Vikan - 12.11.1953, Side 3
’CjT AÐ HAFÐI VERIÐ mikil
úlfuð með þessum tveim-
I ur glæpafélögum að und-
| anförnu, þó að sárafáir
meðlimir væru komnir yf-
ir tvítugt. Svo stakk ein-
hver upp á því, að þau gerðu
upp með sér sakirnar með því
að efna til orustu á óbyggðu
svæði í Brooklyn. Mættir voru
40 meðlimir af beggja hálfu,
vopnaðir hnífum og sveðjum.
En þá gerði einhver lögregl-
unni orð, sem tók samstundis
í taumana, dreifði stríðsmönn-
unum og handtók átta þeirra.
Þetta var. ekkert nýtt fyrir-
brigði í New York, þar sem
glæpafélög unglinga valda yfir-
völdunum sívaxandi áhyggjum.
Hitt vakti þó talsverða athygli,
að hver einasti hinna herskáu
stríðsmanna var — stúlka!
Þessar átta stúlkur úr undirheim-
um stórborgarinnar voru leiddar fyr-
ir rétt daginn eftir. Þær voru allar
,,einkennisbúnar“ — mikið málaðar,
með stóra eyrnalokka, í kálfháum
reimuðura stígvélum og með tinnu-
svart hár, oftast litað. Ein var þrett-
án ára, ein fjórtán ára, tvær fimmtán
ára, tvær sextán ára og tvær átján
ára.
Lögreglan í New York telur, að
um, 200 glæpafélög unglinga séu nú
við lýði þar í borginni og í þeim að
minnsta kosti 20,000 piltar og stúlk-
ur. Mörg þessara félaga hafa sér-
stakar kvennadeildir. Pélagið „Tígr-
isdýrin frá Brooklyn", sem er eitt
hið illræmdasta þeirra allra, hefur
þremur kvennaflokkum á að skipa:
Öldungunum, sem í eru stúlkur 18
ára og eldri, Unglingunum, sem í eru
13 til 17 ára stúlkur, og Dvergunum,
fyrir telpur yngri en 13 ára. Aðrir
glæpaflokkar hafa svo verið stofn-
aðir, sem i eru einungis stúlkur. Þeir
hafa náið samstarf við drengjaflokk-
20,000 unglingar á glapstigum
Og stúlkurnar eru ekki
barnanna beztar
ana, sem á hinn bóginn eru eins vel
skipulagðir eins og svæsnustu bófa-
félög þaulvönustu glæpamanna, og
eins vel vopnaðir.
Ágreiningur milli félaga leiðir oft
til blóðugra bardaga. Lögreglan kom
nýlega að um 200 piltum og stúlk-
um i þann mund sem ein orustan var
að hefjast!
Hlutverk stúlknanna í svona or-
ustum er venjulega að bera byssurn-
ar, hnúajárnin, kylfurnar og hníf-
ana fyrir karlmennina. Komi lögregl-
an þeim á óvart, taka stúlkurnar í
flýti við þessum vopnum og fela þau
undir klæðum sínum. Ein afleiðing-
in er sú, að lögreglukonur eru nú oft-
ast í fylgd með útrásarsveitunum, til
Svona endar það stund-
um: pilturinn varð fyrir
skoti. í horninu: 17 ára
stúlka, nýgift — sem fór
í innbrotsferðir með 18 ára
manni sínum.
þess að leita á hinum forhertu stúlku-
kindum.
Stúlkur fá ekki inngöngu í sum
glæpafélögin fyrr en þær hafa sann-
að, að þær láti sér ekki allt fyrir
brjósti brenna. ,,Aginn“ er líka
strangur og villimannalegur. Eina
unga stúlku brennimerkti óþjóðalýð-
urinn, af því hún var búin að fá nóg
og vildi ganga úr félagsskapnum.
Stúlkur voru nýlega viðriðnar
blóðugan bardaga, þar sem notaðar
voru heimatilbúnar benzínsprengjur.
Seytján ára stúlka var handtekin í
síðastliðnum mánuði fyrir þátttöku
í vopnuðum ránum í veitingahúsum
og hótelum. Sér til hjálpar hafði
hún 15 ára stúlkubarn. Önnur —
Plo Garrity heitir hún — flutti byss-
ur félaga sinna, þegar þeir fóru í
ránsferðir. I bíl þessa glæpaflokks
fann lögreglan nokkrar kápur og
skó, sem Plo notaði til þess að geta
skipt um gerfi fyrirvaralaust.
Stúlkurnar í bófaflokkunum fara
líka stundum einar í ránsferðir. Fjór-
ar stöðvuðu nýlega miðaldra hjón
úti á götu og heimtuðu af þeim pen-
inga. Þegar þau neituðu, réðust þær
umsvifalaust á þau, slógu þau til
jarðar og rændu þau.
Yfirvöldin hafa meðal ann-
ars reynt að uppræta þennan
ósóma með því að fá góða
menn til þess að stofna
,,klúbba“ fyrir unglingana. En
þau leggja samt áherzlu á, að
venjulegast megi kenna for-
eldrunum um, þegar börn
þeirra leiðast út á villigötur.
