Vikan


Vikan - 13.01.1955, Blaðsíða 7

Vikan - 13.01.1955, Blaðsíða 7
Framliðni maðurinn var bókhneigður og aðrar draugasögur AL L A R þjóðir eiga sínar draugasögur, flest byggð- arlög sína svipi og drauga. Alltaf öðru hvoru komast líka sög- ur á kreik um nýjar furðulegar sýnir, spánýjar afturgöngur, sem gangi ljósum logum í húsum eða úti á víðavangi. Oftast gleymast þessar sögur fljótt, þegar draugsi hættir að sýna sig eða einhver greindur náungi sannar, að höfuð- lausi riddarinn í tunglskininu hafi ekkert annað verið en lak á þvotta- snúru, sem bærðist í vindinum. En fyrir kemur, að svo margir sjá hina íurðulegu veru, eða svo trúverðug- ir menn, að það er einskis annars úrkostar en að játa, að eitthvað „yfirnáttúrlegt“ hafi gerst og skrifa það á reikning „annars heims.“ Þannig var það til dæmis í York í Bret- landi veturinn 1953, þegar draugur einn fór að gera sér tíðar ferðir í bókasafnið í Yorkshire. Næturvörðurinn, maður að nafni George, varð hans fyrst var. Hann mætti draugsa kvöld eitt klukkan rösk- lega hálf átta, og svo góða lýsingu gat hann gefið á honum, að menn voru ekki í neinum vafa um, að þetta hefði verið bæjarráðsmaðurinn og lögfræðingurinn Edward Wooller — andaður fyrir réttum 30 árum. 1 fyrstu var ekki laust við að menn gerðu gys að George garminum, en þegar hann fjórum vikum síðar sá Edward á nýjan leik, læddist á eftir honum, horfði á hann taka bók ofan úr hillu og leggja hana á gólfið og ganga síðan í rólegheit- um gegnum læstar dyr — þá fóru menn að leggja við eyrun. Mánuði síðar ákváðu nokkrir góðir og gegnir borgarar að standa vakt í bóka- safninu eina nótt og sjá, hvort þeir gætu ekki hitt þennan merkilega draug. Fyrst var gerð rækileg leit í bókasafninu, til þess að ganga úr skugga um, að þar leynd- ist enginn, sem gaman hefði af svolitlu sprelli. Síðan var fyrrnefnd bók sett á sinn stað í bókahillunni og klemmt vel að henni, svo að hún gæti ekki farið af stað sjálfkrafa. Draugurinn sýndi sig ekki, en þegar klukkuna vantaði nákvæmlega átta mín- útur í átta, heyrðist þrusk — um leið og bókin var dregin hægt fram úr hillunni! Hún seig hægt til gólfs og stöðvaðist þar opin! Ekki kom til mála, að neinn við- staddra hefði snert hana; sá næsti var í tveggja metra fjarlægð. Athugun á hill- unni Qg nálægum bókum leiddi heldur ekkert óvenjulegt í ljós. „Þetta var gjörsamlega óskiljanlegt,“ segir læknir, sem þarna var. „Það er ekki blöðum um það að fletta, að bókin var tekin úr hillunni, og að sá, sem það gerði, var ekki af þessum heimi.“ Það vill svo til, að bókin, sem hér um ræðir — „Forngripir og þjóðminjar í kirkjum“ — var rituð af Edward Wooller, draugnum sjálfum! James Mordue og kona hans búa á afskekktu brezku heiðarbýii. í hitteðfyrra notuðu þau jólin til þess að heimsækja kunningja sína í nágrenninu. Þegar þau komu heim, mætti þeim ófögur sjón. Ein- hver hafði umturnað öllu í svefnherberg- inu, og loðkápa, sem frú Mordue átti, var horfin. Þau leituðu hátt og lágt, en ár- angurslaust. Eitt kom þeim einkum ein- kennilega fyrir sjónir: allir gluggar voru lokaðir og allar dyr, svo að engu var lík- ara, en að hinn óboðni gestur hefði haft húslyklana. Daginn eftir