Vikan - 12.11.1953, Qupperneq 17
SÖNN SAKAMALASAGA
1
DR. CRIPPEN
OG ETHEL LE NEVE
AÐ ERU EF TIL VILL ekki margir hér á landi, sem heyrt hafa um Cripp-
en lækni, og enn færri munu þeir vera sem vita að hann myrti konu sína
vegna ástar á frillu sinni. En eldra fólk í Englandi veit allt um Crippen,
og í minningu þess er hann í rauninni miklu meira en venjulegur morðingi.
Þeir, sem muna hina rólegu tíma fyrir heimsstyrjöldina, hugsa til Crippens sem
Morðingjans.
Og þó var afstaða fólks í máli Crippens mjög mismunandi, enda hafa verið
uppi margar kenningar varðandi morðið. ,,Hann var hugrakkur maður og sannur
elskhugi,“ sagði Birkenhead lávarður. ,,Ég hef aldrei litið á Crippen sem mikinn
glæpamann,“ sagði Travers Humphreys, maðurinn sem hafði á hendi málsóknina
gegn honum. „Það var ekki hægt að finna neitt illt í fari hans,“ sagði ein af vin-
konum frú Crippen, ,,og því fór svo víðs fjarri að hann virtist hafa tilhneigingu til
að daðra við kvenfólk."
EN hvernig samrýmist álit þessa fólks hinu
„opinbera" áliti á þessum miðaldra manni
og ástarævintýri hans? Svarið er, að þar finnst
ekkert samræmi, —- ekki frekar en hægt er að
finna samræmi milli hinna ýmsu þátta mannlegs
eðlis, þegar skyggnzt er alla leið í botn.
Þekkið þið mann, sem er vondur við konuna
sína, en góður og ástríkur gagnvart hundinum
sínum? Eða konu, sem er fús til að fyrirgefa
himinhrópandi móðgun, en aldrei ofurlitla striðn-
isfulla athugasemd? Það er í slíkum þversögn-
um mannlegs eðlis, sem fólgin eru þau einkenni
Crippen-málsins, sem gera það svo freistandi til
rannsóknar.
Það er ekki auðvelt að skilja skapgerð Cripp-
ens. Enda er aldrei auðvelt að skilja morð. Þeg-
ar maður fer að kynna sér morðmál, þá verður
maður fyrst að fara í gegn um kynstur af skýrsl-
um úr vitnisburðum. Og maður hefur ekki les-
ið langt i þeim, þegar manni verður ljós sá
furðulegi sannleikur, að morðið eins og setur
alla hluti úr jafnvægi, truflar alla rétta skynj-
un. Karlar og konur, sem undir venjulegum
kringumstæðum mundu geta skýrt manni satt
og rétt frá hverju því sem fyrir þau kemur, verða
andspænis morði bæði óáreiðanleg og ýkin,
gíeyma því sem þau ættu að muna, og muna
ýmislegt það sem aldrei hefur skeð.
Þetta er alkunn staðreynd, sem allir þeir, er
fást við morðmál, verða að taka fullt tillit til. Og
það er ekki sizt nauðsynlegt hvað snertir Cripp-
en-málið, því að í sambandi við það virðist
ímyndunarafl fólksins hafa fengið óvenju frjálsa
útrás.
Þegar maður er búinn að lesa málskjölin og
strika út það sem auðsæilega er ósatt eða ýkt,
þá verður þó eftir sæmilega áreiðanleg lýsing á
manninum:
„Aldur, um fimmtíu ár. Hæð, fimm fet og
þrir eða fjórir þumlungar. Hörundslitur frísk-
legur, hárið skolbrúnt; ofurlitill skalli í hvifl-
inum: yfiskegg, dálítið óhirðulegt og drjúpandi;
augun grá. Lætur hattinn hallast aftur. Hæglát-
ur í framkomu. Talar frönsku og sennilega
lika þýzku. Gengur með byssu á sér.“
FYRIR MIÐDEGISVERÐARBOÐIÐ
Crippen var bandarískur að uppruna, fæddur í
Michigan árið 1862, kaupmannssonur. Hann hlaut
mjög venjulegt uppeldi og menntun, og ákvað
loks að gerast læknir. Hann kom til Englands
tuttugu og eins árs að aldri, og starfaði við ýmsa
spítala, og lagði áherzlu á að fullnuma sig í
skurðlækningum. Þegar hann kom aftur heim til
Bandaríkjanna starfaði hann sem sjálfstæður
læknir á ýmsum stöðum, með eyrna- og háls-
lækningar sem sérgrein. Hann kvæntist og eign-
aðist eitt barn, son, — en missti þessa fyrstu
konu sina eftir fárra ára hjónaband.
