki mikill vafi á því að við fengjum leiðréttingu mála okkar. N ey tendasamtök í Reykjavík Nú er búið að stofna samtök neyt- enda í Reykjavík, þar sem þeir á næstunni geta borið fram kvartanir sínar og fengið leiðréttingu mála sinna, ef þeir eru sviknir I viðskipt- um. Samtök þessi voru stofnuð 23. marz og á næstunni munu þau opna skrifstofu, þar sem félagsmönnum verða látnar í té alls konar upplýs- ingar og þar geta þeir fengið að- stoð lögfræðings þess, sem skrifstof- an hefur yfir að ráða. Frumkvæðið að þessum samtök- um átti Sveinn Ásgeirsson hagfræð- ingur og síðastliðið haust flutti hann tvö stórfróðleg erindi um þessi mál í ríkisútvarpið. Neytendasamtökin hafa það mark- mið að gæta hagsmuna neytenda al- mennt í Reykjavík og á það ekki síður við um þjónustu þá, sem borg- urunum er látin í té, en um þær vörur, sem þeir kaupa. Tilgangi sínum hyggjast samtökin að ná m. a. með því að vaka yfir því að fyllsta tillit sé tekið til neyt- enda- almennt, þegar settar eru regl- ur eða ákvarðanir teknar, sem snerta almenning. Það virðist t. d. vera bæði kaupendum og seljendum i hag, að verzlanir skiptist á um að hafa opið, því ef menn geta ekki keypt nauðsynjar sínar fyrir lög- skipaðan lokunartima sölubúða, verða þeir að vera án þeirra. Sam- tök þessara tveggja aðila, þegar þau eru fyrir hendi, ættu þvi að geta samið um þessi mál. Fræðsla um vöruval og hvernig fólk á að varast það að vera blekkt, er líka á stefnuskrá samtakanna. Menn geta ekki haft sérþekkingu nema á takmörkuðu sviði og nú á tímum auglýsinganna og lokkandi umbúða er nauðsynlegt að fá fræðslu í þessum efnum hjá þeim mönnum, sem hafa kynnt sér þau. Á vegum danska neytendaráðsins hafa verið haldin námskeið um það,- hvernig hagkvæmast er að haga kaupum sínum og þau hafa gefizt mjög vel. Gæðamat á vörum 1 mörgum nágrannalöndum okkar hefur verið komið á gæðamati á vörum. 1 Ameríku veita neytenda- samtökin framleiðendum leyfi til að merkja þær vörur á sérstakan hátt, sem hafa gengið undir og staðizt rannsókn. Neytandinn getur þá verið viss um að verða ekki svikinn á vör- um, sem þannig eru merktar. I Danmörku eru nokkur stór fyrir- tæki farin að gæðamerkja vörur sínar, fyrir áhrif frá neytendasam- tökunum þar í landi og getur kaup- andinn því t. d. séð hvort efni það, sem hann ætlar að kaupa, þolir þvott, gefur lit, krumpast o. s. frv. I Svíþjóð hefur Rannsóknarstofa heimilanna m. a. endurbætt alls kon- ar heimilisáhöld og heimilisvélar og rannsakað neysluvörur, til leiðbein- ingar fyrir framleiðendur, seljendur og kaupendur. Eitt af aðalviðfangsefnum NSR er að koma á fót gæðamati hér á landi og sjá til þess, að það verði sem viðtækast. Það segir sig sjálft, að gæðamat er framleiðendum ekki síð- ur í hag en neytendum, þvi það sker úr um gæði vörunnar og stuðlar að því að lélegar vörur hverfi af mark- aðnum. Ekki þarf að óttast óná- kvæmni, því flestar vörur er hægt að rannsaka á visindalegan hátt. Við kaup á erlendum vörum ætti að vera hægt að styðjast við gæðamat í þeim löndum, sem það hafa. Þjónusta við borgarana En við borgum fyrir fleira en vörur. Við borgum líka fyrir alls konar þjónustu. Þeirri þjónustu er víða mjög