Vikan - 12.11.1953, Page 18
ÞAÐ er engum blöð-
um um það að fletta,
að Axel L. Wenner-
Gren er einn maka-
lausasti kaupsýslumað-
urinn, sem uppi hefur verið. Hann hefur vér-
jð mesti trjákvoðuframleiðandi Evrópu. Hann
hefur verið einn umsvifamesti vopnaframleið-
andi veraldar. Hann hefur verið einn mesti
flugvélaframleiðandinn. Hann hefur framleitt
meira af kæliskápum, ryksugum og öðrum
heimilisvélum en flestir aðrir í heiminum.
Og margt fleira hefur hann gert, meðal
annars gefið höfðinglega til góðgerðarstarf-
semi — og verið grunaður um njósnir fyrir
nasista.
Og enn er hann I fullu fjöri.
Eins og gefur að skilja, hefur þessi hái,
bláeygði Svíi ekki aldeilis setið auðum hönd-
um um dagana. Eignir fyrirtækisins, sem
hann byrjaði með, námu rösklega 30,000 doll-
urum. Fyrirtækin, sem hann
nú á, eru virt á hundruð millj-
óna dollara, en eignir hans eru
metnar á að minnsta kosti 100
milljónir dala. Ef menn kæra
sig um að breyta! þessu í krón-
ur, þá er gengi dollarsins
núna kr. 16,32.
Axel Leonard Wenner-Gren
fæddíst í Uddevalla í Svíþjóð
5. júní 1881 og stundaði nám
í Þýzkalandi. Þegar hann var
rösklega tvítugur, fékk hann
föður sinn, ríkan verksmiðju-
eiganda, til að lána sér pen-
inga til þess að framleiða landbúnaðarvélar.
Fyrirtækið fór á höfuðið og Wenner-Gren tap-
aði aleigunni.
Snemma árs 1907 sigldi hann til Bandaríkj-
anna með það fyrir augum að fá vélaverk-
smiðju nokkra til að gera hann að aðalum-
boðsmanni sínum í Evrópu. Verksmiðjustjórn-
in neitaði, og hann mátti fá sér verkamanna-
vinnu í New Jersey fyrir 15 cent á klukku-
stund.
Sænskt fyrirtæki, sem framleiddi rafmagns-
perur, kom honum til hjálpar. Það bauð hon-
um sölumannsstarf, sem hann þáði, vegna
þess að það gerði honum kleift að ferðast
fram og aftur milli Svíþjóðar og Bandaríkj-
anna.
Hann reyndist afburðasnjall sölumaður.
Hann nældi sér í hverja stórpöntunina á fæt-
ur annarri; seldi meðal annars allar perurnar,
sem notaðar voru til þess að skrautlýsa Pan-
amaskurðinn við hina glæsilegu opnun hans
1914. Svo snjall var hann, að 1917 átti hann
fyrirtækið.
Sumarið 1919 sá Wenner-Gren ryksugu í
sýningarglugga verzlunar einnar í Vínar-
borg. Hann keypti ryksuguna og tók hana í
sundur, til þess að sjá hvernig hún ynni.
Þegar hann var ánægður með það, keypti
hann framleiðsluréttinn og stofnaði Electro-
lux hlutafélagið með 32,000 dollara hlutafé.
Fimm árum síðar var Electrolux orðið risa-
fyrirtæki með verksmiðjur um allan heim.
Skömmu síðar sýndu tveir sænskir vísinda-
menn honum teikningar af sjálfvirkum kæli-
skáp. Honum leist vel á þær, greiddi upp-
finningamönnunum 500,000 dali fyrir fram-
leiösluréttindin og hóf f jöldaframleiðslu nokkr-
um mánuðum síðar. Verzlunin skilaði milljóna-
gróða á einu ári.
En þetta var bara byrjunin.
Fyrirtæki Wenner-Gren uxu jafnt og þétt.
Hann keypti námur og orkuver. Hann keypti
Svenska Cellulosa A.B., stærsta trjákvoðu-
fyrirtæki veraldar, sem átti 20 pappírs- og
trjákvoðuverksmiðjur og 6,000,000 ekrur af
skóglendi í Norður-Svíþjóð.
Og enn var keypt.
Hann keypti hluta-
fjáreign Krupp-fjöl-
skyldunnar í sænsku
Bofors vopnaverk-
smiðjunum, en stofn-
setti auk þess verksmiðju í Svíþjóð til þess
að framleiða orustuflugvélar. Allt þetta óx
og dafnaði í höndum hans, unz svo var kom-
ið, að hann var orðinn þvílíkur risi í við-
skiptaheiminum, að ákvarðanir hans gátu
haft áhrif á efnahag heillra þjóða.
