Vikan - 12.11.1953, Síða 4
Þaö má að vísu deila um feg-
urð staðarins, en eins og bónd-
inn sagði forðum: „Það er fallegt
á Læk, þegar vel veiðist."
ÞJÖÐSAGA er sögð um það, — að vísu ókristileg og rætin — að á sjötta
degi sköpunarsögunnar, þá er sköpuninni var að verða lokið, hafi Drottinn
fengið liugmyndina að Reykjanesskaganum. En þar hafi hann ekki ætlað
sér fyrir, og orðið uppiskroppa með efni. Á þetta að vera sönnun þess, að
nesið sé heldur verr gert en aðrir landshlutar, og er því ekki að lá, þó gróður og
annað, er fagurt land má prýða, sé hér af skornum skammti.
Ég minnist þess, að þegar við fengum hingað fyrst forseta í heimsókn, þá gat
hann þess í ræðu, er hann flutti, að á sínum yngri árum, og jafnvel fram eftir
aldri, hafi hann alltaf heyrt talað um Suðurnesin, og þó einkum Keflavík, sem
svartasta blettinn á landinu. Taldi forsetinn, að til þessara ummæla lægju þau rök,
að hér væri hvorki fagurt land né frjósamt, og svo hitt, að ótítt var, að fólk héð-
an gengi menntaveginn, og menning því talin á lágu stigi borið saman við aðra
landshluta.
Og þessa dagana heyrum við jafnan kveðið og sungið um Keflavík og Keflavík-
urflugvöll, hvar sem við erum stödd á landinu. Söngur þessi er í ýmsum tóntegund-
um, og gæti einna helzt kallast tvísöngur. Efri röddin er þar vafalaust hljómur
þeirra, sem telja hér allt óalandi og óferjandi —- þeirra undirleikur er „harpa“ þjóð-
erniskenndar. Undirröddin er hinsvega seyður þeirra, er þrá æfintýri og auð. Mamm-
on slær ,,lútu“ þeirra, og öryggið er þeirra tónkvísl.
Frá fagurfræðilegu sjónarmiti, hefur varla orð-
ið mikil breyting, og fáum mun þykja melarnir
eða heiðin fögur á að líta; en fjallahringurinn er
enn sem fyrr furðu fagur, einkum á björtum
haustdögum, þegar fyrsta vetrarmjöllin er fallin
á fjarlæga hnjúkana og loftið er tært sem hrein-
asti kristall. Við munum þó ekki státa af fegurð
landsins eða búsæld, en við gætum tekið undir
með bóndanum á Læk, sem kvað hafa sagt, „Það
er fallegt á Læk, þegar vel veiðist".
Hér hefur oft veiðst vel, og er það undirstaða
þeirrar öru þróunar, sem hér hefur átt sér stað.
Það kann að vera, að skaparinn hafi ekki lagt
mikij upp úr fegurð Rosmhvalanessins, en hann
hefur því betur vandað til fiskimiðanna, og það
má með sanni segja, að í stað grasi gróinna engja,
hafi okkur hlotnast gjöful fiskimið.
Á dögum áraskipanna fór ekki mikið orð af
Keflavík sem verstöð, en eftir að vélskipaöldin
rann upp, hefur Keflavík óðum færst í aukana
og er nú ein ailra eftirsóttasta verstöð landsins.
Auk heimabáta eru hér jafnan margir bátar viðs-
vegar að af landinu, bæði á vetrar- og haustver-
tíð.
Hvað vitum við svo um þennan marg umrædda,
og að jafnaði nýdda stað?
Við vitum e. t. v., að Steinunn gamla, frænd-
l:or.a Ingólfs Arnarsonar, keypti af honum nes-
ið fyrir „heklu eina“ og hóf hér fyrst allra bú.
Landnám hennar var nefnt Rosmhvalanes og
náði yfir það land, sem nú nefnist almennt Suð-
urnes. Rosmhvalaneshreppur stóðst tímans tönn
þar til 15. júní 1908, en þá er honum skipt í
tvo hreppa, Gerðahrepp og Keflavíkurhrepp. Þá
munu hafa verið um tvö hundruð manns í
Keflavík. 200 árum áður var Keflavík aðeins
eitt býli með sex manns heimilisföstum (svk.
ferðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns).
