Vikan - 07.05.1953, Síða 13
VAR Í ÞRONGRI DRAGT
UNGI BDNDINN VILDI YRKJA JÖRÐINA.
EN í IÐRUM HENNAR VAR FLJÖTANDI GULL
— Já, mér dettur ekki í hug að hæðast að
sveitasælunni, en pabbi er veikur og . . .
— Þú ert bezta stúlka, þrátt fyrir allt, sagði
Urban.
— Finnst þér það? Henni létti auðsjáanlega.
•— Ég hélt að þér þætti það dálítið undarlegt,
að ég skyldi koma í þessum aðskornu fötum og
reyna að hafa áhrif á atkvæðagreiðsluna. En
nú skulum við ekki tala um þröngar peysur.
Segðu mér heldur eitthvað um sjálfan þig.
Hann var bóndi og hafði barizt í heimsstyrj-
öldinni, en nú ætlaði hann að setjast að heima
hjá sér og yrkja jörðina.
Þegar ísinn var búinn fylgdi hann henni heim
á hótelið. Henni hafði ekki tekizt að vekja
ágirnd hans, en hann var farinn að finna það, að
hún hafi vakið aðrar tilfinningar.
— Góða nótt, Urban, sagði hún. — Ætlarðu
ekki að biðja mig um að hitta þig aftur?
— Jú, úr því þú minnist á það.
— Ágætt, þá þarf ég ekki að biðja þig um
það. Hún kyssti hann á kinnina, og Urban var
búinn að leita lengi að vörubílnum sínum, þegar
hann mundi eftir því, að hann hafði komið í
fólksbílnum.
Síðdegis daginn eftir bauð hann Nellý á hest-
bak og sýndi henni landsvæði Jarðabótafélags-
ins. Hann steikti kjöt handa þeim yfir báli, og
vonaði að henni geðjaðist að útilífinu.
En það var auðséð að eitthvað amaði að henni
Hún rótaði í moldinni með tánum á stígvélunum
sínum: —• Steikin er ágæt og' ferðin dásamleg,
en . . .
— Já, ég veit hvað amar að þér. Þér hefur
tekizt að hafa mikil áhrif á mig og nú langar
mig að vita, hvort þér sé alvara.
— Já, mér er alvara með að reyna að hafa
áhrif á atkvæði þitt.
— Jæja, þá verð ég víst að samþykkja tillög-
una eins og hinir fulltrúarnir. Og svo ætla ég að
spyrja þig annarar spurningar. Viltu giftast
mér ?
Yfir öxlina á Nellý gat Urban séð sinn betri
mann hverfa inn í skóginn.
— Ég tek báðum tilboðum þínum með mestu
ánægju. Ég verð að senda pabba skeyti um
þessar góðu fréttir, strax og ég kem til bæjarins.
Hann kemur áreiðanlega þjótandi, til að vera
í brúðkaupinu.
— Það borgar sig ekki, að hann drepi sig,
sagði Urban þurrlega.
Hún starði á hann, svo sagði hún: — Ég vil
ekki skrökva að þér. Pabbi er ekki veikur, en
það er annað, sem hvílir þungt á honum. Skipt-
ir það nokkru máli?
— Nei, það skiptir ekki máli núna.
Daginn eftir keypti Urban trúlofunarhringinn
og setti hann á fingur Nellýar. Þau kysstust og
liún sagði að faðir sinn væri í sjöunda himni
og að bæjarstjórinn ætlaði að kalla saman fund
daginn eftir.
— V5ð skulum ekki hugsa um það, sagði
Urban, en honum leið illa, honum fannst sem
hann hefði svikið sjálfan sig og það sem hann
trúði á. Hann fann líka, að framkoma þeirra,
sem hingað til höfðu álitið hann staðfastan, ung-
an mann og dáðst að honum, breyttist, og hann
skammaðist sin.
Á næsta fundi nefndarinnar sat hinn fagri
fulltrúi olíuleitarmannsins við hlið hans í stað
bæjarstjórans, og hann sá að allir vorkenndu
honum veikleika hans, þrátt fyrir ánægjuna yfir
því, að nú væri málið til lykta leitt. Ekkert bar
til tíðinda, þar til kom að atkvæðagreiðslunni.