Hann eignaðist líka nýja vini og skritna,
eins og til dæmis Hermann Göring. Og fyrir
þessa nýju vini sína gerði hann ýmislegt
skrítið og óvenjulegt.
Að beiðni Görings gerðist hann einskonar
sáttasemjari í finnsk-rússneska stríðinu og
hjálpaði til við að koma á vopnahléi. Og eins-
konar leynilegur sendiherra Þjóðverja gerðist
hann, þegar hann flutti friðartilboð frá þeim
til brezku stjórnarinnar.
Bandarikjamenn tóku Wenn-
er-Gren til bæna, eftir að
þeir hófu þátttöku í heims-
styrjöldinni. 1 janúar 1942 var
hann settur á hinn opinbera
svarta lista bandarísku stjórn-
arvaldanna, yfir þær persónur,
sem skiptu við möndulveldin.
öllum bandariskum borgurum
var bannað að eiga við hann
viðskipti, ,og eignir hans í
Bandaríkjunum voru „fryst-
ar“.
Wenner-Gren neitaði öllum
ákærum. Hann kallaði fram-
komu Bandaríkjamanna ,,skammarlega“.
Hann sagði líka, að hér hefðu átt sér stað
„óttaleg mistök“. Siðar í styrjöldinni höfðaði
hann mál til þess að fá viðskiptabanninu gegn
sér aflétt en það fór þó aldrei fyrir dómstól-
ana.
Hann dvaldist í Mexico flest stríðsárin.
Tveimur dögum áður en styrjöldin braust út,
sigldi hann frá Svíþjóð í „lystisnekkju" sinni
— 320 feta skipi, sem kostaði yfir 30 milljón-
ir króna. Það var af tilviljun nærstatt, þegar
þýzkur kafbátur sökkti brezka farþegaskip-
inu „Athenia", og björguðust yfir 300 upp í
„snekkjuna".
Hann var mjög umsvifamikill i Mexico.
Hann hafði haft meðferðis nokkrar milljónir
dollara „til heimilishaldsins", og fyrir þetta fé
keypti hann nú hótel, setti á stofn borðbúnað-
arverksmiðju, húsgagnaverksmiðju, rakblaða-
verksmiðju, heimilistækjaverksmiðju og geril-
sneiðingarstöð. Auk þess reisti hann mikinn
fjölda íbúðarhúsa á Bahama-eyjum.
1' stríðslok herti hann róðurinn, enda hafði
hann nú greiðan aðgang að auðæfum sín-
um í Svíþjóð og víðar. 1947 keypti hann
meirihluta hlutabréfa í tveimur stærstu síma-
félögum Mexico. Fyrir' bréfin greiddi hann
49,000,000 dollara. Upp á síðkastið hefur hann
þó farið sér heldur hægar, þótt hann sé um-
svifamikill svona á venjulegan mælikvarða.
Hann lifir mjög ríkmannlega, enda fátt til
undir sólinni, sem hann ekki getur veitt sér.
Þrjá mánuði af ári hverju dvelst hann á
Bahama, þar sem hann á feiknstórt sveitaset-
ur, fjóra mánuði eða svo býr hann í Mexico,
þar sem hann á glæsilegt stórhýsi í höfuð-
borginni og búgarð í Cuernavaca, en aðra
mánuði ársins er hann um kyrrt í Svíþjóð, þar
sem hann hefur líka tvö heimili, annað i
1,000 ára gamalli höll og hitt í Stokkhólmi
— virt á yfir 300-milljónir króna!
Hann hefur mikla ánægju af veiðiferðum,
útreiðartúrum og siglingum. Hann efnir líka
til dýrlegra veizlna fyrir vini sína, sem
flestir eru milljónamæringar. Hann er giftur
fallegri bandarískri konu, en þau eru barn-
LONDUM
AXEL L. WENNER-GREN
gefa henni slíka dýrgripi, jafnvel þó að hann
hefði ekkert ráð á því. Svo mikið er víst, að frú
Crippen skartaði ávallt vel í því tilliti.
En þó að mikið væri um dýrðir meðan stóð á
heimboðunum í Hilldrop Crescent, þá varð dýrð-
in minni þegar þau voru afstaðin, og ekkert eftir
nema tómar bjórflöskurnar og vindlareykurinn.
