Vikan - 07.05.1953, Side 5
Andlát Edgware lávarðar
10 Eftir AGATHA CHRISTIE
FORSAGA:
Leikkonan Jane Wilkinson biður
leynilögreglumanninn Hercule Poi-
rot um að tala við mann sinn,
Edg'ware lávarð og fá hann til að
gefa eftir skilnað, svo hún geti
gifzt aftur, en því hefur hann áð-
ur neitað áfdráttarlaust. Hún hef-
ur í hótunun/ um að drepa mann
sinn og leikarinn Bryan Martin og
eftirherman Carlotta Adams, sem
hermir mjög vel eftir henni, hlusta
á. Poirot og Hastings kapteinn fara
á fund lávarðarins og frétta, að hann
hefur skrifað konu sinni fyrir mörgum
mánuðum og samþykkt skilnaðinn. Dag-
inn eftir kemur Japp lögregluforingi og
segir að Jane Wilkinson hafi komið heim
til manns síns kvöldið áður og drepið
hann með hnif. Jane getur þó sannað að
hún hafi verið í kvöldverðarboði og að
hún hafi aðeins farið frá borðinu einu
sinni, þegar hún var göbbuð í símann.
Einkaritari lávarðarins og þjónninn full-
yrða þó, að þau hafi séð Jane Wilkinson,
þegar hún gekk inn til lávarðarins. Þegar
hér er komið sögu, hafa Poirot og Hast-
ings fundið Carlottu Adams dána heima
hjá sér. Hún hafði tekið inn of stór-
an skammt af eiturlyfi.
10. KAFLI
Jenný Driver.
NÆST fórum við til læknisins, sem þjónustu-
stúlka Carlottu Adams hafði visað okkur á.
Hann í-eyndist vera eldri maður, nokkuð óákveð-
inn í framkomu. Hann kannaðist við Poirot og
lét í ljósi mikla ánægju yfir að kynnast honum.
— Hvað get ég gert fyrir yður, M. Poirot?
spurði hann eftir nokkur kurteisleg orðaskipti.
— Þér voruð kallaður til ungfrú Carlottu
Adams í morgun, M. le docteur.
— Ó já, vesalings stúlkan. Hún var ágæt leik-
kona. Ég sá hana tvisvar sinnum leika. Það er
grátlegt, að hún skyldi enda æfi sína á þennan
hátt. Eg get ekki skilið hvers vegna ungar stúlk-
ur fara að taka inn eiturlyf.
— Álítið þér þá að hún hafi neytt eiturlyfja?
— Læknisfræðilega hefði ég ekki haldið það.
Hún hefur að minnsta kosti ekki tekið þau að
staðaldri. Það voru ekki sjáanleg nein merki eft-
ir nálina. Hún hefur því tekið inn pillur. Þjón-
ustustúlkan sagði að hún svæfi alltaf vel, en
auðvitað vita þjónustustúlkur aldrei um slíkt.
Ég held að hún hafi ekki tekið inn eiturlyf á
hverju kvöldi, en hún hefur samt neytt þess um
nokkurt skeið.
—■ Hvers vegna haldið þér það?
— Þetta. Æ, hvað gerði ég nú við það? Hann
rótaði í töskunni sinni. — Hérna er það. Hann
rétti fram litla svarta tösku úr marokkóleðri.
— Það verður vafalaust látin fara fram rann-
sókn. Eg tók hana þessvegna með mér, svo þjón-
ustustúlkan færi ekki að fitka við hana.
Hann opnaði töskuna og tók upp úr henni lítið
gullhylki. Það var merkt stöfunum G.A. úr rúbí-
um. Þetta var dýrmætur gripur. Læknirinn opn-
aði hylkið. Það var nærri fullt af hvítu dufti.
■— Eiturlyf, sagði hann stuttlega. — Lítið nú
á það, sem stendur innan í því. Innan í lok hylk-
isins var grafið:
C.A. frá D. París, 10. nóv
Sofðu rótt.
— Tíunda nóvember, sagði Poirot hugsandi.
— Það er einmitt það og nú er júní. Það sann-
ar að hún hefur að minnsta kosti verið farin að
taka þetta inn fyrir sex mánuðum og þar sem
við vitum ekki ártalið, geta verið 18 mánuðir
eða jafnvel tvö og hálft ár síðan hún fékk hylkið.
— París, sagði Poirot og hleypti brúnum.
— Já, gefur það yður nokkra vísbendingu?
Það er annars alveg rétt, ég er ekki farinn að
spyrja yður, hvers vegna þér hafið áhuga fyrir
þessu máli. Eg geri ráð fyrir því, að þér hafið
góða og gilda ástæðu til þess. Þér viljið komast
að því, hvort hún hafi framið sjálfsmorð, er það
ekki? En það get ég ekki sagt um. Það veit
enginn. Þjónustustúlkan segir að hún hafi verið
í góðu skapi í gær. Það bendir til þess, að um
óhapp sé að ræða og það held ég líka að það sé.
Þetta eiturlyf, sem hún tók, er ákaflega undar-
legt. Stundum getur maður tekið heilmikið af
því, án þess að nokkuð komi fyrir, en svo getur
það líka verið banvænt, þó ekki sé tekið nema
lítið eitt inn. Það er þessvegna mjög hættulegt.
Ég er í engum vafa um, að rannsóknin leiði í
Ijós, að hún hafi dáið af slysi.
— Má ég líta á tösku ungfrú Adams?
— Sjálfsagt.
