Vikan - 12.11.1953, Side 11
Uppggör mn Mttiiintt>iii
eftir Karen Brasen
YIÐ gætum gift okkur, sagði hún
lágt. Raddblærinn sýndi greini-
lega, að hún var búin að hugsa setn-
inguna.
Gifta okkur! Hann horfði á, hvem-
ig hún krotaði hringi á dúkinn með
rauðum nöglunum. Setningin kom
óþægilega við hann — þetta hafði
honum ekki dottið í hug. Hún var
26 ára gömul og elskulegt dekurbarn,
sem alltaf hélt áhuga hans vakandi,
aðeins með . . . en að giftast henni!
Upphátt sagði hann: — Ég er gift-
ur Ingu.
Hún yppti öxlum og setti stút á
munninn. Fingurnir teiknuðu enn
fleiri hringi og sýndu hve æst hún
var, þó hún hefði vit á að leyna því.
— Þið getið skilið, sagði hún.
Skilið — hann og Inga! Eftir 25
úra hjónaband og einmitt núna, þeg-
ar börnin voru gift og þau höfðu
meiri tíma hvort fyrir annað. — Það
er ekki eins auðvelt og þú heldur,
sagði hann.
— Þú segir að hún sé skynsöm
kona . . . nú hætti hún að eyðileggja
dúkinn og fór að róta í töskunni
sinni. — Ef hún er eins skynsöm og
þú segir, er aðeins um peninga að
ræða. Sjálf kunni hún auðheyrilega
að meta mátt peninganna. Enda vann
hún á skrifstofu og hafði megnustu
fyrirlitningu á starfinu.
Hann svaraði engu. Peninga! Nei,
það var ekki hægt að fara til Ingu
og bjóða henni vissa peningaupphæð
á mánuði, ef hún vildi gefa eftir
skilnað. Stúlkan vissi ekki, hvað hún
var að tala um. Hún var að vísu
svo glæsileg, að það kitlaði hégóma-
girnd hans, en að öðru leyti . . . og
að giftast henni! Hann hafði aldrei
hugsað um það fyrr. Inga var vön
að láta sem hún vissi ekki um þessi
smáæfintýri hans. Hann var jafn-
vel stundum viss um, að hún brosti
að þeim og að honum. Enda urðu
þetta aldrei annað en æfintýri. Þang-
að til stúlkan þarna sagði skyndi-
lega: — Við gætum gift okkur.
Hann kallaði á þjóninn, hjálpaði
stúlkunni í loðkápuna og sagði: —
3Sg. verð að taka það til alvarlegrar
íhugunar og tala um það við Ingu,
eins og þú getur skilið.
— Já, já, sagði hún auðsveip og
kyssti hann laust á kinnina. Tungu-
broddurinn snerti snöggvast húð
hans og sendi hitabylgju gegnum
hann. Svo stökk hún léttfætt af stað,
eins og ung hind, hugsaði hann, Hann
opnaði bílhurðina, en þykki ullar-
frakkinn eða hin góða máltíð gerðu
honum erfitt fyrir um að koma sér
þægilega fyrir undir stýrinu.
Eg lít sannarlega ekki út eins og
hind, hugsaði hann. Hvers vegna leizt
svona ungri stúlku vel á hann? Vin-
ir hans sögðu: — Það gera pening-
arnir þinir. En það hlaut að vera vit-
leysa. Hún vann sjálf fyrir góðu
kaupi og sagði alltaf, að hann skyldi
ekki dyrfast að gefa sér neitt. Þó
hafði hún ekki hafnað jólagjöfinni
frá honum.
Gifta sig — jæja, hann gat rætt
málið við Ingu í kvöld. Hún var
skynsöm kona og leit lífið og menn-
ina skilningsríkum augum. En þegar
hann kom heim, voru bróðir hans og
mágkona þar. Eftir matinn fóru þau
að spila bridge.
Páll spilaði illa. Hann sat og
starði á mágkonu sína — hvílíkt
skrifli! Það voru mörg ár síðan hún
hafði litað hár sitt rautt, og það
gerði hana svo afkáralega. Auk þess
lokaði hún aldrei munninum. Orðin
streymdu sífellt af vörum hennar, og
hún beið aldrei eftir svari.
