Vikan


Vikan - 22.09.1955, Blaðsíða 11

Vikan - 22.09.1955, Blaðsíða 11
SÍÐASTA KALLIÐ Smásaga eftir C. H. MILSON. ETTA hafði verið löng ferð, og þó við hefðum lengst af fengið gott veður, þá vor- um við öll orðin þreytt á að horfa út yfir þetta víðáttumikla haf. Að minnsta kosti vorum við farþegarnir það. En ég get ekki sagt það sama um MacDonald skip- stjóra, sem virtist sífellt verða á- nægðari eftir því sem dögunum á sjónurn fjölgaði, Ég er viss um, að hann hlakkaði ekkert til þess, þeg- ar við ræðum höfn. Og þegar ég lít til baka, þá er ég sannfærður um það, að það var sjómannslegt hugarfar hans og hjátrú, sem kom lionum til að leiða talið frá haf- meyjum að fyrirboðum og að lok- um að draugum. Við vorum ekki í þannig skapi, að auð- velt væri að hræða okkur, því kvöldið var alls ekki vel til þess fallið að segja drauga- sögur. Skipið leið áfram í glaða tunglskini og golan, sem var hressandi eftir heitan dag, gáraði varla yfirborð vatnsins. Þarna sem við sátum og dreyptum á glösunum, reyndist okkur auðvelt að hæð- ast að sögum, sem hefðu komið okkur til að iða órólega í sætunum og líta flótta- lega um öxl, ef þær hefðu verið sagðar annars staðar og undir öðrum kringum- stæðum. Ég hugsa að þessi vellíðan og þessi öryggistilfinning hafi ýtt undir loftskeyta- manninn, svo að hann sagði allt í einu: — Maður reiknar alltaf með að draugar séu eitthvað hræðilegt. Ég býst við, að hver sem mætir draugi — ef nokkuð slíkt er þá til — sá ósjálfrátt hálfóður af hræðslu og hafi því hvorki tíma né vit til að hugsa um það, að það er alls ekki víst að draugurinn kæri sig um að gera honum mein. — Það lítur út fyrir að þú hafir eitt- hvað fyrir þér í þessu, Sparks, skaut lækn- irinn inn í spyrjandi. — Hvað sjálfum mér viðvíkur, þá mundi ég ekki stanza til að vita hvað draugurinn ætlaðist fyrir, ef ég mætti einhverjum þeirra einhvern tíma, heldur mundi ég taka til fótanna eins fljótt og ég gæti. — Já, sagði loftskeytamaðurinn hægt, — en — jæja, ég skal segja ykkur söguna og þá getið þið sjálf dregið ykkar álykt- anir. Hann sneri sér að skipstjóranum. — Hún gerðist á gömlu Samaröndu undir stjórn Halloran skipstjóra. Hann hefur kannski sagt þér frá þessu eða þá að þú hefur lesið um það í blöðunum á sínum tíma, þó þú sért búinn að gleyma því. Þetta atvik kom þó ekki allt fram í dagsljósið, að nokkru leyti af því að það virtist svo heimskulegt og að nokkru leyti af því að í augum þeirra, sem viðstaddir voru, hefði það verið hreinustu helgispjöll að láta þvæla um það í dagblöðunum. Samaranda var gamalt skip og ekki mjög hraðskreitt. Ef við náðum 11 sjó- mílna hraða, þóttumst við heppnir, en oft- ast komumst við þó aðeins tíu. Þrátt fyrir það var hún þægilegt og farsælt skip, eins og flest gömlú skipin voru, og í þessari ferð höfðum við prýðis áhöfn, svo að tíminn leið tiltölulega fljótt. Við vorum á heimleið, þegar atvikið, sem ég ætla að segja frá, gerðist. Við höfðum tekið stærðar farm af kopra í Macassar, og eftir að hafa bætt á olíu í Pulo Bukom, vorum við drekkhlaðnir, þegar við lögðum út á Indlandshafið til •\ Aden, þar sem við áttum áð taka kol' aftur. Þetta var í júlímánuði og suðvestan monsúnvindurinn upp á sitt' bezta. Við fundum fyrst fyrir honum um leið og við komum út. úr Malakkasundi, og þó við sigldum fyrir sunnan Ceylon, gegnum Hálfsannars-gráðu-skurðinn, þá lentum við brátt í hvössum stormi, sem lét okkur velta borðstokkanna á milli. Þessi gömlu skip gátu sannarlega oltið! Við vorum vanir að segja, að Samaranda mundi velta á blautu grasi, ef hún fengi tækifæri til þess, svo að ólætin í henni gerðu okkur ekkert órólega. Satt að segja hafði hún hegðað sér svo vel, í samanburði við það sem hún var vön, að Halloran skipstjóri ákvað að stytta sér leið og fara þvert fyrir norð- an Socorta, í stað þess að halda áfram meðfram miðjarðarlínunni, um einni gráðu norðar, að Afríkuströndinni og beygja svo upp á milli Guardafui-höfða og Soc- otra. MacDonald skipstjóri greip nú háðslega fram í, en þó vottaði fyrir aðdáun í rómn- um. — Þetta var alveg eftir Halloran, sagði hann. Svo sneri hann sér að okkur og gaf okkur skýringu á þessum orðum. — Ef maður fer Einnar-og-hálfs-gráðu- sundið í monsúnvindi, þá verður maður að halda sig við það alla leiðina. Það er ekki neitt um að ræða að stytta sér leið, því sjórinn fyrir suðaustan Socortaeyjuna er djöfulsins suðupottur á þeim tima árs. Loftskeytamaðurinn hélt áfram: — Við komumst einmitt að raun um að þannig var hann. Stormurinn þeytti öldunum sífellt á þá hlið Samaröndu, sem sneri í veðrið. Hún barðist fyrir hverri sjómílu, sem henni miðaði áfram, en það var aug- ljóst, að veðurofsinn þurfti ekki að vaxa mikið, til þess að hún yrði færð í kaf, þrátt fyrr allan hennar baráttukjark. Og veðrið fór vaxandi. Að morgni þessa umrædda dags, gekk sjórinn yfir borðstokkinn stjórnborðs- megin og skvettist eftir framþilfarinu. Og síðdegis fóru öldurnar að brotna á skipinu og grófu það í hvert skipti undir Framhald á bls. 14. „ER Á MEÐAN ER Myndirnar eru úr gam- anleiknum „Er á meðan er,“ en Þjóðieikhúsið mun byrja leikárið með því að taka aftur upp sýningar á honum. Á myndinni til vinstri er Inga Þórðardótt- ir í hlutverki Olgu Katrín- ar. Til hægri sjáum við svo Rryndísi Pétursdóttur sem Essie, Rúrik Haralds- son sem Boris Kolenkhov og Bóbert Arnfinnsson sem Ed. 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.