Næstum áður en Urban vissi af, hafði hann
greitt atkvæði gegn tillögunni. 1 fyrstu varð
dauðaþögn, en svo töluðu allir samtímis. Unnusta
hans talaói hæst og sakaði hann um að vera
auovirðilegur svikari.
— Komdu fram fyrir, sagði hann og dró hana
mco sér fram á gang. — Ég er enginn svikari,
því ég get ekki einu sinni svikið sjálfan mig.
Og ég held ekki, að þú kærir þig í raun og veru
um, að ég geri það.
— Ég skal segja þér hvað er að pabba, æpti
hún bálreið. — Lögreglan er á hælunum á hon-
um. Þeir segja, að eitthvað af fyrirtækjunum
hans hafi svikið undan skatti. Ef hann fær ekki
að bora hér eftir olíu, er hann búinn að vera . .
— Ég trúi því ekki, að pabbi þinn sé þess
virði, að þú fórnir þér fyrir hann. Það bætir ekki
úr skák, að þú verðir óheiðarleg líka. Þú verður
að velja milli mín og hans.
Hún rétti honym hringinn: —■ Ég á um ekkert
að velja. Þessu er öllu lokið.
Reiði Urbans entist í 24 klukkustundir. Hann
hafði búizt við að verða óhamingjusamur, en
aldrei að verða einmana á búgarðinum sínum. 1
örvæntingu sinni hætti hann við að nota mjólk-
urvélina og mjólkaði allar kýrnar með höndun-
um. Því næst festi hann plóginn við traktorinn
og plægði klukkustundum saman án þess að una
sér hvíldar. En það kom að engu haldi. Vinnan
og allar hugsjónir hans virtust einskis virði í
samanburði við samvistina við ljóshærðu stúlk-
una. i ,
AÐ var áliðið kvölds þegar hann gafst upp,
fór í bláu fötin sin, tók demantshringinn og
ók til bæjarins. Hann gekk upp stigann á hótel-
inu og beint til herbergis Nellýar, án þess að
gera boð á undan sér. Hún opnaði sjálf hurðina.
Inni í herberginu sat maður og var að stinga
skjölum niður í skjalatösku. Urban fölnaði.
— Svona hegðarðu þér! Svona ertu þá!
Nellý, sem hafði verið með tárin i augunum,
þegar hún opnaði hurðina, kom ekki upp nokkru
orði sér til varnar.
— Mér er alveg sama þó þú takir föður þinn
fram yfir mig, en ég þoli það ekki að þú sért
að daðra við annan mann. Mig langar mest til
að gefa þessum náunga rækilega á hann.
-— Þetta er einhver misskilningur, sagði mað-
urinn og horfði á krepptan hnefa Urbans. — Ég
er frá skattstofunni.
— Það skiptir engu máli, sagði Nellý vonleys-
islega. — Hann var bara að fá skattaskýrsluna
mína, eftir að hafa fengið skýrsluna hans pabba.
— Ungfrú Lanson, sagði maðurinn. ■— Eins
og ég sagði yður áðan, þá er framtalið hans
föður yðar og skattarnir hans í bezta lagi. Þið
eigið meira að segja inni peninga hjá okkur.
Nellý leit á Urban og Urban leit á Nellý. Mað-
urinn frá skattstofunni fann, að honum var of-
aukið og fór.
— Pabbi hefur skrökvað að mér, sagði Nellý.
— Ég hélt að hann gæti ekki greitt skattana
sína, en hann hefur bara látið svona til þess
að ég gæfist ekki upp með olíuleyfið, hvað sem
á gengi.
Urban fékk henni demantshringinn í annað
sinn. Þau kysstust og Urban sagði: Bjóddu pabba
þínum einhvern tíma heim til okkar, þegar við
erum gift. Hann getur þá tekið með sér olíu-
borana sina.
A
Andlát Edgware lávarðar
Framhald af bls. 6.
Jæja, þetta er allt sem ég veit. Er það það, sem
yður langaði til að vita ?
Poirot. kinkaði kolli. — Já, það er í samræmi
við kenningu mína. Ég gerði ráð fyrir því, að
ungfrú Adams hefði verið bundir þagnarheiti.