Hann varð aðstoðarlæknir í Brooklyn-hverfinu
í' New York. Einn af sjúklingum læknis þess,
sem hann starfaði hjá, var stúlka að nafni Cora
Turner, sem þegar var orðin frilla auðugs verk-
smiðjueiganda, enda þótt hún væri aðeins 17 ára
gömul. Crippen varð mjög hrifinn af henni, og
henni virtist einnig geðjast að honum. Þau giftu
sig. Og þá komst Crippen að því, að hið rétta
nafn konu hans var ekki Cora Turner, heldur
Kunigunde Mackamotzki, af rússnesk-þýzkum
ættum. Hann uppgötvaði einnig, að hann hafði
kvænzt konu, sem hafði mikla tilhneigingu til að
stjórna fólki og ráða yfir því.
Hún vildi ráða, hvernig hálsbindi hann gengi
með, og hvernig vini hann veldi sér. Hún skamm-
aði hann oft í annarra áheyrn, og það var hún,
sem ræddi við klæðskerann, ef hann ætlaði að
fá sér ný föt.
„Eftir að ég kvæntist henni fórum við til St.
Louis, þar sem ég starfaði sem aðstoðarmaður
augnlæknis í eitt ár eða svo . . . Svo fórum við
aftur til New York . . . síðan til Philadelphiu . . .
síðan til Toronto . . . síðan fórum við aftur til
Philadelphiu."
Og hvað höfðu þau upp úr öllu saman? Lítið
af peningum, en mikið af nýjum kunningjum.
Og einnig nokkra reynslu. Má vera, að það hafi
verið á þessum ferðalögum, sem læknirinn tók
upp þann vana að ganga með skammbyssu.
„Árið 1899 fór kona mín, sem hafði góða rödd,
til New York að læra söng, því hana langaði til
að gerast óperusöngkona. Ég greiddi allan kostn-
að af námi hennar, og heimsótti hana stundum í
New York, en árið 1900 fór ég til Englands, ein-
samall, þar sem ég fékk stöðu sem framkvæmdar-
stjóri hjá Munyos, á skrifstofum þeirra í Shafts-
bury Avenue, én sjálfur bjó ég í Queens Road,
í St. Johns Wood-hverfinu. Það var í apríl, sem
ég hafði farið til Englands, og í ágúst ltom hún
þangað einnig, en áður hafði hún skrifað mér og
sagt að hún ætlaði að hætta við óperusönginn,
og gefa sig heldur að léttari söng . . . Eftir komu
hennar til Englands, fluttum við og fengum okk-
ur íbúð í South Crescent.“
Það er auðséð, að Crippen þekkir nú alveg hana
Coru sína. Óperan var virðuleg, en allskonar
revýusöngur og þessháttar, það var allt annað
mál. Og öruggara að hafa hana hjá sér í Eng-
landi . . . Annars er þarna dálítill ruglingur í
dagatalinu, og bendir flest til þess, að þau hjón-
in hafi bæði komið til Englands árið 1898. 1
nóvember næsta ár fór Crippen aftur til Banda-
ríkjanna, og dvaldist þar þangað til í apríl 1900.
Það er hugsanlegt að hann hafi enn farið til
Bandaríkjanna þá um sumarið seint, en ekki víst.
Meðan hann var í burtu í fyrra skiptið fór kona
hans til miðdegisverðar í Torrington Square, og
þar komst hún í kynni við mann, sem hét Bruce
Miller, bandarískur revýuleikari, sem lék í leik-
húsum víða, og ferðaðist um alla Evrópu. Hann
hitti hana oft, meðan Crippen var fjarverandi,
og skrifaði henni eldheit ástarbréf, þó að hann
neitaði því að visu síðar, að hann hefði verið
elskhugi hennar.
