Vikan - 12.11.1953, Qupperneq 21
Hvernig sér kötturinn ?
Hvaö sjá fiskarnir?
Hver hefur stœrstu
T^AÐ gera sér fæstir grein fyrir því,
hve gjörólíkur sá heimur er okkar
heimi, sem dýrin sjá. Flest göngum við
út frá því sem vísu, að þau sjái nákvæm-
lega samskonar heim eins og við: En það
er öðru nær. Okkur mundi vafalaust
bregða í brún, ef við gætum séð heim-
inn til dæmis með augum hunds eða fugls
eða fiskjar.
Það er mjög náið samband
milli sjónarinnar og heilans.
Það fer því mikið eftir heila-
búi dýranna, hve mikið gagn
þau hafa af augunum. Það
má segja, að því meiri vits-
munum sem dýrið er gætt,
því betri not hafi það af sjóninni.
Ekkert dýr getur séð í niðamyrkri, jafnvel
ekki kettirnir, eins og almennt er þó trú manna.
Það er aðeins hægt að sjá og sjást við einhverja
glætu.
Flest dýr, sem mikið eru á ferli að næturlagi,
hafa ,,lýsandi“ augu. Hinsvegar gætir þessa eig-
inleika ekki hjá þeim dýrum, sem halda mest-
megnis kyrru fyrir um nætur. Sum „næturdýr"
hafa augu, sem eru alveg óvenjulega næm fyrir
Ijósi. Svo er til dæmis um kettina. Nóttin er
þessvegna grá í augum kattarins, en dagurinn
ákaflega bjartur.
Ýmsir fiskar hafa ágæta sjón, auk þess sem
þeir geta sumir hverjir gert greinarmun á lit-
um. Eins og bent verður á hér á eftir, er þetta
meira en ýms landdýr geta státað af.
Arvekni
Hjá Búddatrúarmönnum merkir fiskaugað ár-
vekni, vegna þess að auga hans er ávallt opið.
Ástæðan er auðvitað sú, að fiskarnir hafa engin
augnalok. Hinsvegar hafa flestir fiskar mjög
vítt sjónsvið, þar sem augu þeirra eru sinn hvoru
megin á hausnum.
Snákar eru komnir það lengra en fiskar í
þróunarsögunni, að þeir hafa augnalok. Þó eru
augnalokin mjög þunn, og áfastar við þau eru
gegnsæjar himnur, sem hylja augasteininn. Þetta
dregur úr sjón þeirra, en samt má segja að þeir
séu betur settir en fiskarnir, þar sem þeir eru
gæddir mun meiri vitsmunum.
Hvað augunum viðvikur, standa fuglarnir
mannfólkinu miklu framar. Það gengur krafta-
verki næst, hve skarpa sjón þeir hafa.
Ótal sögur hafa verið
sagðar af því, hvernig
hræfuglar geta séð æti
'(q) \__. úr margra mílna fjar-
j) feg— y læf?ð- Haukar geta
i fylgzt með ferðum ör-
smárra dýra úr feikn-
mikilli hæð, og enginn
vafi er á því, að uglur
sjá mun betur en við eftir að rökkva tekur. Sann-
leikurinn er sá, að til þess að sjá þarf uglan
aðeins tiunda til hundraðasta hluta þess ljós-
magns, sem við mennirnir þörfnumst.
Ilmurinn en ekki sjónin er aðal skilningarvit
allra spendýra, að manninum og apanum undan-
skildum.
Maður hefur auðvitað heyrt aragrúa af sög-
um um frábæra sjón spendýra, ekki sist hunda.
Manni er sagt, hvernig þeir þekki liti, hvern-
ig þeir kannist við húsbændur sína úr mörg
hundruð metra fjarlægð o. s. frv. Hinsvegar er
sannleikurinn sá, að hundar hafa ekki skarpa
sjón.
Bráðin
Ef hundi er bent á bráð og vindátt er þann-
ig, að hann getur ekki fundið af henni þefinn, er
hann engu nær. Ástæðan er sú, að hann kemur ein-
faldlega ekki auga á bráðina. Stundum sér hann
hana, ef hún hreyfir sig — en ekki nærri alltaf.
Og hann eltir hana aðeins uppi, ef hann finnur
af henni lyktina. Hundurinn lifir í heimi, þar sem
ilmurinn skiptir mestu máli.
Þar sem fíllinn er ein
stærsta skepna jarðar-
innar, þá væri ekki
nema eðlilegt að draga
af því þá ályktun, að
hann hefði stærri augu
en öll önnur landdýr.
En það er hesturinn,
sem á metið. Hins-
vegar hefur hvalurinn stærst augu allra spen-
dýra, og það hefur komið í ljós, að hægra auga
hans er svolítið stærra en það vinstra.
Kanínan og hérinn eru ekki miklar vitsmuna-
verur. En það hjálpar þeim í lífsbaráttunni, að
þau geta séð fram fyrir sig og aftur fyrir sig,
án þess að hreyfa höfuðið.
Þó að öðru sé oft haldið á lofti, eru
flest dýr litblind. Svo er til dæmis alveg
ómótmælanlega með ketti, hunda, sauðfé,
nautgripi og hesta. Það er eintóm vit-
leysa, að naut ærist ef þau sjá eitthvað
rautt. Ef naut tekur upp á því að ærast,
þá gerir það það, hvort sem rauð dula er
á næsta leiti eða ekki.
LITLA sardínan skalf af hræðslu, þegar hún
sá kafbát nálgast.
— Vertu ekki hrædd, barn, sagði móðir henn-
ar hughreystandi. — Þetta er bara dós með
mönnum í.
MÁNUÐUM SAMAN vissi ég ekki
hvar maðurinn minn var á kvöldin.“
„Og hvernig komstu að því!“
„Eitt kvöldið fór ég heim — og þar sat
hann!“
PABBINN við lítinn son sinn, sem dregur kven-
sundbol á eftir sér: — Vertu nú góður dreng-
ur og sýndu pabba, hvar þú fannst þetta.
Vélsmiðja 01. Olsen h.f.
YTRI NJARÐVÍK
Símar: Smiðjan 222,
Ol. Olsen heima 243.
Vélsmíði
Vélaviðgerðir
Járnsteypa
Koparsteypa
Logsuða
Rafsuða
Smíðum m. a. okkar viðurkenndu
Olsen-katla með blásara, tvímæla-
laust þá sparneytnustu, sem völ er
á hér á landi.
Þeim, sem ekki hafa rafmagn,
skal ennfremur bent á, að við smíð-
um einnig sjálftrekkjandi katla, ef
þess er óskað.
Báðar tegundirnar með innbyggð-
um hitavatnsdunk, sé þess óskað.
Kynnið yður verð og söluskilmála.
FYRIRLIGGJANDI:
Stál — Járn og aðrir málmar
Pakningar — Boltar —
Skrúfur o. m. fl.
Allskonar
Vélaviðgerðir
framkvæmdar fljótt og vel,
bæði fyrir skip og iðjuver.
★
Eldsmíði, plötusmíði og alls-
konar suður.
-k
Ennfremur framleiðum við,
eins og að undanförnu, okk-
ar viðurkenndu olíukyntu
katla, hitavatnskúta og
fleira.
Sendum gegn póstkröfu um land allt.
Vélsmiðja Njarðvíkur h.f.
Innri-Njarðvík. — Sími 261.
21