En þar sem hún var nú einu sinni kona, bjóst ég
við að hún hefði ekki álitið það saknæmt að
segja beztu vinkonu sinni frá þvi.
—; Ég reyndi að fá hana til að segja mér það,
sagði Jenný. -— En hún hló bara og sagðist
mundu segja mér það seinna.
— Kannist þér við Edgware lávarð?
— Ha? Manninn, sem var myrtur?
— Já. Vitið þér lívort ungfrú Adams þekkti
hann ?
— Það held ég ekki. Ég er viss um að hún
þekkti hann ekki. Bíðið augnablilt.
— Já, Mademoiselle ? sagði Poirot ákafur.
— Hvernig var þetta nú aftur ? Hún hnyklaði
augabrúnirnar meðan hún reyndi að muna það.
— Já, nú man ég það. Hún nefndi hann einu
sinni. Mjög biturlega.
— Biturlega? \
— Já. Hún sagði einu sinni — hvernig sagði
hún það nú ? — að slíkir menn ættu ekki að hafa
icyfi til að eyðileggja líf annara með grimmd
sinni og skilningsleysi. Hún sagði — já, hún
sagði það áreiðanlega — að það væri líklega
öllum til góðs, að hann dæi.
— Hvenær sagði hún þetta, Mademoiselle ?
— Fyrir einum mánuði, held ég.
— Hvernig stóð á því, að hún minntist á þetta ?
— Ég get ekki munað það, sagði hún. — Nafn-
inu hans skaut einhvern veginn upp. Það hefur
kannski staðið í blöðunum. Hvernig sem á því
stóð, þá man ég hve undrandi ég var yfir því
að Carlotta skyldi skyndilega verða svona áköf
úr því hún þekkti manninn ekki einu sinni.
— Það er vissulega undarlegt, sagði Poirot
hugsandi. Svo spurði hann: — Vitið þér hvort
ungfrú Adams var vön að neyta eiturlyfja.
— Ekki svo ég viti til. Ég sá hana hvorki
taka þau inn né heyrði hana minnast á þau.
— Sáuð þér nokkurn tíma lítið gullhylki með
stöfunum hennar, C. A., úr rúbínum?
— Lítið gullhylki . . . nei, það hef ég aldrei
séð.
— Þér vitið kannski hvar ungfrú Adams var
í nóvembermánuði síðastliðnum.
— Við skulum sjá. Hún fór aftur til Banda-
rikjanna i nóvember . . . seint í nóvember. Þang-
að til var hún í París.
— Ein ?
— Carlotta var ekki þannig gerð, að hún færi
um helgar upp í sveit . . . ef þér eigið við það.
— Nú ætla ég að spyrja yður mjög mikilvægr-
ar spurningar, Mademoiselle. Hafði ungfrú
Adams sérstakan áhuga fyrir nokkrum karl-
manni ?
— Því get ég svarað neitandi, svaraði Jenný
hægt. — Síðan ég kynntist Carlottu hefur hún
aðeins haft áhuga fyrir starfi sinu og hinni við-
kvæmu systur sinni. Hún hafði mikla ábyrgðar-
tilfinningu til að bera. Svo þessu get ég svarað
neitandi — ef þér eigið við það.
— Aha! En ef ég á ekki við það?
— Það mundi ekki koma mér á óvart — þó
Carlotta hefði fengið áhuga fyrir einhverjum
karlmanni . . . nýlega.
— Aha!
— En þér verðið að minnast þess, að ég get
mér þess aðeins til. Ég ræð það eingöngu af
framkomu hennar. Hún hefur breytzt dálitið —
hún hefur ekki beinlínis gengið um í draumi, en
verið dálítið utan við sig. Einhvern veginn öðru-
vísi en vanalega. Æ, ég get ekki komið orðum
að því. Svona lagað finnur önnur kona á sér -—
og auðvitað getur hún haft rangt fyrir sér.
Poirot kinkaði kolli. — Þakka yður fyrir, Made-
moiselle. Aðeins eitt enn. Átt ungfrú Ádams
nokkurn vin, sem á upphafsstafinn D?
— D, sagði Jenný Driver hugsandi. — D? Nei,
þvi miöur man ég ekki eftir neinum.
13