Hr. Miller skrifaði undir bréf sín: „Með ást
og kossum til þeirrar brúneygðu." Hann heim-
sótti hana í íbúð þeirra hjóna í South Crescent,
og sendi henni gjafir. Og allt þetta virðist satt
að segja ekki benda til þess, gð kunningsskapur
þeirra hafi verið eintómt sakleysi. En varla mun
aumingja Mr. Miller hafa gert sér grein fyrir því,
að hann ætti eftir að leika eitt aðalhlutverkið í
miklum sorgarleik, sem hér var nú að hefjast.
Fyrstu fimm árin sem Crippen-hjónin dvöldust
í Englandi — þ. e. a. s. frá aldamótum til 1905
— voru mjög flutningasöm fyrir þau. Þau leigðu
á þessu tímabili á fimm mismunandi stöðum, og
skruppu hvað eftir annað til Bandaríkjanna. Og
á þessu tímabili reyndi frú Crippen stöðugt að
vinna sér álit á söngleiksviðinu undir nafninu
„Belle Elmore“, en hún var alltaf klöppuð niður
af sviðinu, og jafnvel pípt niður, og um síðir
ákvað hún að hætta með öllu við sönglistina. En
hún hafði eignast marga kunningja úr leikhús-
lífinu, kunningja sem oft buðu henni út, og voru
þá ekki að gera sér miklar grillur út af hr.
Crippen, enda virtist þessi hægláti maður með
óklippta yfirskeggið siður en svo liklegur til stór-
ræðanna.
Næstu fimm árin, eftir 1905, virtust á yfirborð-
inu vera mjög róleg. Crippen-hjónin settust að
í Hilldrop Crescent, en þurftu stundum að leigja
út húsnæði og selja mat tima og tíma, til þess
að bæta upp tekjurnar. Crippen hafði unnið hjá
ýmsum lyfjaframleiðendum, en fengið lítinn
frama, og virðist raunar hafa haft mestar tekjur
sem aðstoðarmaður tannlæknis. Þau voru sann-
arlega ekki rik, en höfðu þó getað safnað dálitl-
um peningum. Þann 15. marz 1906 áttu þau 250
sterlingspund í bankanum, og i nóvembermánuði
bættu þau við 100 pundum. 1 marzmánuði 1909,
voru 600 pund samtals á nöfnum þeirra beggja
i bankanum.
Frú Crippen virtist vera hamingjusöm. Eftir
að hún var búin að gefa frá sér allan frama á
leiksviðinu, hafði hún snúið sér að framkvæmda-
hlið leikhússtarfseminnar, ef svo mætti segja.
Hún varð gjaldkeri í leikhúsklúbbi kvenna, Music-
hall Ladies Guild, sem hafði ýms mannúðarmál á
stefnuskrá sinni og var með skrifstofu sina
til húsa á sama stað og Crippen hafði lækninga-
stofu sína í New Oxford Street. Þar héldu kon-
urnar fundi sína og ræddu með sér fjársafnanir
og aðra slíka starfsemi til hjálpar þurfandi kon-
um og börnum, sem á einhvern hátt voru venzluð
leikhúslifinu.
Þessar konur voru beztu vinir frú Ci'ippen, —
ef til vill hinir einu raunverulegu vinir hennar.
Enda áttu þær eftir að sýna tryggð sína í henn-
ar garð, jafnvel eftir að of seint var orðið að
bjarga lífi hennar. En það voru aðrir sem komu
í heimsókn í Hilldrop Crescent, drykkjumenn og
lauslátir leikarar, sem dáðust að „Belle“, en hlógu
með sjálfum sér að litla lækninum, sem virtist
óttast hana eins og þræll óttast húsbónda sinn.
Frú Crippen hafði alltaf klæðzt fötum, sem voru
all djarfleg í sniði og lit, og hún hafði mjög gam-
an af að skreyta sig með dýrgripum. Og ef til
vill hefur læknirinn fundið í því eitthvert mót-
vægi við vanmætti sínum gagnvart konunni, að
17