— Poirot hvolfdi innihaldinu úr töskunni. 1
henni var fallegur vasaklútur, merktur C. M. A.,
púðurdós, varalitur, pundseðill og smápeningar
og að lokum nefgleraugu. Poirot rannsakaði þau
nákvæmlega. Gleraugun voru með gullumgjörð,
en dálitið skólakennaraleg og hátíðleg í lögun.
— Einkennilegt, sagði Poirot. — Ég vissi ekki
að ungfrú Adams notaði gleraugu. En þetta eru
lcannski aðeins lestrargleraugu.
Læknirinn tók þau. — Nei, þetta eru útigler-
augu, sagði hann ákveðinn. — Þau eru nokkuð
sterk. Sú, sem hefur þurft á þeim að halda, hlýt-
ur að hafa verið mjög nærsýn.
■— Þér vitið auðvitað ekki hvort . . .
— Ég hef aldrei komið til hennar áður. Ég
leit einu sinni á fingurmein, sem þjónustustúlk-
an var með. Það er í eina skiptið sem ég hef
komið þangað. Ungfrú Adams var ekki með nein
gleraugu þá.
Poirot þakkaði lækninum fyrir og við fórum.
Poirot var áhyggjufullur á svipinn. — Það getur
verið að mér skjátlist, sagði hann.
— Um eftirhermurnar ?
— Nei, nei. Það virðist sannað. Nei, ég á við
orsökina fyrir dauða hennar. Hún hefur auð-
sjáanlega átt eiturlyf í fórum sínum. Það getur
vel veriö að hún hafi verið þreytt og tauga-
óstyrk í gærkvöldi og ætlað að vera viss um að
sofa og hvíla sig.
En allt í einu snarstansaði hann -—• fólki til
mikillar undrunar — og barði krepptum hnef-
anum í lófa sinn.
— Nei, nei, nei, sagði hann með áherzlu. -—
Hví skyldi það gerast einmitt núna? Það var
ekki slys. Það var heldur ekki sjálfsmorð. Nei,
hún lék sitt hlutverk og skrifaði með þvi undir
dauðadóm sinn. Eiturlyfið var eingöngu valið,
vegna þess að vitað var, að hún tók það einstöku
sinnum inn og átti það. En ef svo er, hlýtur
morðinginn að vera náinn vinur hennar. Hver
er D., Hastings? Það væri fróðlegt að vita hver
D. er.
— Poirot, sagði ég, þegar hann hélt áfram að
standa þungt hugsandi á miðri götunni. — Eig-
um við ekki að halda áfram? Fólk er farið að
stara á okkur.
— Ha? já, þú hefur kannski rétt fyrir þér.
Annars er mér alveg sama þó fóllt stari á mig.
Það truflar hugsanagagn minn ekki hið allra
minnsta.
— Fólk er farið að hlægja að okkur, muldr-
aði ég.
■—- Það gerir ekkert til.
Ég var honum ekki sammála. Mér er meinilla
við að gera nokkuð, sem veltur athygli. En það
eina, sem hefur áhrif á Poirot, er óttinn við að
raki eða hiti fari illa með þetta fræga skegg
hans.
— Við skulum taka bíl, sagði Poirot og veif-
aði stafnum sínum.
Leigubíll ók upp að gangstéttinni. Poirot sagði
honum að aka til Genevieve í Moffattstræti.
Genevieve reyndist vera ein af þessum búðum,
þar sem sjaldséður hattur og slæða liggja í gler-
kassa niðri, en verzlunin sjálf er uppi. Þegar við
höfðum klifrað upp stiga með myglulykt, kom-
um við að dyrum, sem á stóð „Genevieve. Gangið
beint inn.“ Og þegar við höfðum hlýtt því, kom-
um við inn í lítið herbergi, fullt af höttum.
Glæsileg ljóshærð stúlka kom fram og leit tor-
tryggnislega á Poirot.
— Ungfrú Driver? spurði Poirot.
— Ég veit ekki hvort maddamm getur tekið
á móti yður. Viljið þér gjöra. svo vel að segja
mér í hvaða erindum þið komið.
— Segið ungfrú Driver að vinur uhgfrú Adams
vilji gjarnan hafa tal af henni.
Ljóshærða fegurðardísin þurfti ekki að skila
þessu, því svart flaujelistjald var skyndilega dreg-
ið til hliðar og lítil, fjörleg kona, með eldrautt
hár, kom í ljós.
— Hvað get ég gert fyrir yður? spurði hún.
Veiztu —?
1. Það eru þrjár mílur milli hæsta og
lægsta staðar Ameríku. Hverjir eru
þeir ?
2. Eftir hvern er þetta:
Eitt er þó nálega álíka veglegt hjá
báðum
því örlögin veittu óss í smæð vorri
dýrmætan frama
Ráðherratalan á Islandi og Englandi
orðin hin sama. [er bráðum
3. Hvort er Teheran höfuðborgin í Iran
eða Irak ?
4. Við hvaða fjörð stendur Suðureyri?
5. Hver var Friedrich Smetana ?
6. Hver skrifaði: 1. Eldspýtur og títu-
prjónar, 2. Frú Bovary, 3. Litli for-
vitni fíllinn ?
7. Hver var Madame de Maintenon?
8. Hver málaði frægu myndina af Síð-
ustu kvöldmáltíðinni, sem er í Mílanó?
9. Hver skrifaði handritið að kvikmynd-
inni „Þriðji maðurinn“ og hver stjórn-
aði henni ? *
10. Gáta: Hvað sérðu bjartara en brúnt
hross ?
Sjá svör á bls. 14.
5