Vikan - 12.11.1953, Blaðsíða 14
UMtMIIIIIIII
fójQmÆu)
/3
RITSTJÓRI: ELIN PALMADÓTTIR
Það sem ég hef lœrt um karlmenn
eftir kvikmyndaleikkonuna
ROSALIIMD RUSSEL
Ég hef orðið fyr-
ir meiri skakka-
föllum í sambandi
við karlmenn en
nokkrar tíu stúlk-
ur, sem ég þekki,
til samans. En ein-
mitt þess vegna
nef ég lært heil-
mikið um hið
sanna eðli karl-
manna. Nú ætla
ég að tína til
nokkur gullkorn,
sem ég hef safnað
um þetta efni.
Eg var freknóttur 6 ára telpu-
hnokki, þegar ég gerði mína fyrstu
uppgötvun: Karlmenn hafa ekki alla
þá yfirburði, sem þeir halda að þeir
hafi.
Drengirnir í bekknum mínum höfðu
einhvers staðar lært — líklega hjá
feðrum sinum — að til væru tvö
kyn: veikara kynið, en í þeim flokki
voru mannverur í pilsum, og hið
útvalda, sterkara kyn, sem þeir voru
svo heppnir að tilheyra. Æfi mín
hefði kannski orðið öðruvísi, ef ég
hefði viðurkennt þetta og litið með
aðdáun upp til strákhvolpanna, eins
og þeir ætluðust til. En það gat ég
ekki — eftir að ég komst að því, að
næstum allar stelpurnar í bekknum
gátu bundið skóreimamar sínar, en
drengimir drógu sínar reimar eftir
gólfinu, þangað til þeir héldu að við
sæjum ekki til. Þá fóru þeir
upp að kennaraborðinu og báðu
kennslukonuna um að hjálpa sér.
Síðan þetta gerðist, hafa vís-
indamennirnir stutt skoðun mína,
með því að lýsa því yfir, að karl-
menn séu veikbyggðari, þoli ver
sjúkdóma og deyi fyrr.
Næsta merkilega uppgötvunin mín
um karlmenn var svona: Karlmönn-
um er meinilla við að kvenmaður
skari fram úr þeim.
Þegar ég var í skóla hélt ég því
fram, að ég gæti stokkið hærra en
hin börnin, bæði stúlkurnar og
drengimir. Stelpunum virtist vera
allveg sama, en strákunum ekki. Og
þannig hélt ég áfram að eyðileggja
vinsældir mínar.
Mörgum árum seinna, þegar ég
var komin til Hollywood, hallaði ég
mér helzt að kvikmyndaframleið-
anda nokkmm, sem einu sinni bauð
mér að leika golf með sér. 1 hita
leiksins fór ég hringinn á 88 (en
hann ekki nema 96). Ég sá hann
aldrei framar.
Þetta hef ég líka lært: Hvort sem
er í ástum eða starfi, þá eru karl-
menn dauðhræddir við stúlkur, sem
láta á þvi bera að þær séu vel gefnar.
Áður en ég átti að koma fram á
nokkrum sýningum á Broadway, bað
ég Leonard Bernstein um að búa til
Ijóð um það, hvers vegna ég gæti
ekki náð í mann. Svo sagði ég hon-
um nokkrar sögur eins og þessa:
Þegar ég var ung stúlka og var að
horfa á knattspymuleik með ein-
hverjum ungum manni, var hann
vanur að segja með karlmannlegu
yfirlæti: — Nú verður vítaspyrna.
Þá hefði ég átt að depla augunum
og spyrja: — Hvað er vitaspyrna?
En í stað þess sagði ég: — Ertu
galinn, drengur. Hvemig getur það
orðið þegar . . . Og Bernstein skildi
strax hvað ég átti við og bjó til
lagið „Hundred Easy Ways to Lose
a man“ (Hundrað auðveldar aðferð-
ir til að missa karlmann).
Leikkona nokkur í Hollywood
kenndi mér eitt af mikilvægustu
leyndarmálunum um karlmenn: Þeir
vilja alltaf liafa orðið og láta kon-
umar hlusta.