Frú Crippen var ekki mikil húsmóðir. Hún vildi
heldur gæla við ketti sina en gegna heimilisstörf-
um. Og vesalings læknirinn varð að gegna hlut-
verki þjónustustúlkunnar á heimilinu. Og þetta
gat verið erfitt hlutverk, þegar þau höfðu marga
leigjendur. Þá varð hann að bursta skó og útbúa
morgunverð, áður en hann fór á lækningastofuna.
Frú Crippen lét hann færa sér morgunverð í
rúmið. Og ekki varð það til að auka ánægju
læknisins af lífinu, þegar hjá honum fór að vakna
grunur um, að kona hans væri ef til vill óþarf-
lega gestrisin við suma leigjendurna, þegar hann
var horfinn burt úr húsinu.
En fáa af vinum frú Crippen mun hinsvegar
hafa grunað það, að ein ástæðan til þess að lækn-
irinn hafði fengið sér stærri íbúð í Hilldrop Cres-
cent, var sú, að þá gat hann sofið í öðru herbergi
en kona hans. Fáir mundu hafa trúað því, að hann
hefði hugrekki til að hætta sér út í ástarævin-
týri framhjá konu sinni . . .
Hver var Ethel Le Neve ? „Hraðritari og vél-
ritunarstúlka, tuttugu og sjö ára gömul,“ segir
í hinni þurru lögregluskýrslu. „Hæðin fimm fet
og fimm þumlungar, hörundslitur fölur, skolbrúnt
hár (ef til vill stundum litað), stór grá eða blá
augu; góðar tennur, andlitsfallið snoturt; fram-
koman viðfelldin og kvenleg.“
Ethel Le Neve var góð stúlka. Hún var af mið-
stéttarfólki komin, fædd árið 1883. Faðir hennar
starfaði við kolaverzlun. Ethel var ekki nema
sextán ára, þegar hún varð að fara að vinna
fyrir sér. Ekki er kunnugt, hvert starf hennar
var til að byrja með. En fundum hennar og
Crippen bar saman mjög snemma, því að tann-
smiðurinn Long, aðstoðarmaður Qrippens, bar
það í réttinum, að hann hefði þekkt Ethel í níu
ár. Og verjandi hennar, F. E. Smith, lagði sér-
staka áherzlu á þetta.
„Það henti hana sú mikla ógæfa, þegar hún
var ekki nema sautján ára gömul, að komast
undir áhrif einhvers hættulegasta og merkileg-
asta manns sem lifað hefur á þessari öld, manns,
sem ávallt mun skipa háan sess í glæpasögunnl
fyrir hinn óvenjulega persónuleika sinn . . . Gerið
ykkur grein fyrir þessum tveim manneskjum;
annarsvegar Crippen, samvizkulaus, aðlaðandi og
siðlaus maður sem ekkert óttast, hvorki Guð né
menn. Hinsvegar saklaus skólastúlka, sautján ára
gömul, — sem sagt á þeim aldri þegar flest ykk-
ar mundu enn halda dætrum sínum undir vernd-
arvæng hamingjusams heimilis."
Já, þannig fórust þeim góða manni orð. En
þess er líka að gæta, að þetta gerðist á tímum
hinnar háfleygu ræðumennsku og orðskrúðs. Það
verður að ganga út frá þvi, að í ákafanum að
hreinsa skjólstæðing sinn að allri synd, hafi F. E.
Smith ýkt ofurlitið áhrifavald og persónuleika
elskhugans. Og einnig má ótvxrætt telja víst, að
lengi vel hafi tilfinningar Crippens i garð fröken
Le Neve ekki verið aðrar en þær, að hann dáðist
að henni sem góðum og dugandi einkaritara.
Það var ekki fyrr en á öðru tímabili dvalar
Crippens í Englandi — eftir 1905 — þegar hann
var seztur að á Hilldrop Crescent og hættur að
sofa I sama herbergi og kona sín, að samband
hans og Ethel Le Neve varð nánara. Crippen var
kominn á fimmtugs aldurinn — hinn hættulega
fimmtugsaldur — en fröken Le Neve var tuttugu
og fjögra ára, þegar hún gerðist frilla hans.
En ástarlíf þeirra hefur verið ýmsum erfið-
leikum háð, og hlýtur stundum að hafa haft sínar
dökku hliðar. Crippen hélt þeim vana sínum að
koma alltaf heim á réttum tíma, og hvað svo
sem átti sér stað milli hans og Ethel Le Neve,
hlýtur að hafa átt sér stað á hinum dimmu ann-
ars flokks hótelum, sem svo mikið er af i Blomms-
bury-hverfinu. Er fram liðu stundir, og erfið-
ara varð að halda leynd yfir þessu, hlýtur samb-
Framhald á bls-. 22.
18