Vikan


Vikan - 07.05.1953, Page 2

Vikan - 07.05.1953, Page 2
’>niiiiiiiiiHiii||iiiiiiU||l||||||iauaiii|||||||||||||||i|||||iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|l||||iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|||||||iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii||||iiiiiiiiiiiii|l||||||||||||||||||ll|||||||||||||||||||||||l|i,|,|||||||||||||,|||||||,a,,iihiiii, nuinnuntn,,,,,,,,, ...................................................................................................................................................................................................................................................................ummummuunuMunuunimiiniii^ V* í frá- sögur færandi I ÞESSUM DÁLKTJM fyrsta sumardag: var rabbað svolítið um útileg'ur og ferðalög, og í fram- haldi af því hef ég fengið bréf frá ástfangnum eiginmanni, sem sjálfsagt er að birta. Hann skrifar: „Ég var að Iesa hugleiðingar þinar um útilegur og get tekið undir það sem þú segir um úti- leguferðir hjóna. Ef maður kemst nokkurntíma að hinu sanna eðli konunnar sinnar, þá er það við slík tækifæri. „En gleymdirðu ekki að taka það fram, að ein bezta leiðin til að finna góða eiginkonu (eða góð- an eiginmann) er að taka bak- pokann sinn og halda upp í sveit? ÞtJ minnist á ung hjón, sem fóru í útilegu og lentu í samfelldri tiu daga rigningu. Ég sá konuna mína í fyrsta sinn í rigningu, en hún var þá á gangi með tveimur vinstúlkum sinum skammt frá Selfossi, og þær voru sýnilega á ferðalagi. „1 annað sinn sem ég sá hana, var lika rigning; það var ári seinna fyrir sunnan Þingvalla- vatn. „1 þriðja skiptið sá ég liana viku seinna, og enn var rigning og hún var á bátskrifli með tvo brúsa að sækja mjólk. Við það tækifæri tókum við tal saman í fyrsta skipti — og rúmum þrem- ur mánuðum siðar vorum við gift. „Þetta var fyrir fimm árum, og síðan höfum við farið i marg- ar útilegur. Stundiun hefur rignt og stundum ekki. En við munum halda áfram að fara í fcrðalög saman upp í sveit og gista í tjaldi á meðan við getum stigið í fæt- urna. Við látum rigningu ekkert á okkur fá, enda skeður margt dásamlegt í þessháttar veðri.“ ANNAÐ bréf hef ég hérna, sem mér finnst ég verða að birta, þó að ég geti lítið gert fyrir bréf- ritarann. Það er frá kornungum kunningja VIKUNNAK á Þórs- höfn og hljóðar svo: „Kæra Vika! Ég Ias það í grein- inni 1 frásögur færandi, að mótor- hjólareið væri iðkuð mikið úti í löndum, og að þú hafir verið að lesa það í blaöi eða i blaði um mótorhjól og mótorhjólafólk. Nú ætla ég að biðja þig að gefa mér upplýsingar um hvar hægt er að fá þetta blað og hvað það kostar og hvert lesmálið í því sé ekki á íslenzku. Svo þætti mér vænt um að fá að vita hvert það fást ekki mótorhjól t. d. í verzlunum i reikjavík, eða ef svo er ekki, þá hvert ekki eru einhverjir prívatt menn sem hafa þau til sölu mótor- lijól, og svo hvað þau munu kosta. Hvar er hægt að fá dálítið stór hlífðargleraugu eins og munu vera heppileg á mótorhjól ? Hvað kosta þau? Þætti svo gott að fá svör í Vik- unni til A.J.M. Bless, A.J.M. Ég hef áhuga á mótorlijólum.“ SvONA er bréfið frá unga mótorhjólamanninum á Þórshöfn. Og svörin við spurningum hans hljóða svona: 1) Mótorhjólablað- ið er ekki selt á Islandi og er skrifað á ensku. 2) Mótorhjól fást ekki í verzlunum í Reyitjavík, en þeir, sem hafa leyfi, geta keypt þau að utan og þá kosta þau þetta frá fimm upp í tíu þúsund krónur. 