1 veizlu nokkurri veitti ég þvi allt
í einu athygli, að á meðan ég var
að ræða síðustu atburðina í Rúss-
landi, var myndarlegi maðurinn, sem
með mér var, að daðra við ljóshærða
stúlku, sem sat á móti okkur við
borðið. Þá ákvað ég að læra að
hlusta á karlmenn og stundum lagði
ég líka hart að mér við það. Það er
ekki svo erfitt, ef okkur er sama
þó við sýnumst heimskar. Allur vand-
inn liggur í því að skjóta einni af
eftirfarandi upphrópunum inn í, hve-
nær sem karlmaðurinn stanzar til
að ná andanum: „Er það satt! . . .
Virkilega! . . . Hvenær var það? . . .
Hvað er þetta! N-ei, en hvað það
var gaman!“
Enn ein frumstaðreynd um karl-
menn: Þeir verða að finna, að ást-
leitni þeirra sé tekin alvarlega.
Eitt glæsimennið, sem ætlaði að
slá mér þvílíka gullhamra, að ég
félli orðalaust um hálsinn á honum,
fullyrti að ég líktist gazellu. Ég rak
upp skellihlátur: — Þarna var mér
rétt lýst, sagði ég, — Leggjalöng og
hálslöng og hoppa til og frá, en
ekki í fangið á þér. Hann breytti
um umræðuefni.
Sjötta staðreyndin: Karlmönnum
þykir gaman að Itoma konum til
hjálpar.
Mig fór að langa til að vita, hvers
vegna karlmenn féllu í fangið á næst-
um hvaða heimskulegum og hjálpar-
vana kvenmanni sem var. Ég horfði
stórum augum á það, hvernig þessum
litlu, ljóshærðu stúlkum tókst alltaf
að villast í hótelgöngunum og virt-
ust aldrei sjá nokkurt ráð til að kom-
ast heim úr veizlum. Og viti menn,
þar var alltaf einhver stór og sterkur
karlmaður boðinn og búinn til að
hjálpa þeim. Ég fór því að reyna að
vera hjálparvana líka, en með annan
eins svip og ég hef, reyndist það erf-
itt. Ég gekk jafnvel svo langt að
biðja karlmenn um að ná í glas af
vatni fyrir mig, vesalinginn! Stundum
varð ég að sýna þeim hvar vatns-
kraninn var og fá þeim glasið,
Og að lokum: Karlmenn eru í raun
og veru feimnir. Sá orðrómur, að
karlmenn séu frekir og ruddalegir
við kvenfólk, er eintóm vitleysa. Þeir
verða auðveldlega hræddir. Karl-
mönnum geðjast einmitt svo vel að
heimskum og hjálparvana konum,
af þvi að með þeim eru þeir öruggir.
Þær eru ekki hættulegar þessu
viðkvæma og dýrmæta sjálfstrausti
þeirra.
Neytendasamtökin
1 17. tölublaði VIKUNNAR var
sagt ítarlega frá nýstofnuðum neyt-
endasamtökum í Reykjavík. Nú hafa
þessi samtök sett upp skrifstofu í
Bankastrœti 7 og þar geta neitend-
ur nú fengið livers konar upplýsing-
ar og aðstoð, sem getur komið þeim
að gagni sem neytendum.
Það sýnir bezt að skrifstofan vill
gera almenningi sem þœgilegast fyr-
ir, að liún er opin á þeim tíma (3—7
álla daga nema laugardaga, en þá
1—1/), sem flestir eiga hœgt með að
leita til hennar.
Framkvœmdastjóri er Ari Isberg
og það er ekki út í bláinn að lög-
frœðingur hefur orðið fyrir valinu,
því liann mun aðstoða fólk til að ná
sanngjörnum rétti sínum, ef það er
órétti beitt í viðskiptum. Sími skrif-
stofunnar er 82722.
HVA9 FÆST HVAR?
Að undanförnu hefur fengizt
í verzlunum Silla & Valda nýtt
danskt þvottaefni, Hvile Vask.