Senniiega
veröur gátan
aldrei leyst
í SVEITAÞORPI EINU í Vestur-
Þýzkalandi liggur rúmföst 53
ára gömul kona, sem kallar sig
Anna Anderson. Þó gœti hún verið
—ef taka má sögurnar um hana
trúanlegar — Anastasia hertoga-
ynja, yngsta og eina núlifandi
dóttir Nicholasar Rússakeisara,
sem myrtur var 1918.
Þessi saga byrjar í bænum
Ekaterinburg í Uralfjöllum, kvöld
eitt í júlí 1918. Það var borgara-
styrjöld í Rússlandi og hvítliðar
voru í sókn. Og í húsi kaupmanns
nokkurs að nafni Ipatiev geymdu
rauðliðar rússnesku keisarafjöl-
skylduna fangna — keisarann,
konu hans, fjórar dætur þeirra og
einkason.
Allt í einu — og ef til vill án
vitneskju stjórnarinnar í Moskvu
—■ ráku rauðliðar staðarins fjöl-
skylduna niður i kjallara hússins
og skutu þar með köldu blóði
börnin og foreldra þeirra. Seinna
voru líkin flutt á brott og brennd.
Það er að segja öll nema eitt, sé
saga Anna Anderson sönn. Ana-
stasia, 16 ára gömul og yngsta
dóttirin, lá i blóði sínu á gólfinu.
Hún virtist vera dáin eins og hin.
En hermaður komst að því, að
hún dró ennþá andann. Hann von-
aði ef til vill, að hann mundi finna
á henni eitthvað fémætt. Svo mik-
ið er víst (segir sagan), að hann
kom henni fyrir i hestvagni og ók
af stað.
Enginn getur sagt með' vissu,
hvert hún fór eða hver urðu af-
drif hennar. En nú víkur sögunni
til Berlínar.
Þá var það 17. febrúar 1920, að
lögreglan bjargaði stúlku úr Land-
wehr skipaskurðinum, og hafði
hún reynt að drekkja sér. Þetta
var tötrum klædd 19 ára stúlka
með djúp ör á höfði og andliti og
viti sínu fjær af hræðslu og ör-
vilnun. Hún var flutt á Dahldorf
geðveikrahælið, þar sem hún jafn-
aði sig smámsaman og kom loks
öllum á óvart einn góðan veður-
dag, með því að lýsa yfir, að hún
væri Anastasia hertogaynja, dótt-
' ir síðasta Rússakeisarans.
1 fyrstu var hlegið að henni.
Svo veitti einhver því athygli, að
hún var með sjaldgæft fótamein.
Þetta var samskonar sjúkdómur
eins og Anastasia hafði þjáðst af.
Á löngutöng vinstri handar hafði
hún ör, sem hún sagðist hafa feng-
ið, þegar hún varð fyrir vagnhurð.
Anastasia hafði líka haft svona ör
— og af sömu ástæðu. Og stúlkan
hafði ör á vinstri öxl, þar sem varta
hafði verið numin burtu — eins
og gert hafði verið við ungu her-
togaynjuna.
Þegar þetta fréttist, byrjuðu út-
lægir ættingjar keisarafjölskyld-
unnar að heimsækja hana. Ein sú
fyrsta til að trúa sögu hennar var
frú William Leeds, kona amerísks
milljónamærings og fyrrverandi
prinsessa í Grikklandi. Hún var
viss um, að þessi ógæfusama
stúlka væri sú hin sama prinsessa,
sem hún hafði leikið sér með í
æsku. Annar leikbróðir þóttist lika
þekkja hana aftur; það var Gleb
Botkin, sonur rússneska hirð-
læknisins.
Meðal nánustu ættingja keis-
arafjölskyldunnar risu hinsvegar
miklar deilur um það, hvort stúlk-
an væri að segja sannleikann.
Þetta var viðkvæmt mál, því ef
hún gæti fært sönnur á sögu sína,
væri hún einkaerfingi að öllum
þeim auðæfum, sem keisarinn
hafði átt í erlendum bönkum.
Anna (eða Anastasia) var hins-
vegar ekki í neinum vafa. Það er
enginn efi á því, að hún var sann-
færð um, að hún væri prinsessa.
Hún gat sagt mjög greinilega frá
rússneska hirðlífinu, „foreldrum"
sínum og hinu hryllilega morði í
kjallaranum. Um 1930 höfðaði hún
mál til þess að fá erfðarétt sinn
staðfestan. Málareksturinn dróst
á langinn til 1941, þegar þýzkur
dómstóll loks vísaði kröfunni frá.
Mikið af málskjölum glataðist síð-
ar i stríðinu.
EN EF Anna Anderson er ekki
Anastasia hertogaynja, hver
er hún þá? Hvernig stóð á þvi,
hve mikið hún vissi um daglegt
líf keisarafjölskyldunnar og hirð-
arinnar? Hvernig gat hún þekkt
heilan skara af skyldmönnum
keisarahjónanna ? Ein tilgátan er
á þá leið, að hún hafi verið hirð-
mær í höll keisarans, komist und-
an til Þýzkalands eftir byltinguna
og þá annaðhvort trúað því, að
hún væri Anastasia, eða verið
fengin til þess af mönnum, sem
girntust auðæfi keisarans. En
þetta er gáta, sem sennilega verð-
ur aldrei leyst.
3