Inga sat kyrrlát og róleg og horfði
á spilin sín. Þegar hún sá, að Páll
horfði á hana, leit hún upp og brosti
til hans. Hún hefur fallegasta bros
í heimi, hugsaði hann, og gráa hár-
ið fór henni svo vel. Hún sat
líka teinrétt og hafði svo fall-
egan hnakkasvip. Hann brosti á
móti. Þau skildu hvort annað, án
þess að segja nokkuð. Ingu leiddist
líka malið í mágkonunni, en samt
hlustaði hún þolinmóð á endalaust
raus hennar um tengdadætur, útsölur
og allskonar heimilisáhyggjur.
— En þú verður að taka tillit til
þess, Gréta, sagði hún, — að ungar
stúlkur eru ekki orðnar þolinmóðar.
Það lærist með aldrinum, en ekki
áður en maður er 25 ára gamall.
Ekki áður en maður er 25 ára
gamall. Páll sleit setninguna út úr
samhengi. Nei, þær voru svei mér
ekki þolinmóðar á þeim aldri. Hann
leit aftur á mágkonu sína. Hvers
vegna hafði bróðir hans eiginlega
gifzt henni •— eða hafði hún líka
einu sinni verið blíð og falleg? Hann
reyndi að muna það. Jú, víst hafði
hún verið falleg þegar hún trúlofað-
ist bróður hans. Þá hafði lífskraftur-
inn, sem bjó í henni, gert hana
skemmtilega. Engum hafði dottið i
hug, að þörfin til að tala, mundi
gera hana að þessari óstöðvandi tal-
vél. Hann væri orðinn brjálaður fyr-
ir löngu, ef hann hefði alltaf þurft
að hlusta á hana. En Inga sagði: —
Bróðir þinn veitir því enga athygli.
Þegar fólk eldist saman, sér það ekki
ókostina í fari hvers annars.
Þegar maður eldist saman. Hann
hafði vafalaust lika sína galla, en
þeir virtust aldrei fara í taugarnar á
Ingu. Hafði hún ekki líka einhverja
smágalla? Hann hugsaði sig vel um.
Uppfinningar og npplýsingar
HEFUR það ekki komið fyrir þig, að þú hefur nauðsynlega
þurft að skreppa frá, en á hinn bóginn bráðlegið á að skilja
eftir skilaboð, ef síminn skyldi hringja? Nú er byrjað að fram-
leiða tæki — Peatrophone heitir það — sem gerir þetta mögu-
legt.
Ef enginn er heima til þess að svara fyrir þig, talarðu inn
á plötu það sem þú vildir sagt hafa. Þegar síminn hringir, „svar-
ar“ platan og þylur upp skilaboðin. Síðan getur sá sem hringdi,
svaraði á sama hátt; platan varðveitir svar hans og segir þér
allt af létta, þegar þú kemur heim.
m
NÝ uppfinning er komin á markaðinn í Bandaríkjunum, sem
miðar að því að auðvelda afgreiðslu í smærri veitingahús-
um. Á hverju borði er komið fyrir kassa á stærð við örsmátt út-
varpstæki, og er á kassanum allur matseðill dagsins og fyrir
framan hvern rétt svolítill „takki“. Með því að þrýsta á takk-
ana er svo hægt að gefa til kynna, hvað maður vill fá, og fara
þessi skilaboð beint fram í eldhúsið. Það er því hægt að panta,
án þess að tefja nokkurn þjón; allur galdurinn er að senda hon-
um ,,skeyti“ á ofangreindan hátt.
LÍKA er það ný bandarísk uppfinning (sem þó á varla neina
framtíð fyrir sér hér á landi) að hafa svæfla vatnskælda!
Útbúnaður ltvað vera ákaflega einfaldur, en kælingin á auðvit-
að að auðvelda mönnum svefninn í hinum miklu sumarhitum.