Og þetta er ekkert venjulegt
þvottaefni, því það á að leysa
upp óhreinindin úr þvottinum,
aðeins ef hann er látinn liggja
í því yfir nóttina. Þvottinn á að
láta í sjóðandi heitt vatn. Við-
kvæm silkiefni og efni, sem láta
lit má að vísu ekki láta liggja í
upplausninni, en hvíti þvottur-
inn verður drifhvítur.
Á pökkunum er miði frá
rannsóknarstofu nokkurri í
Kaupmannahöfn, sem vottar að
hvorki sé klór né önnur skað-
leg efni í þvottaefninu. En
dýrt er drottins orðið. Pakkinn
kostar 14,80 og nægir í 70—80
lítra af vatni. Er þetta þvotta-
aðferð framtíðarinnar ?
í þessari grein segir ANITA COLBY, hvernig daglegar
leikfimisæfingar geta gert okkur
MITTISMJÓAR OG FÓTGRANNAR
Joan Bennett, sem er orðin
amma, er fræg fyrir sitt mjóa
mitti. En hún lætur heldur ekki
undir höfuð leggjast að stunda
æfingarnar, sem hér fara á eftir.
Leggizt á hnén og réttið hand-
leggina fram yfir höfuðið. Teygið
svo handleggina upp og dragið
magann vel inn. Skjótið síðan
hægri mjöðminni eins langt til
hliðar og þið getið, en haldið á-
fram að teygja handleggina upp.
Rúllið svo öllum líkamanum nið-
ur og fram og svo upp til hægri
— hryggurinn á að vera beinn og
magavöðvarnir strammir. Rúllið
líkamanum þannig sex sinnum til
hvorrar hliðar. Standið síðan á
fætur og gerið ykkur máttlausar.
Þegar þröngu kjólarnir koma i
tízku — eða þegar við þurfum að
láta sjá okkur í sundbol — þá
óska allar konur þess, að þær hafi
engar mjaðmir. Hér eru nókkrar
æfingar, sem verka jafnt á
mjaðmir, mitti og fætur.
Leggizt með bogin hnén á gólf-
ið, fæturna aðeins lausa frá gólf-
inu og handleggina út til hliðar.
Sveiflið svo fótunum til hliðar,
þannig að lærin snerti gólfið, en
handleggir og axlir haldist í sömu
stellingum. Byrjið með átta sveifl-
ur og fjölgið þeim smám saman
upp í 15 á dag.
Setjist flötum beinum á gólfið
og teygið fyrst hægri og svo
vinstri hælinn eins langt fram og
þið getið og látið mjöðmina ganga
svolítið fram um leið. Haldið hand-
leggjunum framréttum, til að
halda jafnvægi og rykkið í. Lítið
á málbandið eftir fjórar vikur.
Leggizt á grúfu og lyftið hægri
fæti beinum upp i loftið. Notið
neðstu hryggvöðvana. Gerið síðan
sömu æfingarnar með báðum fót-
um í einu. Hvílið ykkur. Veltið
ykkur á hliðina, látið höðuðið
hvíla á hægri handleggnum, sem
er teygður upp og leggið vinstri
hendina á gólfið í brjósthæð.
Teygið úr líkamanum og fótunum.
Dragið magann inn meðan þið
lyftið báðum fótum til hliðar upp
í loftið, en rassinn má ekki ganga
aftur um leið. Það eru maga- og
lærvöðvarnir sem eiga að erfiða.
Endurtakið þetta átta sinnum.
Leggizt á bakið og beygið
vinstri fót upp að brjóstinu. Hand-
leggirnir eiga að liggja beint út
frá öxlunum. Sveiflið nú vinstra
fæti upp í loftið og reynið að láta
hann nálgast hægri hendina.
Sveiflið fætinum til baka og rétt-
ið úr honum. Nú er röðin komin
að hægra fæti og æfinguna á að
endurtaka tiu sinnum.
Að lokum er hér ágæt æfing
fyrir fótleggina. Styðjið ykkur við
stólbak og standið á tá. Beygið
ykkur hægt í hnjánum með fæt-
urna saman og hrygginn beinan.
14