Vikan - 22.09.1955, Blaðsíða 2
Viltu gjöra svo vel aö birta nafn
og heimilisfang stúlkunnar, sem
lilaut titUinn fcgursta stúlka í heimi.
Ég veit að hún er scensk.
ÖVAR: Stúlkan heitir Hielevi Robin,
en því miður höfum við ekki heimilis-
fang hennar. Fyrir utan titilinn hlaut
hún ýmsar góðar gjafir, eins og dýr-
indis pels og 4000 króna úr. Auk þess
var henni boðinn kvikmyndasamning-
ur, eins og títt er, þegar svona stend-
ur á.
Viltu birta fyrir mig Síldarváls-
inn, sem ég hef heyrt Sigurð Ólafs-
son syngja í útvarpið.
SVAR: Síldarvalsinn er eftir Stein-
grím Sigfússon og er svona:
Syngjandi sæll og glaður, til síldveiða
nú ég held
það er gaman á Grímseyjarsundi, við
glampandi kvöldsólar eld.
Þegar hækkar í lest, og hleðst mitt
skip,
við háfana fleiri og fleiri
svo landa ég síldinni sitt á hvað
í Dalvík og Dagyerðareyri.
Seinna er sumri hallar, og súld og
bræla er
þá held ég fleyi til hafnar í hrifningu
skemmti ég mér.
1 dunandi dansi, við dillandi spil
og dansana fleiri og fleiri,
því nóg er um hýreyg og heillandi
sprund
á Dalvík og Dagverðareyri.
Hvenœr talca námsflokkarnir til
starfa á haustin og hvað er kennt í
þeim? Hvað kostar að vera i þeim?
Er nokkurt aldurstakmark ? Er
kennd matreiðsla? Eti esperanto?
Hvenœr þarf að scekja um skólavist?
SVAR: Námsflokkarnir starfa frá
1. október til 1. marz. Þar eru kennd-
ar margvíslegar námsgreinar, sem
of langt yrði upp að telja, en ekki þó
matreiðsla eða esperanto. Aftur á
móti er kennd handavinna, föndur
o. fl. þessháttar, Aldurstakmark er
ekkert í skólanum. Hann er jafnt
fyrir níræða öldunga og börn, ef
því er að skipta. Kennslugjald hef-
ur verið 60 krónur fyrr hverja náms-
grein yfir veturinn, Það þarf yfir-
leitt ekki að sækja um skólavist með
löngum fyrirvara, svo þú skalt bara
setja þig í samband við Ágúst Sig-
urðsson skólastjóra rétt áður en skól-
inn byrjar.
—o—
Pú kannast vafalaust við Umvatns-
tcgund eina, sem heitir Channel ?
Hvort á að bera nafnið fram sjamiel
tða kanel f Hvaða litir fara mér
bczt? Ég er dökkhcerð, það er að
segja dökhjarphœrð, með blá augu,
scm stundum eru mjög dökk, há,
frekar grönn og með Ijósa húð.
SVAR: Ilmvatnsnafnið er borið
fram sjanel. 1 30. tbi. Vikunnar er
sagt svolítið frá þessu ilmvatni og
höfundi þess. Því miður hefur okk-
ur ekki tekizt að afla upplýsinga
um skólann, sem þú spyrð um. Það
reynist næstum ógerlegt að ná tali
af skólastjórum og skólamönnum á
sumrin. En við munum halda áfram
að reyna.
Þú lítur sennilega vel út í rauð-
um litum, jafnt gulrauðum sem rauð-
fjólubláum, dökkbláum og grænum.
Auk þess munu brúnir litir og eggja-
skurnslitir fara þér vel.
—o—
Viltu mi ekki vera svo góð að
skera úr veðmáli. Hvort er leikarinn
Georg Rydenberg sœnskur eða dansk-
ur.
SVAR: George Rydenberg er sænsk-
ur, fæddur í Gautaborg 21. 7. 1907.
Upphaflega var hann sviðsleikari, en
1933 fékk hann hlutverk í kvikmynd
og lék upp frá því um árabil sleipa
þorpara og glæsilega piparsveina.
1940 var hann svo gerður að væmn-
um elskhuga með hálflokuð augun
í fjölda mynda. Það eyðilagði smám
saman leikhæfileika hans, einmitt
þegar þeir virtust vera að þrozkast.
Hann hafði því staðnað i þessu eina
hlutverki eftir stríðið, og hefur lítið
leikið síðan.
—o—
Mig langar til að vita hvort til
er gata, sem heitir THnguvegur i
Reykjavík og ef svo er, hvcir sii gata
er.
SVAR: Dinguvegur er ekki til, en
Dyngjuvegur er í Laugarásnum.
—o—
Kœra Vika'.
Hvaða litir fara mér bezt? Eg
er Ijós-rauðhœrð og bláeyg og frem-
ur Ijós á hörund,
Með fyrirfram þökk ' fyrir svörin.
Birna.
SVAR: Allir bláir og grænir litir,
en auk þess brúnt, svart og hvítt.
Karl G. Sölvason
Fcrjuvog 15 Sími 7939
Reykjavík
Öll gluggahreinsun
fljótt og vel af
hendi leyst.
— HRINGEÐ 1 SlMA 7939 —•
Nýkomið í enska bíla
Lpcas-dynamóar 6 og 12 volta
Startarar 6 og 12 volta
Anker í dynamóa og startara
Þurrku-mótorar 6 og 12 volta
Straumlokur 6 og 12 volta
Háspennukefli 6 og 12 volta
Kveikjulok, kveikjuhamrar
Kveikjuþéttar, kveikjuplatínui'
Framljósarofar, ljósaskiptarar, startarabotnar.
BÍLARAFTÆKJAVERZLUN
HALLDÓRS ÖLAFSSONAR
Rauðarárstíg 20 — Sími -'/775.
HREYF iLL
hefur opið
allan sólarhringinn
| Sími 6633
1 I
Hreyfill.
I I
Ctgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — RitBtjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.
2