T>LÁ augu eru vinsæl í ástarljóðum, og vafalaust hefur mörg
^ stúlkan notað þesskonar augu til þess að krækja sér í pilt.
Nú er hinsvegar komið á daginn, að þessi augnalitur getur kom-
ið sér illa við akstur að nóttu til. Blá augu eru semsagt næmari
fyrir glampa frá bílljósum heldur en brún, og ein afleiðingin er
sú, að bláeygt fólk lendir oftar í bílslysum við næturakstur held-
ur en brúneygt!
ISKÝRSLU Ameríska krabbameinsfélagsins er áætlað, að
með skjótum og góðum læknisaðgerðum hefði verið hægt að
forða 140,000 Bandaríkjamönnum frá krabbameinsdauða síðast-
liðið ár í stað þeirra 70,000, sem bjargað var.
Nei, eiginlega ekki. Hún gekk hljóð-
lega um, börnunum og tengdabörn-
unum þótti vænt um hana, og auk
þess var hún næstum falleg. Þau
höfðu orðið samstiga og áttu vist
betur saman en flest hjón, sem þau
þekktu.
Seinna um kvöldið, þegar hann kom
upp í svefnherbergið, eftir að hafa
lokað húsinu og slökkt, sat Inga fyr-
ir framan snyrtiborðið og burstaði
hár sitt. — Það er orðið grátt, sagði
hún. — Á ég að lita það?
— Hamingjan góða! hrópaði hann
skelfdur. Hún var nógu falleg svona.
Það voru ekki margar konur á henn-
ar aldri, sem höfðu svona fallega
húð og svona skær augu. — Þú lít-
ur nógu vel út, sagði hann dálítið
kiaufalega. Hún brosti til hans í
spegiinum og roðnaði.
Hann varð að fresta samtalinu til
morguns. Klukkan var að verða tólf,
og ef þau byrjuðu að masa núna,
kæmust þau aldrei í svefn. Hann
gæti hringt á skrifstofuna eftir
morgunverðinn og sagt að hann kæmi
ekki strax, svo hann hefði tíma til
að tala við hana. Hann fór upp í
rúmið og teygði sig. Af hverju var
hann eiginlega þreyttur?
Hann sofnaði strax, en skyndilega
vaknaði hann aftur. Hann vissi ekki
hvað klukkan var, en í tunglskin-
inu, sem lýsti upp herbergið, sá hann
að Inga sat uppi í rúminu og hélt
höndunum um hnén. Nú leit hún á
hann. — Æ, hef ég nú vakið þig?
sagði hún.
— Nei, nei, ég vaknaði bara . . .
1 tunglskininu sýndist hún svo ung-
leg. Hún hafði bundið bláum borðum
um flétturnar, alveg eins og skóla-
stelpa, hugsaði hann ósjálfrátt. Hún
hallaði sér skyndilega fram og
sagði: — Veiztu hvað ég var að
hugsa um, einmitt þegar ég ætlaði
að fara að sofa?
Hann tók um handlegginn á
henni. Húðin var mjúk og hlý. —
Nei, hvað varstu að hugsa um ?
Hún hló dálítið vandræðalega. —
Það er svo kjánalegt, en mér fannst
ég verða að sjá framan í þig.
—- Sjá framan í mig?
Hún kinkaði aftur kolli. Hún
beygði sig yfir hann, svo hann fann
hlýjuna streyma frá henni. ■— Páll,
þú mátt ekki hlægja að mér, en ég
var að hugsa um það, hvað ég yrði
einmana og hrygg, ef þú — ef þú
færir frá mér — ég á við, ef ég
missti þig. Hún hló aftur skömm-
ustulega. Þetta er bara ein af þess-
um kjánalegu hugmyndum, sem mað-
ur fær, þegar maður liggur og hugs-
ar . . .
HANN horfði lengi á hana. Já,
hún yrði einmana og hrygg og
það yrði hann líka, ef hann vissi ekki
lengur af henni við hlið sér, því
margra ára vani hafði ekki aðeins
bundið þau sterkum böndum, heldur
var eins og rætur þeirra hefðu
Framhald á bls. 22.
11