Vikan


Vikan - 13.01.1955, Page 10

Vikan - 13.01.1955, Page 10
HEIMILIÐ RITSTJÓRI: ELlN PALMADÓTTIR LUBBAGREIDSLAN Skoðirn karlmanns á stutta hárinu. RlR TÖFRANDI TÖTRALINGAR, Audrey Hepburn, Jeanmarie og Leslie Caron, sem allar eru skyndilega komnar í tölu fræg- ustu skemmtikrafta heimsins, sanna það óvéfengjanlega, að enn einu sinni er komið fram á sjónarsviðið tízkufyrirbæri nokkurt. Ég á hér við hina óviðráðanlegu löngun kvenfólksins til að klippa af sér hárið, þegar i kjölfar stríða eða annarra hörmunga siglir þjóðfélags- leg ringujreið. Með hverjum deginum sem líður færist hárið nær höfuðleðrinu og verður tætingslegra að neðan, þangað til það líkist mest apahárum. Kvenfólkið reynir svo að útskýra þessa nýbreytni, með því að segja að stutt hár sé bæði þægilegra og ódýrara. En enginn, sem lítur í bækur hár- greiðslustofanna getur með nokkru móti haldið því fram, að kvenfólkið spari tíma og peninga með þvx að láta stýfa af sér hárið. Sú sem ákveður að klippa sig, fær enga smá- ræðis klippingu. Og til að gera hana yndislega úfna, eins og hún sé nýstigin upp úr rúminu og hafi í hyggju að velta sér þar svolítið meira, er einhver dularfull helgiathöfn — hárlagningin — nauðsynleg, og hún krefst dýrrar þjónustu snjalls sérfræðings. Rætur þessa uppátækis liggja djúpt. Ef við athugum mannkynsöguna, sjáum við, að þegar gjaldmiðillinn er traustur, stjórnarfarið í föstum skorðum og kvenfólk á við öryggi að búa, þá er hárgreiðslan alltaf íburð- armikil. Ef svo þessar föstu skorður raskast á einhvern hátt, lætur tízkan lítið fara fyrir sér og heldur íburðarleysi sínu, þangað til hættan virðist liðin hjá. En þegar ringulreið ríkir i heiminum og allt virðist hafa losnað úr viðjum, þá sleppa konui-nar fram af sér taumunum og teyga hið æsi- þrungna loft frelsisins. Hegðun hins taumlausa æskufólks, sem uppi var um 1920, minnir mjög á djöfladansinn, sem varð eftir allar hörmungar frönsku stjórn- arbyltingarinnar. Konurnar byrjuðu með því að klippa af sér hárið og losuðu sig síðan við hverja spjörina á fætur annarri. (Þær sýndu brjóst- in jafn blygðunarlaust og lauslætiskvendi seinni tíma sýndu á sér fæt- ui’na.) Þær fleygðu frá sér lifstykkjunum og þegar þau hverfa, er tvennt annað alltaf á ferðinni, segir James Laver í bók sinni „Taste and Fashion," — en það er lausung og verðbólga. Það er gott dæmi um þá léttúð, sem ríkti á þessum tíma, að franskar konur tóku upp „fórnarlamba“-hárgreiðslu eftir byltinguna. En svo óhugnanlegt sem það virðist vera, þá er þetta eftirlíking af hárgreiðslu fórnarlamba fall- axarinnar, þegar búið var að stýfa af þeim hárið, svo það flæktist ekki fyrir, þegar höfðum þeirra var stungið undir fallöxina. Svipað þessu, en þó ekki eins hrollvekjandi, er það, þegar nútíma konur apa eftir munaðar- lausu flækingsbörunnum, sem reikuðu úfin um götur Italíu eftir síðasta stríð. Þessir úfnu topp- ar, sem líkjast tízkunni um 1920, eru sönnun þess, að konurnar séu að verða ófyrirleitar aftur. (Þýtt og stytt úr The New York Time Magazine). H Ú S RÁÐ Olíulykt næst af höndunum með því að nudda þær upp úr salti um leið og maður þvær sér. Það er1,miklu auðveldara að hafa allt í röð og reglu í sauma- körfunni, ef lausu endarnir á tvinnakeflunum eru festir við keflin með glærum límpappír í hvert skipti sem hætt er að nota þau. Gamlar peysur o.