HVAfl HEFUR SSCEÐ?
Á þessum árum imnu Keflvíkingar einkum
við selstöðuverzlunina og stunduðu sjó. Um og
uppúr síðustu aldamótum fer heldur að rofa til
hjá Keflvíkingum. Aldagömul verzlunaráþján
hefur smátt og smátt orðið að þoka fyrir frjáls-
lyndari verzlunarháttum og atvinnubylting er
gengin í garð. Fólkinu fjölgar og lifslíjör þess
batna. Og nú er svo komið, að enginn bær á
landinu vex eins hröðum skrefum og Keflavík
—• að Reykjavík einni undantekinni. Keflavík
fékk bæjarréttindi 1. apr. 1949. Voru íbúarnir
þá 2100, en nú munu þeir vera nálægt 3500.
Hvað hefur gerst, síðan þjóðsagan um sköpun-
ina varð til, sem veldur þessum stakkaskiptum ?
Hér eru sex stór hraðfrystihús, sem taka við'
fiskinum til ýmiskonar vinnslu. Við þau vinna
jafnaðarlega mörg hundruð manns; kvenfólk og
ungiingar eru þar í stórum meirihluta. Þegar
mestu annatímarnir eru í hraðfrystihúsunum
verður að flytja að mikinn fjölda verkakvenna.
Saltfiskur er þurrkaður á reitum eins og fyrr,
en fjögur þurrkhús eru jafnframt starfrækt, og
eru nokkurskonar baktrygging, ef veðurfar haml-
ar vinnu á reitunum. Þá er hér ein beinamjöls-
og síldarverksmiðja, ein lýsisvinnslustöð og 6—8
síldarsöltunarstöðvar þegar bezt lætur.
1 gamla daga var aflanum skipt í fjöru og
gert að honum úti, hvernig sem viðraði. Nú fer
öll aðgerð fram inni og allt unnið sameiginlega,
en krónunum, sem fyrir aflann fást, skipt að lok-
um.
Eftir að sildveiðin hér syðra varð jafn mikill
atvinnuvegur og verið hefur síðustu árin — og
byrjað er að veiða upp úr miðju sumri — má
segja að vertíð standi yfir allt árið. Og þó að
þorskavertíðin sé öruggari og jafnari atvinnu-
vegur, þá færist fyrst verulegt líf i tuskumar,
þegar kallað er út í sild. Ungir sem gamlir kepp-
ast eins og lífið sé að leysa. Þeir sem salta, en
það eru einkum kvenfólk og unglingar, fá tunnu-
merki í stígvél sín, eitt fyrir hverja uppsaltaða.
tunnu. Ef veiði er góð og síldin feit og stór, verða
þessi merki ótrúlega mörg hjá þeim handfljót-
ustu og duglegustu; tekjurnar verða að sama
skapi, því að hvert merki er peninga ígildi.
SJÓMANNADAGURINN er að vonum merkisdagur i Keflavík. Efsta myndin er tekin við það
tækifæri. Gamli maðurinn liér efra er sjálístæður skreiðarframleiðandi, öllum Keflvikingum að
góðu kunnur. Hann heitir Bjöm Guðmundsson. Hér næst okkur er verið að draga fánann að hún
á stærstu flaggstöng landsins, en Kefivikingar eiga hana. Hún er einungis notuð 17. júní. Kefl-
víkingar heiðra afreksmenn sina með því að láta þá draga upp flaggið, og gerir það að þessu
sinni Inga Ámadóttir, smávaxin en frækin stúlka, sem unnið hefur sér landshylli fyrir sundafrek sín.
Hún sést aftur á næstu mynd ásamt Hafsteini Ólafssyni. Þau urðu sundkóngur og drottning Suð-
urnesja. Loks er hér í opnunni mynd úr síldinni. Hana tók Guðni Þórðarson blaðamaður. Ilinar
myndirnar allar, og Keflavíkurmyndirnar þrjár á forsíðu, tók Jón Tómasson.
4