fann frú Mordue loðkáp- una sína — á miðju svefnherbergisgólfinu! Næstu daga á eftir gerðist margt skrít- ið. Þung ávaxtakrukka tók upp á því að flytja sig af sjálfsdáðum innan úr búri og fram á eldhúsgólf. Ávaxtadós tók sig til og ferðaðist úr búrinu inn í baðherbergi. Öskubakkar og blómaskálar hurfu af sín- um venjulegu stöðum og fundust á stólrnn víðsvegar um húsið. Húfa og frakki geist- ust úr fatahenginu og upp í stiga. Áttu þau að flýja? Dag nokkurn eftir hádegi fóru hjónin í göngutúr, eftir að hafa læst húsinu vand- lega. Þegar þau komu aftur, uppgötvuðu þau, að grenigrein og jólakort, sem stað- ið höfðu uppi á hárri hillu, höfðu verið flutt á stól, sem stóð nær meter frá veggn- um. Auk þess höfðu þrjár bækur verið teknar úr bókaskápnum í stofunni og flutt- ar fram í búr. Það var eftir þennan atburð sem kunn- ingjar þeirra minntu þau á undarlegt fóta- tak, sem ýmsir höfðu heyrt fyrir utan húsið nokkrum árum fyrr. Það var eins og einhver kæmi gangandi upp trað- irnar, færi með allri framhlið hússins og hyrfi eitthvað út í buskann á bak við það. Þetta hafði endurtekið sig hvað eftir ann- að. Hjónin á heiðarbýlinu ræddu það með FYRIR FRAMAN ÞÁ STÓÐ UNG STÚLKA * sér, hvort þau ættu að flytjast burtu. Það varð ofan á, að bíða átekta og sjá, hvort þessum dularfullu atburðum linnti ekki. Þau eru fegin því núna, því að ekkert ó- venjulegt hefur skeð í meir en ár. Enginn veit hinsvegar, hve lengi sá friður muni vara. Skammt frá enska bænum Darlington höfðu menn tekið eftir því í mörg ár, að hundar þeirra voru sífellt að snuðra á sama stað við gamlan steinvegg. Eitt- hvað var þetta sett í samband við morð, sem sögur hermdu, að framið hefði verið á staðnum. Þar átti hermaður að hafa myrt vinstúlku sína. Sama saga hermdi, að nokkrum árum síðar hefðu tveir her- menn legið helsærðir í tjaldi sínu eftir orustuna við Culloden. Allt í einu var eins og birti í tjaldinu, og fyrir framan þá stóð ung stúlka — stúlka, sem báðir vissu að var látin. Sýnin stóð skammt en var mjög greinileg. Daginn eftir, þegar annar hermannanna gerði sér ljóst, að hann var að dauða kom- inn, játaði hann fyrir félaga sínum að hafa myrt stúlkuna, sem þeir höfðu séð um nóttina. Hann hafði gert það af afbrýði- semi, er hann frétti, að hún átti vingott við annan mann. Þegar hér var komið, játaði svo hinn hermaðurinn, að hann hefði verið elskhuginn, sem kom félaga hans til að fremja ódæðisverkið. Svona var sagan eins og menn sögðu hana í Darlington. Og hundarnir gerðu sér semsagt tíðfarið á hinn meinta morð- stað. Svo var það dag nokkurn, góðri öld eftir að atburðurinn átti að hafa gerst, að verkamaður, sem var að vinna hjá veggn- um, kom niður á beinagrind af ungri stúlku. Gröf hennar hafði verið grunn og þröng, því að líkið hafði verið lagt í hana í hnipri. Það virðist því óneitanlega ein- hver fótur hafa verið fyrir sögunni um morðið og sýnina á vígvellinum. En að minnsta kosti einn annar dularfullur atburður hefur átt sér stað við þennan gamla steinvegg. Því að fyrir fáeinum árum fann annar verkamaður þar aðra beina- grind. En um hennar sögu er ekkert vitað. — Philip Paul 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.