þ.h. má klippa í stykki, sem síðan eru saumuð saman í teppi, en fyrst þarf að sauma í saumavél kring- um hvert stykki, svo það rakni ekki. Teppið þarf síðan að fóðra með flúneli og setja líningu úr einhverju efni eða prjónalíningu með brúnunum. MATSEÐILLINN Hafið þið nokkumtíma reynt að steikja bananasneiðar með heilagfiski? Það gera Frakkar og þykir hunangsmatur. Fylltar pylsur. Skerið 8—10 soðnar kartöfl- ur og eina agúrku í teninga, sem látnir em á smurt, eldfast fat, og rifnum osti stráð yfir. Skerið síðan átta pylsur næstum alveg í sundur (eftir lengd- inni) og smyrjuð einni skeið af þykkri tómatsósu inn í hverja þeirra. Pylsurnar á síðan að leggja á fatið og hella yfir þær 5—6 skeiðum af mjólk eða rjóma, 2 skeiðum af bræddu smjöri, svolitlu salti og pipar. Þetta á svo að baka í 15 mín. við mikinn hita. HEYBOLSTURS-GREIÐSLAN En ekki er betra að eiga hvergi höfði sínu að að halla. Ein- faldur hvers- dags- kjóll HÁRIÐ er ein mesta prýði kvenna, enda hefir það fengið að vita af því, að það átti að líta sem bezt út, og hefir þá stundum orðið að mesta kvalaverkfæri. Komið hefir fyrir að hárið hefir verið falið mjög vandlega og þótt argasta ósvinna að láta sjá votta fyrir því. Hafa ungar stúlkur þá orðið að stelast til þess að láta (eins og það væri óvart) smálokka gægjast fram- hjá eyrunum, rétt til þess að lofa piltunum að sjá, hvort það væri ljóst eða dökkt. Llka hefir það verið siður að raka hárið af sumum stöðum á höfðinu, einkum í gagnaugunum. En svo hefir þetta verið bætt upp þess á milli með því að auka hárið um allan helming og hreykja því upp með ull og vír og silkiböndum. Frægust er þó heybólsturs-hárgreiðsla Mariu drottningar Antoinettu á 18. öldinni. Önnur eins dómadags hrúga af öllu mögulegu hefir aldrei í manna minnum sést á nokkru kvenmannshöfði eins og þá tíðkaðist. Róm var ekki reist á einum degi, segir gamalt máltæki og það má nærri geta, að það var ekki neitt áhlaupaverk að hlaða þennan bólstur. Var ómögu- legt að eiga í því stappi á hverjum degi, og kemur þá að einu því mesta þrekvirki, sem unnið hefir verið í þágu fegurðarinnar. Þessar aumingja hefðarfrúr máttu aldrei halla sér útaf á svæfil. Þær áttu bókstaflega talað hvergi höfði sínu að að halla, fallega höfðinu með öllu skrautinu. Þær urðu að sofa á einskonar vél, sem var svo útbúin, að bólsturinn skemmdist ekki. En svo var annað. Yfir allan þennan bólstur var stráð kynstrum af dufti til lits og ilms og annars slíks. Við þessu mátti ekki hagga og aldrei mátti þvo það. Þvottur var yfirleitt eitt af því, sem var fyrir- boðið. En þá kom ljótur óvinur á vettvanginn og það var kláðinn. Þessar hefðarmeyjar og frúr urðu að bera með sér langan tein (auðvitað úr gulli og fílabeini) til þess að klóra sér með í fínheitunum, og þótti það kurteisi á mannamótum. En karlmennirnir. Þá skortir hárprýðina, en var það ekki grátlegt, að þurfa að sitja hjá öllu þessu hárskrauti? Og náttúrlega gátu þeir vel tekið þátt í því — með fölsku hári, gerfihári. Og þeir urðu á undan kvenfólkinu í mestu ógegndinni. En það var líka sjálfur sólkóngurinn Loðvík XIV. sem gekk þar á undan. Hann var víst ekki verulega vel hærður, og mátti auðvitað ekki láta á því bera, hann sem var að visu minni en guð, en meira en maður. Hann setti þvi á sig hárkollu, og allir aðrir tóku þann sið upp eftir honum. Og þegar komið er af stað niður eftir sleðabrekkunni þá er ekki gott að ráða við það; hraðinn vill aukast. Hárkollan varð stærri og stærri og hárið síðara og síðara. Sjálft hár- stríið á höfðinu varð nú einskis virði og komst í stökustu óhirðu. Skegg- vöxturinn þótti draga úr áhrifum hárkollunnar og var því rakað og skafið. En skrýtnasta afleiðingin var þó sú, að höfuðfat varð nú bæði óþarft og óþægilegt, enda varð nú siður að bera höfuðfatið sem oftast undir hendinni! (tJr Iðunni 192if) V 10

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.