ábótavant. Við skulum taka efnalaugarnar sem dæmi. Þær taka við fatnaði, fá viðskiptavinin- um miða, sem á stendur að þær beri enga ábyrgð á flíkinni og geta eyði- lagt og jafnvel týnt henni, án þess að eigandinn geti svo mikið sem mót- mælt því. Og ætli flestar húsmæður vildu ekki eiga kost á því, að borga svolítið meira fyrir mjólkina og fá hana senda heim o. s. frv. Þetta eru aðens örfá þeirra mála, sem má kippa í lag, ef nógu marg- ir neytendur sýna áhuga á að koma þeim í framkvæmd og starfskilyrði neytendasamtakanna byggjast auð- vitað á þvi hversu margir neytend- ur standa á bak við þau. Neytendasamtökin i Reykjavík hafa í hyggju umfangsmikla skoð- anakönnun um leið og samtökin eru efld. Á næstunni mun líka koma út blað á vegum samtakanna, og í því verður gerð grein fyrir hagsmuna- málum neytenda, veittar ýmsar upp- lýsingar, sem að gagni mega koma o. fl. Stjórn félagsins skipa 25 menn af öllum stéttum, sem velja tvo menn úr sínum hópi, til að annast fram- kvæmdir. Formaður er Sveinn Ás- geirsson hagfræðingur. Þessi fyrstu samtök ná aðeins til þeirra sem bú- settir eru innan lögsagnarumdæmis Enn um bón Heimilissíðunni hefur bor- izt eftirfarandi bréf frá Hús- móður: 1 síðasta blaði gerðuð þér Johnsons-bónið að umtalsefni og þá datt mér í hug að skýra frá reynslu minni af nýju bóni. Það er þýzkt bónduft, sem nefnist Ge-Halin. Það er framleitt í litlum baukum með götum á, svo hægt sé að strá því beint út bauknum á gólfin. Bónið er mjög drjúgt, því ekki er gott að bera mik- ið á í einu. Því næst vef ég klút um kústinn minn og nudda yfir gólfin. Þannig losna ég við að beygja mig og aldrei hefi ég haft eins lítið fyrir að fá gólfin mín til að gljáa. Auðvitað þarf öðru hvoru að strjúka yfir gólfið með votum klút og oft kemur það fyrir, að ég bóna bara yfir þau eftir þvottinn, án þess að bæta á þau bónduftinu. Bónið á að geyma á köldum stað. Eftir að hafa notað þetta bón í margar vikur, get ég eindregið mælt með því við íslenzkar húsmæður. Svona hljóðar bréf húsmóður og- við getum bætt þvl við að Ge- Halin baukurinn kostar kr. 12.80. Reykjavíkur, en síðar meir má setja á stofn fleiri deildir út um land, sem þá mynda með sér samband. Öll erum við neytendur o g öll eigum við þvi erindi í neytendasam- tök og 15 kr. árgjaldið virðist ekki vera há greiðsla fyrir þau hlunnindi, sem neytendasamtökin geta smám saman veitt okkur. ODETTE I BRÁ0R1 HÆTTU Það yrði of langt mál að útskýra það, hvemig þau mistök urðu, sem blasa hér við á næstu tveimur blað- síðum. Nóg er að upplýsa, að það er mjög auðvelt að hafa svona endaskipti á hlutunum, ef prentvillu- púkinn er í essinu sínu á annað borð. Hinsvegar get- um við vakið athygli lesendanna á óhappinu vegna þess, að ólukkusíðumar tvær em prentaðar á undan öllum öðrum síðum, og notum tækifærið til að biðja lesenduma afsökunar. Sæmilega greindum mönnum ættu þessi mistök þó ekki að valda neinum veruleg- um vandræðum: allur galdurinn er sá að byrja í þetta skipti að lesa ODETTE á bls. 14 og halda svo áfram á bls. 13; það er semsagt kínverskt fyrirkomu- lag á hlutunum hjá okkur í þetta skipti. 12

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.