Vikan


Vikan - 12.11.1953, Síða 20

Vikan - 12.11.1953, Síða 20
Saumavélar fótstignar, handsnúnar. VASALJÓS ýmsar gerðir, PERUR og BATTERÍ í flest vasaljós, PÓLAR, RAFGEYMAR, REIÐHJÓL, ÞRÍHJÓL. RESDH J ÓL AVERKST ÆÐI MARGEIRS JÓNSSONAR Sími 130 — Keflavík. MATARBÚDIN S.F. Verzlun — Pylsugerð — Sími 140 — FISKUR KJÖTVÖRUR NYLENDUVÖRUR HREINLÆTISVÖRUR KEFLAVI (framh. af bls. 5) A þessum sjómannadegi skinnklæddust fimm kaldir karlar og sýndu Keflvíkingum hvernig farið var að því í gamla daga. Formaðurinn, Baldvin Jónsson, er fyrir miðju. Áhyggjum fyrir brauði morgundagsins er bægt frá í bili. Allir hafa verk að vinna. Allt þetta vekur öryggi og trú á framtíðina. Unga fólkið, sem fellir hugi saman, fer þvi ótrautt til Sig- þórs, sem selur þeim hringana með æfilangri hamingjuábyrgð. Siðan fara þau til byggingar- fulltrúans og festa sér lóð. Saman vinna þau svo að byggingu hamingju- hallarinnar. Maður nemur ekki lengur staðar, þó að maður sjái konu með hamar, haka eða skóflu, og sést hafa þær með múrskeið, málningarbursta og önnur þau tæki, sem fagmönnum er verr við að handleikin séu gáleysislega. Þess eru jafnvel dæmi, að ungir og ólofaðir menn, langt innan við tvítugsaldur, byggi sér hús — það eru röskir, fyrirhyggjusamir piltar, sem ennþá hafa i fersku minni, frá kristinfræðinámi 'sínu, draum Faraos um feitu kýrnar — og svo þær mögru. Byggingarframkvæmdir hafa því verið með ó- líkindum miklar undanfarin ár, en þrátt fyrir það hefur húsnæðisekklan tvímælalaust verið meiri hér en nokkursstaðar annarsstaðar á land- inu, enda mun húsaleiga vera hærri hér en víð- ast hvar annarsstaðar. Opinberar framkvæmdir hafa verið miklar síð- ustu árin, þó að þær hafi varla orðið eins örar og æskilegt hefði verið í bænum okkar, sem vex nú svo æfintýralega hratt. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú, að byggja hefur orðið í flýti marg- ar götur í nýju hverfunum og leggja íbúum þeirra til nauðsynjar, s. s. vatn, holræsi, rafmagn og fleira. Þá er það opinberum framkvæmdum mikill fjötur um fót, að þúsundir manna, sem drekka vatnið okkar, sem ganga um göturnar okkar og njóta annars þess, er Keflavík hefur að bjóða, greiða sín opinberu gjöld annarsstaðar. Það kann að vera, að framtíð Keflavíkur sé torræð og ýmsar hrakspár heyrast í því sam- bandi. Telja margir að allt standi hér og falli með vinnun'ni á Keflavíkurfhjgvelli. Óneitanlega kynni samdráttur í vinnu þar að valda einhverri röskun, en vænta má þá þess, að aðalatvinnuvegur byggðarlagsins taki aftur að blómgast. Fiski- miðin eru enn sem fyrr ein þau beztu hér við land, og hafa nú fengið aukna vernd fyrir ágangi stærri skipa. Allur aðbúnaður í landi til fiski- iðnaðar er, eins og fyrr greinir, betri en nokkru sinni áður, og stendur fyllilega jafnfætis því bezta hér á landi. Starfsglöð æska, sem mótast hefur af fram- farahug og tækni nútímans, mun taka höndum saman við hina eldri og reyndari — bresti- þá stoð- ir undir afkomumöguleikum hér í Keflavík, mun ílestum bæjum landsins hætta búin. Þessi aðgerðarmynd er tekin fyrir nolikrum ár- um. Nú fer svona vinna fram inni í húsum. A myndinni munu Keflvíkingar m. a. þekkja núver- andi bæjarstjóra sinn, Ragnar Guðleifsson (fyrir miðju). FORSIÐUMYNDIRNAR Þar sést svolítili liluti af flota Keflvíkinga. Þá eru nýbyggingar og loks ósköp lítið sýnishorn af þeim aragrúa af síldartunnum, sem fólkið í Keflavík fyllir á ári hverju. TÖBAK & SÆLGÆTI BRAUÐ & KÖKUR. Hraðfrystihús Keflavíkur h.f. B (The Quick Freezing Plant Ltd.) Munið! Sími Frystihússins 104. Verkstjóri Iieima 174. KEFLAVlK. Hjá okkur fást allar fáanlegar matvörur. Erum kaupendur að fiski, síld og hrogmim Afgreiðum „kost“ til skipa. SELJUM: EXPORT: Áherzla lögð á fljóta og góða Beitusíld, með beztu fáan- AIl Idnds of Frozen Fish and afgreiðslu. legum kjörum. Fish Products, and Codfish. 20

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.