8) Ósvikin dálítið stór lilífðargler- augu (eins og munu vera heppi- leg á mótorhjól) virðast vera ófá- anleg hér í bænum. EnSKT blað skýrir svo frá, að „indverskt" veitingahús í París bjóði viðskiptavinum sínum upp á spánýja tegund af kokteil. Hon- um hefur verið nafn gefið og heit- ir „Asha“. Asha á ekki sinn líka í víðri veröld. Samlívæmt auglýsingu yeitingahússins er kokteillinn bú- inn til úr „sterku áfengi blönd- uðu muldum perlum, demöntiun og rúbínum". Verðið er líka nefnt — um 1800 krónur pr. glas. SAMA blað skýrir frá svör- mn nokkurra barna í alþjóðlega barnaþorpinu Pestalozzi í Sviss- landi, en þau voru fyrir skemmstu beðin um að skrifa á blað þrjár heitustu óskir sínar. Ellefu ára telpa vildi eignast „hund til aðfara með í gönguferðir, girðingu svo að iiundurinn skemmi ekki blómin og bíl svo að ég verði ekki að A borga fyrir mig ' I«, t i strætó." Þrett- ( l" án ára piltur Í- vildi „giftast 20 ára, verða lang- Qf stökkvarioglifa .j/\ [ v) í friði.“ Og 14 7*.*?50 ára telpa ósk- U /\ V) aði sér „friðar í heiminum og að enginn sé stjórn- málamaður svo að við getum lif- að án þess að hugsa um þriðju heimsstyrjöldina þeirra.“ Gt. J. A. POSTURIIMIM Þar eð ég sé í liverju blaði að þú svarar spumingum fyrir svo marga um ýmislegt efni og þó einna mest um leikara, sem œtti ekki að þurfa, þegar gefin eru út svo mörg blöð og tímarit sem fjalla eingöngu um leikara, svo mig langar til að biðja þig að bregða útaf þeim vana og svara eftirfarandi spurningum fyrir mig: 1. Þarf landspróf til inntöku í Samvinnuskólann? eða þarf sérstakt inntökupróf ? 2. Hvað eru margir bekkir í skól- anum ? 3. Hvaða námsbœkur eru helst kenndar? • og eftir hyerja eru þœr? Dúlli. Af talsverðri reynslu getum við fullvissað þig um, að það er miklu auðveldara að fá upplýsingar um ýmsa skóla en um leikara. Það er hægt að skrifa skólunum eða hringja til þeirra. Aftur á móti gerum við hérna á VIKUNNI ekkert upp á milli þeirra sem skrifa okkur, en þar sem hér bíður full skúffa af bréfum, verða bréfritararnir að vera þolinmóðir. Svo snúum við okkur að spurningum þínum. VDE)TÖL við þjóðkunna menn, sem birtast í SAMTlÐINNI, vekja athygli. 10 hefti (320 bls.) árlega fyrir að- eins 35 kr. Sendið áskriftarpönt- un, og þér fáið timaritið frá sið- ustu áramótum. Árgjald fylgi pöntun. 1. Nemandi þarf að hafa lokið miðskólaprófi til að fá inngöngu í Samvinnuskólann. Inntökupróf er tekið á haustin venjulega upp úr 20. sept. 2. I skólanum er ein aðaldeild (l vetur) og síðan eru 8 nemendur teknir í framhaldsdeild (1 vetur). 3. Námsbækurnar eru of margar til að telja þær upp hér, en þú ætt- ir að skrifa Samvinnuskólanum, Sambandshúsinu í Reykjavík, og fá upplýsingar um það. Viltu vera svo góð að hjálpa mér með nafnið Stefán. Hvað þýðir það? Hvaðan er nafnið ? Svar: Stefán er grískt orð Stefan- us og þýðir Krans. Heilagur Stefán var fyrsti píslarvotturinn. Framhald á bls. 14. FORSÍÐUMYNDIN er af málmsteypu i Vélsmiðju Hafnarfjarðar. Það er verið að hella í mótin. Bráðið járnið (1300°) rennur úr deiglunni í sandkassana. Maðurinn fremst: Pétur Auð- unsson. Yfir öxl hans: Magnús Bjarnason. Til hægri: Leifur Magnússon. Sjálfur steypumað- urinn heldur í stöngina, sem fer út úr myndinni til hægri, og hall- ar deiglunni. Hann sést ekki. — Ljósm.: Ásgeir Long. ~igfugc/a//cá/ EDWIN ARNASON LINDARGÖTU 25 SÍMI 3743 »>»»»»»»»»»»>» Í »»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»> ♦ W W w w w í V w w w w w w w w w w w w w w w w w w w w w w w DEODORANT FOOD CREAM H. 222. w W: w w w w w w V w hjálpar yður til þess að losna við fótraka og £; svitalykt. Fæst hjá flestum Rakarastofum í Reykja- K vík, kaupmönnum og kaupfélögum annars ►$« ;t; staðar á landinu. || V V V . jiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiimiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiniiiiiii >>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>^ títgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365. 2 /

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.